Dugnaður Steingríms J

Fyrir nokkru síðan skrifaði ég grein, sem fjallaði m.a. um dugnað Steingríms J. Sigfússonar.

Ég er ekki í nokkrum vafa um, að það traust sem nú er borið til hans og er meira enn nokkru sinni fyrr og er mest allra ráðherra, er m.a. tilkomið vegna þess. Nú sjá loks allir, hverslags vinnuþjarkur hann er. Ég stend á því fastar enn fótunum, að hann hafi nú þegar skipað sér sess, sem einn afkastamesti og vinnusamasti ráðherra sem við höfum átt. Okkur veitir ekki af dugnaðarforkum þessa dagana.

Steingrímur

Steingrímur J. Sigfússon

Það var og er ekkert venjulegt bú sem Steingrímur J. og núverandi ríkisstjórn tók við. Ég get fúslega viðurkennt hér, að það er margt sem ég hefði óskað að hefði farið öðruvísi í ákvarðanatöku hans og ríkisstjórnarinnar. Þar ber fyrst að nefna hið hörmulega Icesave mál.

Ég er hinsvegar ekki í nokkrum vafa um það, að stjórn landsins, í þeim miklu erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir, er í öruggustu höndum sem völ er á með VG innanborðs. Flokks sem er bókstaflega leiðandi í ríkisstjórnarsamstarfinu.

P.s. Ég minni á skoðanakönnunina hér til hliðar. Endilega takið þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já, þa er ekki auðvelt verk sem þau eru að gera, og oft óvinsælt !

Kærleikur til þín og þinna kæri vinur

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2009 kl. 20:18

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Heyr heyr -

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.9.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Þetta er alveg rétt, en sjaldan hafa forystumenn d,lista og b,lista verið svona lélegir,

þannig að það skekkir myndina, en Steigrímur er góður

Bernharð Hjaltalín, 18.9.2009 kl. 04:57

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Karl Tómasson:

Já, eins og ég er stundum ósammála yfirmanni mínum Steingrími J. Sigfússyni hvað stjórnamálaskoðanir hans varðar, verð ég að taka ofan fyrir honum hvað dugnaðinn varðar!

Ég ber því mikla virðingu fyrir Steingrími, þótt seint muni ég kjósa VG eða verða sammála þeirra helstu stefnumálum! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.9.2009 kl. 07:31

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

betra er að gera fátt en gott heldur en margt slæmt. 

Fannar frá Rifi, 20.9.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband