sun. 20.9.2009
Lok, lok og læs og allt í stáli
Um fátt er rætt og ritað meira í dag enn að hafa allt á yfirborðinu, alla umræðu opna og lýðræðislega. Sem betur fer eru nokkrir stjórnmálamenn, sem nenna og treysta sér t.d. að blogga og gefa með því hverjum sem er tækifæri til að varpa fram spurningum eða bara hreinlega taka þátt í umræðunni á síðum þeirra.
Því miður gefast þeir flestir fljótt upp á því að gefa tækifæri á athugasemdum hjá sér. Vafalítið er ástæða þess m.a. ómálefnaleg umræða einhverra einstaklinga sem hafa það eitt að markmiði að eyðileggja alla umræðu og er það miður. Það er hinnsvegar hægur vandi að koma í veg fyrir slíkt og oftast er það nokkuð augljóst þegar um slíkar heimsóknir er að ræða.
Hitt er annað og vekur óneitanlega athygli, það er þegar forsvarsmenn nýrra stjórnmálaafla sem hafa staðið með potta og pönnur, svo vikum og mánuðum skiptir og hafa verið óvægnir í gagnrýni sinni á stjórnvöld undanfarinna ára, hafa lokað fyrir allt spjall á síðum sínum.
Óneitanlega þætti mér t.d. eðlilegt að skemmtilegur og skeleggur talsmaður Borgarahreyfingarinnar, nú, Hreyfingarinnar, Þór Saari gæfi kost á umræðum á bloggi sínu. Hann hefur nú aldeilis látið til sín taka í allri lýðræðisumræðunni og þökk sé honum fyrir það.
Þar er bara, lok, lok og læs og allt í stáli. Rétt eins og hjá Hannesi Hólmstein.
P.s. Kæru bloggvinir og aðrir gestir, endilega takið þátt í skoðanakönnuninni minni hér á síðunni.
Athugasemdir
byltingin étur börnin sín. byltingar leiða oftast til þess að allt það sem barist var fyrir verður ómerkilegt orðagljáfur þegar byltingarsinnarnir sjálfir stjórna. svona eins og þeir sem hæst tala um lýðræði verða hörðustu andstæðingar þess þegar þeir stjórna.
Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 23:06
Sæl Karl. Tek undir þetta blogg þitt. Bloggið gefur möguleika á lýðræðislegri umræðu, en því miður eru mjög fáir stjórnmálamenn sem hafa í þá umræðu að gera. Þú átt hrós skilið að halda þínu bloggi opnu.
Sigurður Þorsteinsson, 20.9.2009 kl. 23:09
Takk fyrir heimsóknina til mín, Fannar og Sigurður.
Fannar, þú ert greinilega skeleggur í þínum skrifum eins og umræddur Þór Saari. Í gömlum texta við lag Gildrunnar segir:
Orð segja eitt
en þögnin annað.
Orð segja allt
sem er bannað.
Orð eru þörf
en þögnin betri
ef þú vilt koma vel
undan vetri.
Ágæti Sigurður.
Ég tel það lykilatriði hjá þeim stjórnmálamönnum sem taka þátt í blogginu að gefa kost á athugasemdum. Þeir hinir sem kjósa það ekki, hafa ótal möguleika að láta ljós sitt skína á öðrum vettvangi.
Bestu kveðjur til ykkar beggja frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 20.9.2009 kl. 23:30
orð eru til alls fyrst. ég hef þá persónulegu stefnu að fara ekki í grafgötur með mínar skoðanir. ég ætla ekki að fela mínar skoðanir eða hugmyndir til þess að geta geðjast hinum eða þessum. annað hvort er fólk sammála því sem ég skrifa eða virðir mig fyrir mína hreinskilni.
ég hef bannað nokkra á mínu bloggi en það eru undantekningar tilvik og allir verið nafnlausir bloggarar sem hafa verið helst til ómálefnalegir svo vægt sé tekið til orða í sumum tilvikum. annars leyfi ég öllum að tjá sig og svara því sem ég get svarað. málefnaleg gagnrýni á mig, víkka nefnilega minn sjóndeildarhring
Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 23:47
Ágæti Fannar.
Ég velti því fyrir mér skömmu eftir að ég svaraði þér og Sigurði að jafnvel tækir þú þessa ljóðasendingu úr gömlum texta Gildrunnar til þín. Hún var ekki ætluð þér, öðru nær. Hún var einungis til að vekja athygli á allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu.
Ég fagna því alltaf þegar menn koma hreint fram og eru tilbúnir í opna og lýðræðislega umræðu.
Að lokum, eins og þú segir réttilega, þá getur málefnaleg gagnrýni sannarlega víkkað sjóndeildarhringinn, það er nú annaðhvort.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 21.9.2009 kl. 00:10
Vísan er flott Kalli minn. En ég er dálítin sleginn yfir því hvað fólk ræðst illilega á þingmennina ungu. Og ég skil ekki alveg hvers vegna slíkt gerist. Mér er næst að halda að hér ríki einhversskonar goggunarröð eins og sumstaðar í dýraríkinu, til dæmis hjá hænum, og hröfnum. Þar sem ráðist er á þá sem eru öðruvísi eða minni máttar. Eða má bara ekki reyna að breyta neinu?
Fólk þarf aðeins að fara að hugsa um það, ef það vill breytingar, þá gerast þær ekki af sjálfu sér, og ef sendiboðarnir eru alltaf skotnir í kaf um leið, hvernig á þá eitthvað að geta breyst til batnaðar.
Annars kærar kveðjur til þín inn í þennan kuldadag með von um betri tíð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2009 kl. 08:57
Ég er 100 % sammála þessu bloggi.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2009 kl. 10:39
satt og rétt, því miður!
Obama er gott dæmi um möguleika á umræðum á netinu. Nýr tími sem við verðum vonandi betri til að höndla með tímanum, þegar við náum að taka ráðin yfir tilfinningunum og ræða það sem er mikilvægt á málefnalegum grundvelli.
það var gaman að hitta ykkur í sumar kæri kalli, græna fallega kertið minnir á sig, þegar við njótum þess á kvöldin.
Kærleikur
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.