Eru menn nú farnir að yfirgefa Moggabloggið, einn af öðrum?

Það er ekki nóg með að fólk sé farið að segja upp áskrift á Mogganum, heldur les maður um það að bloggarar til margra ára séu að hætta á Moggablogginu og jafnvel hver þingmaðurinn á eftir öðrum stígur það skref. Hvað gengur á???

Mikið er leiðinlegt að sjá á eftir gömlum og skemmtilegum pennum af Moggablogginu.

Ég velti því fyrir mér, eftir að lesa um slíkar ákvarðanir, hvort ekki hafi oftar verið þörf hjá okkur Íslendingum að grípa til jafn skeleggra skilaboða, reyndar á annan hátt en að hætta að skrifa á Moggabloggið.

Hverjum er ekki sama um það, þótt við hættum að skrifa á Moggabloggið, svo ekki sé nú talað um ef við færum okkur beint á næsta vef? Jú, jú, vissulega táknrænn gjörningur, en algerlega bitlaus. Gjörningur sem bitnar fyrst og síðast á fullkomlega saklausu fólki.

Ég hef margt um Moggabloggið að segja og sumt af því á ég eflaust eftir að tjá mig um síðar, en látum það liggja á milli hluta.  

Við Íslendingar, höfum í gegnum árin sætt okkur við gengdarlaust misferli, ófögnuð og svik án þess að mæla jafnvel orð af munni, hvað þá að arka út á torg og lemja í potta og pönnur. Betra er þó seint en aldrei og nú í dag hafa sem betur fer opnast nýjar víddir gagnvart slíku í þjóðfélaginu. Besta og nærtækasta dæmið um það er vissulega búsáhaldarbyltingin fræga. 

Helgi Hós

Í dag tala menn um að reisa eigi styttu af Helga Hóseassyni í Reykjavík, manni sem margir hlógu að í sinni baráttu. Baráttu sem hann háði einn um árabil.

Mér er ekki kunnugt um að nokkur maður hafi nokkru sinni staðið vaktina við hlið Helga á Langholtsveginum í öll árin sem hann var þar með sín skilti, hvernig sem viðraði.

Maður er alltaf að læra.

Endilega kjósið hjá mér í skoðanakönnuninni hér fyrir ofan. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er einn þeirra sem finnst nýafstaðin ráðning í stöðu ritstjóra Moggans ekki bera miklu viðskiptaviti vott.

En ég skil samt ekki af hverju þeir sem ekki eru sáttir yfirgefa Mbl.is, þann vettvang sem eðli máls samkvæmt er hvað best er til þess fallinn að tjá sig og mótmæla.

Brotthvarf góðra penna af Mbl.is kemur engum betur en þeim sem að þessari Davíðsseringu Moggans stóðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.9.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kær vinur, ég hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér, alla þá sem eru að yfirgefa bloggið, og held ég að það sé ekki það rétta að gera. hérna er búið að byggja upp vettfang í gegnum mörg árin, sem alls ekki ætti að splitta, en halda áfram að vera gagnrýnin á það sem gerist í þjóðfélaginu, eða að miðla öðru sem hver og einn telur mikilvægt. það tekur tíma að byggja upp annann vettfang til miðlunar, eins og moggabloggið er orðið.

kærleiks ljós til ykkar allra frá okkur

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 07:04

3 identicon

Þetta er bara hlægilegt.

Þetta er einfaldlega nýja elliheimilið fyrir afdankaða og úr sér gengna stjórnmálamenn. Einhversstaðar þarf að geyma þá og það er betra að hafa Davíð þarna en í pólitísku kommbakki eða í sendiráði úti í heimi.

Það kom í ljós að Seðlabankinn hentaði víst ekki nógu vel sem elliheimili fyrir blýantsnagara, það þarf nefnilega stundum að vinna á þeim bænum og jú - Davíð var búinn að fokka upp vist sinni þar og rekinn af hælinu.

Það er ástæða fyrir því að ráðnir voru TVEIR ritstjórar ;o)

Hvað Helga varðar þá veit ég ekki hvort einhver stóð nokkru sinni með honum vaktina, en ég man að einhverntíma hélt einhver hljómsveit tónleika með honum á með hann stóð.  

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 09:23

4 Smámynd: Andspilling

Skil fólk mjög vel sem flýr enda fær mbl.is borgað fyrir auglýsingarnar sem birtast á síðum bloggara. Allir þessir sem fara eru að kosta gerspillt pólitískt áróðursrit Sjálfstæðisflokksins um hundruði milljóna í auglýsingatekjur. Mæli með að aðrir láti þetta góða fólk verða sér fyrirmynd og fari annað.

Andspilling, 27.9.2009 kl. 11:40

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvað ætlar fólk að gera næst? Flýja? Hvert?

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/

Sigurður Sigurðsson, 27.9.2009 kl. 17:52

6 Smámynd: Andspilling

Hvert, Sigurður nú til...

...Noregs eða Kanada ef Sjáflstæðisspillgarógeðið og rotþróarembættismannakerfið þeirra fer ekki að missa völdin í landinu.

Andspilling, 27.9.2009 kl. 17:57

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Varðandi auglýsingarnar þá er hægt að leiðbeina fólki við að setja inn hugbúnað t.d. fyrir Firefox sem blokkerar auglýsingar. Síðan geta menn merkt það á síður sínar að hér sé blokkað á auglýsingar.

Bara svona hugmynd...

Það að menn yfirgefi vettvanginn vegna pólitísks óþefs er ekki taktískt og býður aðeins upp á einhæfari umfjöllun.

Haraldur Rafn Ingvason, 27.9.2009 kl. 18:58

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er fluttur yfir á Wordpress, veit um þrjá aðra sem eru farnir og hef heyrt að fleiri séu á leiðinni.

Ástæðan fyrir því að ég er farinn er bæði að ég vil ekki fjármagna spillingaröflin sem settu Ísland á hausinn og enn síður vil ég éta úr lófanum á þeim, eins og þið eruð að gera sem bloggið hér.

Theódór Norðkvist, 27.9.2009 kl. 22:31

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sé nú ekki beint ástæðuna til að hætta að moggablogga þrátt fyrir þessa hlægilegu ráðningu. Ætla að þrauka sjálfur amk. enn um sinn og bíða eftir að sjá hver atgervisflóttinn verður.

Um Helga heitinn Hós: ef ástæða væri til að setja honum minnisvarða væri það af því hann var líklega síðasti orgínalinn. Aðrir sem væru kandídatar í það eru löngu orðnir geðlurður af geðlyfjum. Eina sögu kann ég af Helga sem vel má geymast. Áður en hann stillti sér upp á Langholtsveginum iðkaði hann stöður annars staðar og einu sinni kom ég að honum á bílastæðinu þar sem nú stendur hús Hæstaréttar, hvar hann beindi skilti sínu með kröfu um afskírn að Arnárhváli. Þetta var um vetur í heiðskíru veðri og sólríku en með allnokkru frosti og nöprum norðavindi og Helgi stóð þarna í tvídjakka og undir honum bómullarskyrtu köflóttri með opið í hálsinn. Við Helgi vorum málkunnugir og ég gekk að honum og heilsaði og spurði svo: Er þér ekki kalt hérna, Helgi minn? Hann horfði á mig hvössum augum og svaraði: Ég geng í prjónfötum næst mér. Mér er ekki vandara um í sólskini en öðrum veðrum.

Kv.

Sigurður Hreiðar, 27.9.2009 kl. 22:49

10 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Búsáhaldabyltinginn skilaði okkur engu, ef grant er skoðað þá gerði hún eingöngu illt verra.

Ef listinn yfir kröfur byltingarinnar eru skoðaðir þá er eingöngu búið að koma mönnum frá völdum. Ekkert annað hefur gerst.... jú alveg rétt það er búið að ákveða að borga Ice Save en það var nákvæmlega það sem fólkið vildi alls ekki.

Ef fólk ætlar sért að mótmæla einhverju þarf að ráðast á vandamálið, vandamál íslands í dag er ekki Moggabloggið og takið eftir:

Davíð Oddson er ekkert vandamál sem vofir yfir þjóð vorri.

S. Lúther Gestsson, 27.9.2009 kl. 22:55

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég skil ekki af hverju fólk skilur ekki...

Það er ýmislegt búið að ganga á í þessu þjóðfélagi sem litla ég hef akkúrat enga stjórn á og alveg sama hversu mjög mér mislíkar margt af því, þá hef ég bara ekki verkfærin sem þarf til að breyta því.

Ég tók fullan þátt í búsáhaldabyltingunni og ég verð óð þegar ég heyri fólk segja að hún hafi engu skilað... jafnvel gert hlutina verri.

Vildi fólk virkilega hafa sömu stjórn áfram?

Það hafa staðið yfir pólitískar hreinsanir hjá Morgunblaðinu. Auk þess var einn af fremstu hönnuðum hrunsins ráðinn ritstjóri.

Hans heimssýn kemur til með að endurspeglast í Morgunblaðinu.

Ég get ekki orðið til þess að fullt af ágætu fólki missti vinnuna sína. Ég get ekki heldur séð til þess að ráðning Davíðs verði dregin til baka.

En ég get hætt að kaupa blaðið og nota það. Ég er nefnilega svo heppin að vera EKKI tilneydd til að taka þátt í þessari vitleysu

Þess vegna fór ég af blogginu,les ekki lengur prentaða blaðið né netmiðilinn.

Það get ég. Ekki merkilegt......en ég get staðið með sjálfri mér í þessu máli.

Heiða B. Heiðars, 27.9.2009 kl. 23:24

12 Smámynd: Andspilling

Davíðdindlarnir eru að rumska, þeir halda að Foringinn sé upp risinn. Heiða ekki láta svona staurblindaða ofsatrúarmenn gera þig leiða. Þeir eru bara svona og geta ekki að því gert geyin.

Andspilling, 27.9.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband