Sjáumst á ný

Biggi Sjáumst á ný

Eins og ég hef skrifað um hér áður lauk vinur minn og félagi, Birgir Haraldsson, nýlega við gerð sinnar fyrstu sóló plötu, sem ber heitið, Sjáumst á ný.

Þessi fallega og persónulega plata Bigga, vinnur sannarlega á með hverri hlustun.

Á þessari plötu sóttist Biggi eftir starfskröftum sinna bestu vina og kunningja. Nú hefur Biggi smalað öllum hópnum saman og stefnir að því að halda nokkra tónleika til að kynna plötuna.

Hugmynd hans er að flytja efni af plötunni nýju, ásamt gömlum lögum sem hann hefur samið í gegnum tíðina á nokkrum tónleikum í lok þessa árs.

Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í því verkefni og mun örugglega verða duglegur að láta ykkur vita kæru bloggvinir og aðrir gestir hér á síðunni minni, hvenær og hvar við spilum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Biggi fær fína spilun og umfjöllun á Lindinni. 2-3 lög spiluð daglega. Það skilar sér vonandi í góðri sölu. RUV hefur hinsvegar alveg brugðist og er reyndar alveg óskiljanlegt hvernig á málum er haldið þar á bæ. Útvarp allra landsmanna er klárlega hluti af Senu-klíkunni. Það mætti halda að það væri ennþá 2007 hjá þeim. Vinur minn Guðni Már Henningsson  þyrfti að fara að vakna af þyrnirósarsvefni sá annars frábæri drengur.

Ég sé að Biggi ætlar sér að vera með 100% pró-kalla á öllum hljóðfærum. Kristófer Máni er klárlega einn albesti gítarleikari landsins og Frikki er galdrakarl á bassann og gamalt tækniundur á trommunum sjálfur forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ ætlar að sýna gamla takta. Öxlin er vonandi í fínu formi hjá Forsetanum.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 20:05

2 identicon

Sæll Karl

Gaman að heyra að þú sért að setjast við trommurnar á ný.

stendur til að taka gömul Gildrulög eins og Værð eða Svarta blómið sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér?

Árni Halldórsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 20:36

3 identicon

Mér finnst diskurinn yndislegur. Ég fór í allar hljómplötuverslanir og enginn vissi neitt, fann hann svo loks í kirkjuhúsinu á Laugarveginum. Er enginn áhugi á að selja diskinn eða hvað? bless kveðja Anna

Anna Jóna (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 20:59

4 identicon

lísst bíssna vel á gripinn

Jónsi (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 21:12

5 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl öll og takk fyrir komuna til mín.

Minn kæri vinur Þórir.

Það er gaman að heyra að platan fái fína spilun á Lindinni, ég verð að viðurkenna að ég er ekki nógu duglegur að hlusta á hana. Ég hlusta mest á rás 1 ríkisútvarpsins og þar hef ég aldrei heyrt spilað lag af disknum. Mér er spurn, er kallinn nógu duglegur að kynna diskinn og fylgja honum eftir? Því miður virðist oft þurfa að ganga á eftir útvarpsfólkinu til að fá spilun.

Platan er mögnuð og vinnur á við hverja hlustun og textarnir þínir, Þórir minn, eru að vanda alger snilld. Mikið hlakka ég til að fylgja þessari plötu eftir með ykkur félögum.

Árni.

Ég tel engan vafa á að nokkur gömul Gildrulög verði á prógramminu hjá kallinum og jafnvel þessi sem þú nefnir hér að ofan.

Anna.

Þetta er fín ábending hjá þér, nú er bara að koma disknum í allar plötuverslanir. Ég hreinlega veit ekkert um það hvort Biggi hafi gert það.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 20.9.2009 kl. 21:24

6 identicon

Ég hlakka til að heyra hana, Biggi hefur aldrei brugðist mér hingað til þegar kemur að tónlist.

P.S.Ég vil nú minna alla á heimasíðu vinstri grænna í Mosfellsbæ svona bara upp á gamanið þar er allt milli himins og jarðar ekki bara pólitík. www.vgmos.is

Högni Snær

Högni (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband