sun. 6.9.2009
Svartasti bletturinn á blogginu
Fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson skrifar nú grein þar sem hann segist hafa orðið fyrir linnulausum árásum huglausra vesalinga, undanfarna mánuði.
Það er ömurlegt að þessir huglausu vesalingar skuli komast upp með slíkt og að rógburðurinn og níðið skuli að mestu vera látið afskiptalaust svo mánuðum og jafnvel árum skiptir af þeim sem stjórna blogginu. Þetta er svartasti bletturinn á blogginu.
Undanfarin þrjú ár, hef ég mátt sæta slíkum árásum, eða allt frá því að ég tók við mínu embætti í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í fyrstu var opnuð síða undir dulnefninu, Valdi Sturlaugz, á vísis blogginu. Valdi þessi, sem oftast var kallaður Varmársamtaka Valdi, hafði það eitt að markmiði á síðu sinni að níða mína persónu með linnulausum skrifum og allflestar athugasemdir, sem einnig voru undir dulnefnum, voru háð og níð.
Þessi Valdi, var lengst af fyrsti linnkur á heimasíðu svokallaðra Varmársamtaka, sem virðast hafa, það eitt að markmiði að setja út á flest það sem framkvæmt er í Mosfellsbæ.
Það var margsinnis búið að kvarta til vísis bloggs vegna þessarar síðu en það var ekki fyrr en að tæplega tveimur árum liðnum að síðunni var lokað samstundis. Þá var aumingjaleikurinn orðinn slíkur að farið var að veitast að alvarlegum veikindum mínum.
Þá var gripið til þess ráðs að opna aðra síðu, sem var einnig lokað skömmu síðar.
Sú þriðja var svo opnuð fyrir ári síðan á Moggablogginu, hún kallast, smjerjarmur í halelújalandi. Í fyrstu var Varmársamtaka Valdi titlaður með smjerjarmi en var kippt út nokkuð fljótlega. Þessi síða er enn til en hefur verið nokkuð líflaus undanfarna mánuði. Ástæðu þess má vafalítið rekja til þess að yfir henni var einnig kvartað og ábyrgðamenn síðunnar hafa vafalítið fengið viðvörun frá Mogga blogginu.
Það er hreint með ólíkindum að slíkar nafnleysis síður skuli vera látnar viðgangast, þar sem öll skrif eru til þess eins að niðurlægja, oft á tíðum, jafnvel eina manneskju.
Á sama tíma og þetta gekk yfir hjá mér undirrituðum, fékk ég áræðanlegar heimildir fyrir því að nokkrir félagar og stjórnarfólk Varmársamtakanna hafi arkað til ritstjórnar Mogga bloggsins til þess að fá minni persónulegu bloggsíðu lokað. Vitanlega var það fýluferð hjá mannskapnum en í kjölfarið hefur einhverahluta vegna, Varmársamtaka Valda smjerjarmur að mestu verið máttlítill.
Það er óskandi að nú verði gert átak í því að slíkum nafnleysis níðskrifum á blogginu og síðum sé lokað samstundis.
P.s kl: 16:16 Af gefnu tilefni vegna umræðunnar hér, vil ég koma eftirfarandi á framfæri.
Ég sé ekkert athugavert við það að skrifa undir leyninafni eða halda úti slíkri síðu, hafi menn þörf fyrir það. Þetta hef ég marg oft sagt og skrifað.
Það er hinsvegar toppur lágkúrunnar að gera slíkt, til að veitast að fólki og koma á það höggi. Hvað það svo er, sem knýr menn til að taka þátt í umræðu undir leyninafni er annað mál og að sjálfsögðu viðkomandi.
Ég, persónulega, hef engan áhuga á því og fæ ekkert úr því að skiptast á skoðunum við einhverja sem eiga ekkert nafn og hef því ákveðið að hætta því.
Björgvin G.: Ný vídd í nafnlausu níði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afar áhugavert, og leitt að ráðist skuli hafa verið að þér með þessu hætti.
Vil benda á tvær færslur frá mér í vikunni sem fjalla um þessi mál:
Hrannar Baldursson, 6.9.2009 kl. 18:05
Af hverju kærðir þú ekki manninn fyrir brot á meiðyrðalöggjöfinni? Það er einfalt því það eru skráðir ábyrgðarmenn á öllum bloggsíðum. Þetta er miklu betra en þegar kjaftasögurnar gengu manna á milli og enginn var ábyrgur. Bloggið er nefnilega algott og veitir líka þeim aðhald sem fara með opinber embætti.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:07
Ég tek undir með KTomm og Bjögvini G Sigurðssyni að nafnlaust blogg ætti að banna því þeir sem það stunda gera lítt annað en að níðast á öðrum. Þetta eru duglausar bleyður! Þessir tveir ágætu menn hafa vissulega fengið að finna fyrir óhróðri, lygum og persónulegum árásum vegna þess að nafnlaust blogg er liðið. Er ekki mál að linni!
Það var einmitt vegna linnulausra nafnlausra athugasemda gegn KTomm eftir sveitarstjórnarkosningar 2006 sem ég ætlaði aldrei að blogga en byrjaði síðan og af hverju? Jú vegna þess að bloggið getur verið frábært og flestir sem þar eru skrifa undir nafni og viðra sínar skoðanir á mönnum og málefnum, skapa annars konar vettvang til skoðanaskipta, vettvang sem er sívirkur og síkvikur.
Við eigum ekki að láta undan duglausu bleyðunum heldur skapa vettvang þar sem skylt verður að skrifa undir nafni og þá hverfa duglausu bleyðurnar það er alveg kristaltært.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 18:45
Æ, þetta eru já duglausar bleyður, sennilega sama manngerðin og lemur konuna sína heima í stofu þegar enginn sér, aumingjar. Það er rétt hjá Ragnheiði, það á ekki að láta skemmd epli sýkja alla körfuna, fjarlægjum þessa hugleysingja úr umræðunni.
HP Foss, 6.9.2009 kl. 21:03
Stuðningskv. í Mosó, gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:09
Það er enginn nafnlaus bloggari. Enginn opnar blogg, nema að gera grein fyrir sér. Það er algerlega út í hött Kalli að tala almennt um bloggara, sem skrifa undir dulnefni sem vesalinga. Þá ert þú orðin sekur við það sama og þú sakar um.
Athugasemdir eru nafnlausar, en þær eru rekjanlegar. Til eru lög og reglur sem ná yfir einstaklinga, sem bera út persónuníð og slúður um nafngreinda aðila. Menn sem verða fyrir því stefna þeim einstaklingum einfaldlega.
Þetta moldviðri sem Björgvin er að þyrla upp um eitthvað, sem hann grefur upp úr afkimum netheima er til þess gerð að efla enn þá þöggun, sem stjórnvöld nú keppast við að setja á málfrelsi almennt. Til þess draga þeir einhver banal dæmi til og ætla að nýta sér það til að setja múl á alla, sem tjá sig undir synonymi.
Ég er hissa á þér að sjá ekki í gegnum þetta. Það eru ærnar ástæður fyrir marga að blogga undir fronti. Þar geta verið fjölskylduástæður eða spurning um atvinnuöryggi. Langmestur meirihluti þessa fólks er heiðvirt fólk, sem hefur ærnar ástæður fyrir nafnleysinu. Sumir eru jafnvel bara feimnir.
Ég vona að þú farir nú ekki að leggja þessum nornaveiðum lið. Þá ertu að styðja þann McCarthyisma, sem hér veður uppi.
No offence.
Hvert brot skal höndlað eftir eðli þess. Svona pre emtive löggæsla á ekki heima nema í Orwellian framtíðarhrollvekjum. Við þurfum þetta nafnleysi núna, sem aldrei fyrr. Þú veist af hverju.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 01:44
Ef nafnlaus bloggari setur inn athugasemd hjá þér, sem inniber níð, þá er það þitt að taka það út, sem ábyrgðarmaður. Ef þíu gerir það ekki ertu samsekur um rógburðinn. Þá umræðu tókum við um daginn um annan bloggara hér.
Bloggarar eru ritskoðendur sjálfir. Skrifi bloggari undir dulnefni hér, þá veit Mbl hver hann er. T.d. þá er þeim fullkunnugt um hver DoctorE er og lokuðu á hann fyrir orðbragðið eitt. Það var fyrir umkvörtun. Það er nóg að við sjáum um þetta aðhald, en að láta það í hendur einhvers miðstýrðs apparats á vegum ríkisins, sem metur það eftir geðþótta, hvað fólk má segja eðaur ei. Þá ertu kominn til Kína minn kæri vin.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 01:52
Þú varðst fyrir langvarandi einelti einstaklinga, sem þú þekktir til bæði utan sem innan netheima. Þegar þú loksins tókst á því, eins og réttarkerfið bauð upp á, þá var það afgreitt.
Slæmdist einhver vitleysingur til að bera á þig kvennafar og fyllerí, þá hefðir þú tekið á þeim einstaklingi með viðeigandi hætti. Það getur Björgvin gert. Það á ekki að verða til þess að hefta tjáningarfrelsi þeirra, sem kjósa að tjá sig nafnlaust.
Nafnleysi hefur alltaf tíðkast hér og má t.d. nefna Staksteina eða svarthöfða í pressunni. Færu þeir pennar yfir strikið, þá fengu þeir sínar ákúrur, enda ljóst í hverri ritstjórn hverjir þar færu.
Hér er verið að vega að málfrelsi og ástæðan eru uppljóstranir blaðamanna, sem eiga sér nafnlausa heimildarmenn, sem þeir hafa lagalegann rétt á að vernda. Það er það sem spillingarelítan í stjórnsýslunni þolir ekki og þess vegna er verið að þyrla upp þessu moldviðri. Menn eru orðnir skíthræddir þar, enda varla nokkur maður, sem ekki tengist einhverju sukki á liðnum árum. Þetta ættir þú að vita.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 02:00
Munnsöfnuður þeirra, sem undir mál þitt taka hér og alhæfingar um persónu nafnlausra bloggara, ættu að vera ágætis undirstrikun við það sem ég er að segja hérna. Sé varla mun á verstu nafnleysingjum og mörgum, sem skrifa undir nafni.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 02:06
Ég vil svo að lokum segja að ég er standandi hissa á þér kæri vinur að nota þetta tækifæri til þess enn og aftur að egna þetta fólk gegn þér með að tíunda málavafstrið, þegar ég hélt að loksins hafi verið búið að grafa stríðsöxina. Það er engu líkara en að þú sért orðinn háður þeirri spennu og angist, sem þetta olli þér.
Ég segi þetta í fyllstu virðingu og vinskap.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 02:22
Mér finnst að allur saur sem þarf að komast upp á yfirborðið eigi að gera það annars vitum við ekki af honum og getum ekki hreinsað til etir þörfum.
Nafnlaus blogg eru að því tilliti til að menn geta sent inn frá IP-tölum sem ekki er hægt að rekja til þeirra persónulega, frekar klína því á aðra.
Vandamálið er skipulagt 'órekjandi'-blogg sem líklega ungliðar stjórnmálaflokka taka sig saman um að fremja ákveðið skítkast með. Þessir aðilar veit ég að eru til.
'Sjálfstæðisflokkurinn' er til dæmis afar óhress með að Björgvin skuli ekki hafa farið verr útúr en orðið er. Það er fullt af fólki þar sem telja að hann eigi að fá á baukinn svo um munar. Ekki vegna þess að hann sé höfundur alls ósómans heldur af því hann 'stóð vaktina með þeim'.
Mig grunar að ungliðar ótiltekins flokks kunni vel að beita bloggi sem skæruvopni og séu skipulagðari en við myndum óska. Ef það mun einhverntíma "sannast" að slík skipulögð starfsemi til mannorðsmorðs sé stunduð í skjóði nafnleyndar mun það hafa alvarleg áhrif á framtíð málfrelsis.
Ég vil ekki loka fyrir "pseudonym" en það má gæta þess að það getur verið misnotað. Það hlýtur að vera hægt að greina misnotkun frá meginreglunni. ( það að menn séu enn að blogga nafnaust um Björgvin er undarlegt miðað við margt annað spennandi sem hægt er að segja í skjóli nafnleyndar)
Gísli Ingvarsson, 7.9.2009 kl. 07:01
Sæl öll kæru bloggvinir og takk fyrir komuna.
Þetta er gömul tugga en ég verð að segja þetta aftur og skrifa í ljósi umræðnanna hér hjá mér.
Ég sé ekkert athugavert við það að skrifa undir leyninafni eða halda úti slíkri síðu hafi menn þörf fyrir það. Þetta hef ég marg oft sagt og skrifað.
Það er hinsvegar toppur lágkúrunnar að gera slíkt, til að veitast að fólki og koma á það höggi. Hvað það svo er sem knýr menn til að taka þátt í umræðu undir leyninafni er annað mál.
Ég, persónulega hef engan áhuga á því og fæ ekkert úr því að skiptast á skoðunum við einhverja sem eiga ekkert nafn.
Hvað varðar pólitískan feril eða gjörðir Björgvins G er ekkert sem ég er að leggja mat mitt á með þessari færslu og hvað þá þöggun í samfélaginu.
Það varð heilmikið fréttaefni að Björgin G. sætti þessum ofsóknum í nokkrar vikur en það er til fólk sem má sæta svona ofsóknum svo árum skipti án þess að við því sé nokkuð gert.
Að lokum. Óneitanlega var nú talsverður þöggunar stíll í gangi þegar liðið stormaði á Moggabloggið til að fá minni síðu lokað.
Bestu kveðjur frá K. Tomm
Karl Tómasson, 7.9.2009 kl. 09:45
Jón Steinar.
Það er ekkert að því að fólk velji að skrifa undir nafnleynd og ekkert við það að athuga á meðan fólk gætir orða sinna á sama hátt og væri það að skrifa undir nafni. Það er það sem það skrifar sem verið er að mótmæla. Ef fólk er ekki tilbúið til þess það segja það sem það hefur að segja um náungann undir nafni á það að þegja.
Það að hægt sé að fara dómstólaleiðina er afarkostur sem ekki á að verða hin algilda regla. Það á ekki að nægja að segja við fólk í þessari stöðu að það geti bara kært sé það óánægt. Með því er verið að leggja blessun yfir athæfi bloggdólgsins og það er fórnarlambsins að standa í því að rétt hlut sinn. Það er staða sem fórnarlambið átti ekki að komast í í byrjun en vegna þess að öllum finnst svo sjálfsagt að kæra er það orðin staðan. Kæruleiðin er ekki hin sjálfgefna regla í svona málum, sjálfgefna reglan er að samfélagið - ég og þú - samþykkjum ekki svona hegðun og líðum hana ekki.
Samsæriskenningar eru góðar og gildar sem slíkar en þær og hugsanleg þöggun þeim tengdum er ekki inntakið í skrifum Karls hér þó hugsanlega sé það inntakið í gjörðum Björgvins.
Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:54
Hjördís: Alvarlegasta málið, sem mér kemur til hugar varðandi móðgun og skítkast á blogginu er mál Skúla og fúkyrði hans í garð Islam. Á hann var lokað. Hann skrifaði undir nafni. Hér er verið að alhæfa með fúkyrðaflaumi um einn flokk bloggara og réttlæta það að lokað verði á fólk, sem hefur ærna ástæðu til að skrifa undir dulnefni.
Ég bið þig um að nefna einhver dæmi því til stuðnings að nafnlaus maður hér á blogginu hafi gerst sekur um einhverja svífyrðu, sem hafi dregið dilk á eftir sér. Þá á ég ekki við stríð Kalla.
Hér eru hreinar galdraofsóknir í uppsiglingu. Ég bið þig að glugga í forsíðubloggara hér, sem skrifa um málið undir nafni og segja mér hvort þér finnst alhæfingin og fúkyrðaflaumurinn samboðinn nokkrum manni.
Er nafnleysi bloggara virkilega eitthvað vandamál umfram tjáskipti almennt? Eru einhver banal dæmi um að þessi hópur sé sérstaklega slæmur? Áttu tölur, dæmi, samanburð?
Þú ert skynsöm kona. Þú ættir að geta reist höfuðið upp úr moldviðrinu og séð að þetta er stormur í vatnsglasi og algerlega að ófyrirsynju. Það er undarlegt að þetta skuli blásið svona upp akkúrat á meðan blaðamenn eiga í vök að verjast með málfrelsi sitt og sótt er að þeim af hinu opinbera með fáheyrðu offorsi.
Ég er steinhissa á ykkur og eins og ég sagði Karl. Hvenær ætlar þú að láta kyrrt liggja og snúa þér að lífinu. Er þetta algerlega komið á sálina á þér?
Þið verðið að fyrirgefa, en málfrelsi er fyrir mér prinsippmál nr 1, 2 og 3. Það er ekki miklu til fórnað þótt einhverjir móðgist eða telji sig hljóta skarðan hlut á því borði.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 11:05
Jón Steinar
Málfrelsið er gulls ígildi, en það er líka vandmeðfarið.
Ég segi hér að ofan að mér er alveg sama þó fólk skrifi undir nafnleynd, ef það aðeins man að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er ekki sama hvað sagt er um nafngreindar persónur - einmitt þessvegna höfum við lög þar um.
Það getur verið að þau tilfelli þar sem haldið er úti síðum undir nafnleynd og persóna fólks nídd í svaðið séu ekki mörg. Þakka skyldi nú! Sú staðreynd réttlætir hinsvegar ekki að það sé í lagi að viðhafa slíka framkomu. Þar kemur samfélagið - ég og þú - inn í, við eigum ekki að sætta okkur við þetta eða líða það.
Ég man eftir nokkrum dæmum, t.d. Lúkasarmálinu fræga og dómi sem gekk í héraðsdómi fyrir nokkru!
Ég skil vel rök þín varðandi málið, og áttaði mig strax á fyrstu skrifum þínum að þú varst að tengja umræðuna við mál blaðamannanna.
Mál blaðamannanna er hinsvegar ekki til umræðu hér, það er ekki það sem Karl er að fjalla um ;o)
Ég benti þér á að inntakið í skrifum Karls er allt annað en þú vilt meina að sé í skrifum Björgvins. Þú vilt meina að Björgvin sé fús til þess að leggja persónu sína að veði og vekja athygli á rætnum kjaftasögum um sig og sína tilveru til þess eins að slá ryki í augun á fólki vegna umræðunnar um málfrelsið. Ég verð hinsvegar að segja fyrir mína parta að ég trúi því ekki að nokkur maður fari að fjalla á þennan hátt um sig og tilveru sína til þess eins að þóknast pólitískum öflum. Ég held að Björgvin hafi vakið athygli á þessu vegna þess að þetta er svívirðileg framkoma gagnvart honum og þar koma samsæriskenningar málinu einfaldlega ekkert við. Maðurinn er að verja æru sína og líf sem veist hefur verið að á ógeðslegan hátt, á nákvæmlega sama hátt og Karl hefur þurft að lifa við undanfarin þrjú ár.
Karl einfaldlega gerir þetta mál að umræðuefni sínu hér vegna líkinda þess við hans eigið mál, ekki vegna þess að hann sé að ganga einhverju samsærisöflum á hendur.
Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:59
Heill og sæll Jón.
Ég er svo hjartanlega sammála svo mörgu af því sem þú skrifar um hér. Ég vil ítreka það að vitanlega var ég ekki á nokkurn hátt að leggja mat mitt á störf Björgvins G. eða hans gjörðir. Einungis að draga fram eineltis punktinn.
Hvað varðar stríðsaxir og niðurgröft þeirra, þá er það nú einu sinni þannig að um pólitík þrefa menn og hafa gert í aldir.´
Þetta er ekkert annað en pólitík hjá þessum samtökum eins og ég hef sagt frá upphafi.
Það er ekki langt síðan að stormað var á Moggabloggið til að fá síðu minni lokað.
Það er ekki liðin mánuður síðan að á síðu fyrrverandi formanns samtakanna, Gunnlaugs B. Ólafssonar var því fram haldið að ég hefði þegið mútugreiðslur.
Það eru ekki nema þrjár vikur síðan að á síðu Varmársamtakanna var skrifað um mútur og fyrrverandi gjaldkeri þeirra og núverandi stjórnarmaður dró bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar inn í þá umræðu.
Þetta er allt saman pólitík sem enn er í gangi.
Ágæti Jón, hvað varðar svo umræðuna um að þetta sé á sálinni á mér er eitthvað sem mér í raun finnst ekki rétt.
Auðvitað fer það illa með fólk að liggja undir sífeldum ofsóknum, þar sem heimili manna, fjölskylda og persónuleg mál eru dregin inn í umræðuna. Vafalítið fer það á sálina hjá flestum.
Málið er að umræðan er enn í gangi eins og ég bendi á hér að ofan og henni er einfaldlega svarað eins og viðgengst í pólitík.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 7.9.2009 kl. 12:10
Ég vil taka undir orð Jóns Steinars og segja að það er enginn nafnlaus á blogginu í raun og veru. Allar IPtölur eru rekjanlegar, og þó það ef til vill geti vafist fyrir að finna aðilann, þá eru til þau ráð sem duga.
Ég skil þig Kalli minn vel, að vera svekktur yfir þeim árásum sem þú varðst fyrir, og ég fylgdist með á sínum tíma. En ég verð að segja að það að geta komið málum sínum á framfæri undir dulnefni er eitthvað sem við megum ekki hrófla við. Því svo sannarlega hefur fólk orðið fyrir bæði atvinnumissi og hótunum þegar að vill koma óánægju sinni á framfæri. Ég hef sjálf orði fyrir því allverulega á mínum vinnustað. Þar sem mér er varla sætt nema af þrjóskunni einni saman, þegar ég kaus að leggja pólitískum flokki lið sem féll ekki í kramið hjá mínum atvinnurekendum. Og nokkir misstu vinnuna einmitt vegna þessa. Síðan þá hef ég verið hornreka og sennilega hefur bjargað mér frá því að vera hent út það eitt að hafa staðið mig vel í vinnunni og að hafa tiltrú bæjarbúa. Fyrir það er ég þakklát, því mikið finnst mér minn atvinnurekandi hafa lagst lágt til að gera sem minnst úr mér og mínum störfum síðastliðin nú yfir 3o ár. Sú saga verður ef til vill skráð einhversstaðar.
Nei og aftur nei, nafnleynd er nauðsyn meðan við erum ekki félagslega þroskaðri en raun ber vitni og meðan atvinnurekendur meira að segja pólitískir geta beitt sér gegn þeim sem benda á það sem miður fer.
Hins vegar vil ég segja að það er auðvitað óþolandi að menn skuli nota nafnleyndina sem skálkaskjól til að níðast á fjandvinum sínum. En þetta með Björgvin, ég meina, ég hafði ekki heyrt þessa vitleysu um hann fyrr en hann sjálfur vakti máls á því. Og ég verð að segja það. Þetta með fyllerí og framhjáhald eru smámál miðað við bjánaganginn sem hann sýndi í sinni ráðherratíð að sitja sofandi meðan allt var að gerast. Þvílíkt og annað eins. Maðurinn er gjörsamlega heillum horfinn og það hálfa væri nóg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 17:52
Sæl ágæta Ásthildur Cesil.
Eins og ég hef margkomið að, þá hef ég ekkert á móti nafnleynd, sjái menn ástæðu til að notast við hana. Ég er einnig hjartanlega sammála mörgu að því , rétt eins og þú, sem Jón Steinar skrifar hér.
Ég hef hinsvegar engan áhuga á því að deila skoðunum mínum lengur eða standa í umræðu við menn sem kjósa nafnleynd. Það er auðvitað eitthvað sem hver og einn hlýtur að meiga hafa eins og hann kýs á sínum vettvangi.
Björgvin G. og hans störf í gegnum árin var ég heldur ekkert að leggja mat mitt á hér. Ég var að vekja athygli á því, að til eru bloggarar sem skrifa undir nafnleynd og veitast að fólki og jafnvel persónulegum högum þess.
Einhverju sem kemur jafnvel umræðunni ekkert við, það tel ég verulega ámælisvert.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 7.9.2009 kl. 20:22
Já bestu kveðjur til þín líka Kalli minn. Ég þekki ágætlega til nafnleysingja og veit að sumir þeirra eru málefnalegir og góðir, og aðrir svartir sauðir, rétt eins og nafningjarnir. Og hana nú
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 20:50
Björgvin G. Sigurðsson varð ráðherra bankamála u.þ.b. 2 árum áður en bankahrunið kom til. Á hans vakt skall þetta reiðarslag yfir þjóðina. Eftir hrunið varð hann uppvís að vísvitandi eða af stórkostlegri vangá að skipa blóðhunda útrásarinnar í skilanefndirnar. Mistök og afglöp voru hans ráðsmennska. Hann sá enga ástæðu til að víkja af Alþingi og samflokksmenn hans hafa varið þá ákvörðun þótt ýmsir aðrir sem báru mun minni ábyrgð tóku þá ákvörðun að láta sig hverfa af þingi.
Björgvin G. hefur samúð mína hvað varðar öll ódrengileg og ósiðsöm ummæli en ég held að pilturinn sá hefði betur snúið sér að öðrum störfum.
Varðandi málfrelsið og nafnlaust blogg hef ég ekkert við það að athuga svo fremi sem menn gæti hófs í orðavali og forðist rógburð. Egill Helgason er með vinsælt bloggsvæði þar sem hann telur sig umkominn að útiloka ákveðinn netföng þar sem hann bókstaflega ritskoðar að hætti gömlu Sovétkommana að því er ég vil meina. Vitanlega telur hann sig í fullum rétti en ákkúrat svona hallærisleg nálgun á málfrelsið er það sem allir heilvita menn í fjölmiðlum ættu að forðast.
Jón Steinar bendir réttilega á það að menn geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum en slík leið hlýtur að vera algjört neyðarúrræði. Vinur minn Karl hefur hinsvegar orðið fyrir einstaklega skipulögðu og ósmekklegu einelti á netinu. Upptökin eru algjörlega kunn þar sem örfáir einstaklingar hafa lagt sjúklegt hatur á Karl og það sem verra er reynt að breiða út orðróm um mútuþægni og valdníðslu þ.e. sakað hann um að brjóta landslög. Þarna er auðvitað ekki tilviljanakennt munstur á ferðinni heldur skipulagðar árásir Varmársamtakanna sem sannarlega hafa ekki hreint mjöl í pokahorninu.
Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:42
Hér bregður Karl Tómasson sér í hlutverk sem að fer að verða ansi kunnuglegt. Hann er píslarvotturinn sem að er afsóttur af einhverjum félagsskap "svonefndum Varmársamtökum". Hann er hið saklausa lamb en öðru máli gegnir um vonda félagssakpinn. "Þetta er ekkert annað en pólitík hjá þessum samtökum eins og ég hef sagt frá upphafi".
En við betri skoðun, þegar farið er undir sauðagæruna, þá fölnar sakleysið. Þar fer maður sem var miðpunktur umfangsmestu áróðursherferð með því að nýta tugi af uppskálduðum nöfnum. Þetta uppgötvaðist þegar Mogginn aflétti leynd á ip tölunum. Tölvur Karls og bæjarblaðsins Mosfellings, sem þá var í hans eigu, höfðu verið notaðar í umfangsmikla áróðurherferð gegn Varmársamtökunum. Allt undir nafnleynd, sem nú nefnist "svartasti bletturinn á blogginu".
Þessi gögn sendi ég þáverandi bæjarstjóra Ragnheiði Ríkharðsdóttur og óskaði eftir að hún tæki á þessu máli að forseti bæjarstjórnar hagaði sér með þessum hætti. Jafnframt sendi ég þessi gögn á Hilmar Gunnarsson rítstjóra mosfellings. Óskað var eftir fundi með Karli Tómassyni og ritstjóranum að fara yfir þessi mál með stjórn Varmársamtakanna. Ekkert svar barst varðandi ósk um fund en Karl Tómasson birti afsökunarbeiðni á einni færslu sem að hann sagði að sonur sinn hefði sett inn. Enn er því ósvarað hver stóð að öllum hinum nafnlausu og rætnu skrifum úr tölvum Karl og fyrirtækis hans. Um þetta mál er Ragnheiði Ríkharðs kunnugt, en nefnir ekki inn í samhengið hér í athugasemd sinni.
Það hefur ávallt legið fyrir að Varmársamtökin eru pólitísk. Stofnuð til verndar umhverfi Varmár og til eflingar íbúalýðræðis í Mosfellsbæ. Þau eru hinsvegar ekki flokkspólitísk. Þess ber þó að gæta að samtökin hafa beitt sér gegn því verktakalýðræði sem stundað hefur verið í bæjarfélaginu síðasta áratuginn og víða kallað yfir bæinn stór vandamál og sviðna jörð. Hálfbyggð hús og upptætt umhverfi.
Gunnlaugur B Ólafsson, 8.9.2009 kl. 11:07
Greyið mitt, Gunnlaugur!
Húrra! Loksins eru þú og Varmársamtökin þín farin að horfast í augu við sannleikann. Þann sannleik að Varmársamtökin eru bullandi pólitísk, rétt eins og fólkið sem er í þeim upp til hópa. Það er vel, batnandi fólki er best að lifa en hver heldur þú í alvöru að trúi því að þetta séu ekki flokkspólitísk samtök? Sjálft alter-ego Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ eins og hún leggur sig. Þið eruð hins vegar ekkert vondur félagsskapur þó þið væruð vís með að vilja gangast upp í því (í raun álíka bitlaus og draugurinn Casper) - þið eruð bara ómerkileg með eindæmum, „ófínn pappír“ eins og amma hefði sagt!
Ég hvet þig og hef hvatt þig áður til þess að koma með þessar æðisgengnu sannanir sem þú þykist hafa um ip-tölurnar og útlista í leiðinni nákvæmlega hvað það var sem var svona rætið! Eða er orðið „rætið“ bara svona handhægt orð sem þér finnst henta vel til þess að koma höggi á fólk? Ef þú getur ekki komið með þessar sannanir ertu vinsamlega beðinn um að þegja og halda þig utan umræðunnar því þá ertu ómarktækur.
Ég vil minna þig á að fjallað var um þetta mál í DV á sínum tíma. Að undirlagi Varmársamtakanna. Ástæðan fyrir þeirri umfjöllun var sú að Kristín nokkur Pálsdóttir, vinkona þín, að tilstuðlan Varmársamtakanna, m.a. stjórnarinnar sem þú sast í þá, vildi koma höggi á Karl og fór með þetta í blöðin. Þetta átti að verða svakabomba!!!
Þið bjugguð til þann sýndarveruleika að þetta hefði „gengið á netinu og þannig komist í blöðin“. Hálf aumingjaleg tilraun nokkurra einstaklinga til þess að koma höggi á mann sem var óþekkur í taumi og vildi ekki láta að stjórn.
Kristín viðurkenndi í leiðinni, þegar hún skilaði inn „tölvupóstinum“ til blaðamannsins að hafa sjálf skrifað undir ótal dulnefnum og ekki bara gerði hún það, heldur stofnaði hún netfang og bloggsíðu fyrir hvern einasta karakter sem hún bjó til. Þvílík var eljan og ákafinn!!! Mundu að fólk ætlar iðulega öðru fólki það sem það sjálft er tilbúið til að gera - margur telur mig sig!
Ég vil minna þig á að Kristín hefur verið dyggur stuðningsmaður Varmársamtakanna og situr nú í stjórn þeirra. Hvað gekk henni til?
Þú viðurkenndir sjálfur í samtali við mætan mann á sama tíma að hafa vitað af þessu athæfi Kristínar, samt lagðirðu blessun þína yfir það, þú kallaðir það „grín“. Seinna þrættirðu fyrir þessi ummæli eins og óheiðarlegur sprúttsali en ég verð að segja eins og er að ég hef enga ástæðu til þess að ætla þessum mæta manni að vera að ljúga - hef aldrei staðið hann að því enda er hann heiðarlegur út í gegn.
Hver er hinn raunverulegi bloggdólgur þegar upp er staðið? Vitað er að hann er liðsmaður Varmársamtakanna og nátengdur þeim, já og margt fleira er vitað um hann! Bloggdólgurinn er enn að, síðast í gær kom færsla, í fyrsta skipti í langan tíma. Tímasetningin vekur furðu og rökstyður umfram allt annað hverjir þarna eru að baki! Finnst þér þetta Varmársamtökunum til sóma?
Hvað finnst þér, Gunnlaugur, um að stjórn og meðlimir Varmársamtakanna hafi stormað niður á Moggablogg og krafist þess að Mogginn lokaði þessari síðu hér - Karls Tómassonar, forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, vegna þess að umræðan hér varð Varmársamtökunum of erfið? Finnst þér það eðlileg vinnubrögð? Eru þau dæmi um þetta virka íbúalýðræði og þöggun sem þú talar svo oft um? Alveg blákalt að verki? Er eðlilegt að vilja loka á umræðu sem er óþægileg fyrir Varmársamtökin en sem fer fram á síðu þar sem allt er skrifað undir fullu nafni þátttakenda?
Ég undra mig á af hverju haukurinn í horninu Moggans (sem þú montar þig svo oft á að Varmársamtökin eigi að það er orðið grunsamlegt og vekur upp spurningar) hafi ekki lokað síðunni einn, tveir og bingó! Það hinsvegar fannst ekkert á þessari síðu sem réttlætti lokun hennar, það var bara hugarburður pirraðs fólks í Varmársamtökunum sem gat ekki lengur svarað fyrir sig. Áfall fyrir Varmársamtökin, ég veit, sem þá höfðu nýlega misst sinn helsta talsmann, Valda Sturlaugz, úr umræðunni sökum þess að það efni sem birtist á hans síðu þótti ekki við hæfi. Efni sem hefur birst á þinni síðu þykir sumt hvert vafasamt líka!
Mig undrar þetta allt vegna þess að á meðan spjótin beindust ekki að Varmársamtökunum heldur að Karli á bloggdólgssíðu vildarmanns samtakanna, Valda Sturlaugz, sem eitt sinn hafði aðsetur á bloggsíðu samtakanna, fannst þér og stjórninni engin þörf á aðgerðum. Þar fór fram umræða sem var, þegar til lengri tíma er litið, erfið og eyðileggjandi fyrir Varmársamtökin og hefði verið eðlilegasta mál fyrir þau að krefjast lokunar þeirrar síðu. En, nei, það voru aðrir sem sáu um það. Gerirðu þér nokkra grein fyrir hvað þessi síða Valda og oft á tíðum furðuleg framganga liðsmanna Varmársamtakanna, sbr. Kristínar Pálsdóttur og seinna Ólafs í Hvarfi þegar hann afritaði og dældi mínum skrifum af minni síðu hingað inn og skammaði Karl fyrir þau (sic), hefur í raun eyðilagt fyrir Varmársamtökunum? Og svo toppuðu Varmársamtökin bjánaganginn með þessari kröfu sinni um lokun á síðu Karls. Þið og elsku Varmársamtökin ykkar eruð einn stór brandari, það er það eina sem þið eruð. Aðhlátursefni!!!
Gunnlaugur - góði hlauptu út um fjöll og firnindi, þú gengur hvort eð er ekki heill til skógar.
Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:39
-Stóra Mosfellsbæjarmálið í bloggheimum- UPPRIFJUN
Upp er komið undarlegt mál í samskiptum forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar við íbúa- og umhverfissamtök þar í bæ, Varmársamtökin, eftir að Morgunblaðið ákvað að birta IP-tölur á bloggsvæði sínu. Karl Tómasson er forseti bæjarstjórnar sem fulltrúi Vinstri grænna en einnig er hann annar eigenda bæjarblaðsins Mosfellings sem, að sögn, er bæði frjálst og hlutlaust blað. Ritstjóri blaðsins heitir Hilmar Gunnarsson en prófarkalesari er Hjördís Kvaran.
Varmársamtökin eru með bloggsíðuna www.varmarsamtokin.blog.is og fljótlega eftir að hún var opnuð fór áðurnefnd Hjördís að ásaka samtökin um að vera runnin undan rifjum Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks og þar að auki stæðu samtökin fyrir persónuárásum á vin hennar og vinnuveitenda, Karl Tómasson. Með komu Hjördísar á síðu samtakanna fylgdi síðan flóð af persónum sem allar tóku undir skrif Hjördísar. Þessar persónur er margar ekki að finna í þjóðskrá og má þar nefna Fjólu Elley og Eyjólf Flynn. Umræða um Varmársamtökin hefur einnig farið fram á bloggsíðu Hjördísar www.kvaran.blog.is og á síðu Karls www.ktomm.blog.is Þegar athugasemdir sem birtst hafa á þessum síðum er skoðaðar og IP-tölur bornar saman kemur í ljós að um tuttugu persónur hafa haft aðgang að tölvu Hjördísar, úr tölvu Karls er skrifað undir tíu nöfnum og síðan eru tvær tölvur sem Hilmar
ritstjóri skrifar úr.
Ef skoðuð er IP-talan 194.144.92.220 kemur í ljós að ásamt Hilmari hefur Hjördís einnig aðgang að henni og Halldór nokkur sem haldið hefur uppi
hörðum árásum á Varmársamtökin, hér svarar hann athugasemd á bloggi Varmársamtakanna:
"3
Nú er mér öllum lokið! Skítkast á skítkast ofan!!! Þessi kvos var ekki hugsuð undir annað en atvinnustarfsemi! Allavega þegar þú bjóst þarna Nóri!!! En nú þegar Kvosin er loksins að taka við sér, og á eflaust eftir að blómstra þegar fram líða stundir, þá kemur þú með þessa drullu. Það versta er að drullan er lengst uppá bak á þér sjálfum! Þessi síða er orðin svo léleg að það er samtökunum til skammar!!!
Halldór (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220) 1.3.2007 kl. 02:01 "
"4
Mér sýnist á þessum pistli að brautin hafi verið kynnt rækilega. Allavega eru þónokkrir fundirnir taldir upp, sem er meira en hægt er að segja um önnur mál í skipulagsferli bæjarins. Varmár-Samfylkingar og Framsóknarsamtökin er ágætis orð yfir þetta fyrirbæri sem er á móti tengibrautinni. Ætli samtökin kalli sig Varmársamtökin vegna þess að flestir í samtökunum búa nánast ofan í Varmánni sjálfri? Svo vilja þau ekki að aðrir búi í margra tuga metra fjarlægðSS samtökin er mín tillaga!
Strengjabrúður Samfylkingarinnar
Halldór (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220) 8.3.2007 kl. 01:07 "
Og hér lætur Halldór ljós sitt skína á síðu Karls Tómassonar:
"Þetta nýyrði "Svifryk" er voða mikið í tísku núna. Baldur, hvað hefur þetta svifryk gert þér? Ég veit ekki um nokkurn mann sem hefur orðið fyrir skaðsemi svifryks. En gott og gillt að hafa það í huga en fyrr má nú rota en dauðrota. Alltaf gaman að heyra frá svona "wannabe" stjórnmálamönnum sem svo gjarnan vildu vera við völd. Elta formann sinn á röndum og útrétta allt sem beðið er um af Fylkingunni. Það er svo auðvelt að vera á móti.
Halldór (Óskráður. IP-tala: 194.144.92.220) 10.4.2007 kl. 21:35"
Halldór skrifar líka úr tölvu með IP-töluna 213.213.134.251, ásamt Hilmari, þetta er af bloggi Varmársamtakanna.
"Ágætt að eftirfarandi athugasemdir komi fram um skrif Árna Matt:
- Að apa upp einhverjar tölur af heimasíðum stjórnmálaflokka lýsir því best hvað þú veist mikið um þetta málið. Það er smá munur á 12.000 íbúum og 1.200.
- Veistu eitthvað um hvað málið snýst?
- Þetta skítkast í garða einstakra aðila í forsvari bæjarins eru þér til skammar.
- Að segja það að Karl Tómasson sé einn helsti fjandi menningarlífsins í Kvosinni er á svo lágu plani að það nær ekki nokkurri átt. Maðurinn hefur verið einna lengst í Kvosinni og lagt sitt að mörkum í uppbyggingunni þar. Rak þar og gerði upp kaffhús/bar og hefur tekið sitt eigið hús rækilega í gegn. Það ættu aðrir íbúar að taka það sér til fyrirmyndar.
- Kvosin hefur verið að niðurrifum kominn í lengri tíma og áin ein sú skítugasta.
- Fólkið ætti frekar að huga að uppbyggingu og rækta eiginn garð.
- Ertu með hugmyndir um aðra lausn á tengingu inn í hverfið? Það þýðir ekki alltaf að hugsa alltaf bara um sjálfan sig og vilja ekki fá umferð fyrir
utan húsið sitt.
- Kannski spurning um að hljóðeinangra stúdíóðið... eins og flest stúdíó.
- Að lokum... að nýta sér þroskahefta einstaklinga og láta þá lesa eitthvað af blaði fyrir málstaðinn er ömulegt
- Annars góðir tónleikar
Halldór (Óskráður. IP-tala: 213.213.134.251) 20.2.2007 kl. 16:25"
Úr sömu tölvu skrifar Ingibjörg B sem tekur heilshugar undir kenningar Hjördísar:
"Eru Varmár-Samfylkingar og Framsóknarsamtökin að tapa glórunni? Halda þessir aðilar að mark sé orðið takandi á þeim. Forsvarsmenn þeirra láta m.a.
hafa eftir sér að Framsókn og Samfylkingin í Mosfellsbæ eigi heiður skilinn fyrir að vilja standa með þeim í því að varðveita náttúruperlur Mosfellsbæjar. Þeir sýni pólitíska ábyrgð. Þetta er djók!!! Vá vá vá, hver tekur mark á þessum pólitísku samtökum sem reyna nú að fegra ásjónu sína eftir allan málefnalega málflutninginn eða hitt þó heldur. Gunnlaugur og Sigrún halda greinilega að Sjálfstæðismenn hafi ekki áhuga á umhverfi sýnu. Margur heldur mig sig. Þvílík sjálfumgleði og ég veit ekki hvað. Halda þessi samtök virkilega að þau séu að breyta Mosfellsbæ úr svefnbæ í lifandi bæ með iðandi mannlífi. Ég man þá tíð sem Kvosin iðaði af mannlífi í hverri viku og sótti m.a. sjálf ófáa viðburðina sem þar voru. Nú er ekkert að gerast þar í
samanburði við það, jú helst mótmæli, lágkúra og leiðindi einkenna allan málfluttning um þann stað þessa dagana. Ég er líka sammála þér Guðmundur að persónulegar árásir ganga einnig of langt þessa dagana í allri umfjöllun.
Afrit sent á Varmár-Samfylkingar og Framsóknarsamtökin.
IngibjörgB (Óskráður. IP-tala: 213.213.134.251) 1.3.2007 kl. 20:17".
Halldór skrifar líka athugasemdir úr tölvu með IP-töluna 85.220.25.22 sem
Hjördísi Kvaran skrifar jafnan úr og um tuttugu aðrir. Eftirfarandi er að finna á bloggi hennar :
"Já eins og Hjördís hefur marg oft komið inná þá er stutt í hrokann. Samsærishugmyndir V - samtakanna eru alltaf nærri. Nú er reynt að halda því
fram að H Kvaran sé á bak við öll skrifin og hugasemdirnar. Þetta er dónaskapur, þetta er ósanngjarnt, þetta er rangt, þetta er hroki. Þið sjáið það vel og vitið að það eru ekki allir á ykkar máli og þið verðið að þola það V samtök. Á ekki bara að stöðva allar framkvæmdir í Mosó?
Ég er ekki Vinstri grænn.
Halli Guð (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54) 30.3.2007 kl. 12:53"
Þegar slatti af athugasemdum í þessum dúr hafa verið sendar úr tölvu
Hjördísar kemur þessi:
"Vá, það er bara allt að gerast, flott umræða komin í gang Hjördís Kvaran Einarsdóttir, 30.3.2007 kl. 13:13".
Og síðan koma næstu fjórar athugasemdir úr tölvu Karls Tómassonar. Fyrst Þóra sem er svo ánægð að hún skrifar:
"Flott hjá þér Hjördís mín
Þóra (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 30.3.2007 kl. 17:35".
Þá það sem Karl segir að sonur hans hafi skrifað:
"Plís Varmársamtök fokk off það er öllum sama um þessa hræðilegu tengibraut sem þið seljið vöfflur útá og haldið tónleika til styrktar.
Sex í Kvosinni eða er það ekki þannig?
Píka (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 31.3.2007 kl. 00:42"
"Þið eruð ekki að meika það í bústinu trúið mér þetta er fokk leiðinda shitt Varmáreinkahagsmunalistamannasnobbsamtök.
Píka 2
Píka 2 (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 31.3.2007 kl. 00:47"
Og loks fá Ósk og Árni aðgang að tölvu Karls:
"Já en gaman
Ósk (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 31.3.2007 kl. 21:27"
"42
Þetta er skrítið mál ekki satt???
Árni (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 31.3.2007 kl. 22:41"
Þá er komið að Einari Óla sem er mjög hrifinn af kenningum Hjördísar Kvaran um Varmársamtökin og hefur bæði aðgang að tölvu Karls og Hjördísar. Hér
skrifar hann úr tölvu Karls:
"Sæl Kvaran
Það er búið að vera forvittnilegt að fylgjast með þessu hjá þér hjá Varmsamtökunum Kvaran. Ég er nefnilega búin að vera svolítið sammála þér.
Þetta fór ágætlega af stað hjá þeim en þau mistu takktinn í pólitíkinni og gert að mér finst sinn málfluttning að halelúja málfluttningi en nú tók
steininn út þegar það er ekki lengur hægt að skrifa inn á síðuna. Mér hefur fundist þín skrif mjög málefnanleg og nú spyr ég ert það þú eða einhver
annar sem lagðir samtökin í einhelti það væri gaman að vita.
Kveðja Einar Óli.
Einar Óli (Óskráður. IP-tala: 85.220.25.22) 27.3.2007 kl. 14:28"
Og svo hefur Einar Óli fengið aðgang að tölvu Hjördísar:
"Þetta er fjörug umræða og um fátt talað eins mikið í bæjarfélaginu þessa dagana. Ég held samt að það sé best fyrir mig að heita nn eða blúsú annars
verð ég vændur um svik. Ég elska ykkur öll í heid sinni. Það eiga allir rétt á að tjá sig vona ég og veit reyndar á þessari síðu er það í lagi, það sama verður ekki sagt um heimasíðu líðræðsissamtakanna sem kenna sig við Áláfoss.
Einar Óli (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54) 30.3.2007 kl. 22:13".
Ég er sammála maðr spyr Varmasamtökin tala mikið um Lýðræði og hafa held ég það er mín skoðun gengið of langt gegn bæjarstjórn. Nú er búið að loka heimasíðunni og ekkert hægt að kíkja á hana. Ég held líka og hef heyrt að margir tala um að þau hafa dregið persónur inn í umræðuna og látið þær taka þátt og sumum finst og ég hef heyrt að sumum finst það svolítið tilgerðalegt að láta aðra vera að komast svona mikið í umræðuna fyrir sig það er pínu snobb tala sumir um svona of einhliða umræða þetta þarf að koma innan frá hjá Varmasamtökunum ekki utanfrá. En ég spyr hvar á þessi fjandans braut að koma Jenný og Kvaran alltaf hefur aldrei komið svar frá Varmasamtökunum.
Kveðja Einar Óli.
Einar Óli (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54) 27.3.2007 kl. 17:50
5
Hvaða flokkur þolir ekki gagnýni kjósenda eins og fulltrúi Varmasamtakanna segir? Ég vil vita það vegna þess að ég tel að Varmasamtökin þoli ekki að ég skrifi á síðuna þeirra mér er bara hent út og ekki var ég með ókurteysi enda þekki ég þetta lið ekki neitt og er í raun alveg sana ég vildi bara vera með enda var mér í raun bent á það ég tek það fram að ég kaus ekki einu sinni í Mosó mér er slétt sama. Annars held ég að ég nenni ekki að taka þátt í þessari umræðu manni er bara hent út jafnóðum. Ég sendi þetta líka á Kvaran þar fær allt að vera í friði.
Einar Óli (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54) 28.3.2007 kl. 16:01
Nú er svo komið að allt efni sem sent er á á heimasíðu varmasamtakanna er ritskoðað. Ég sendi inn kurteysislega athugasemd og var hent snarlega út. Ég er orðlaus þessi samtök hafa hamrað á ólíðræðislegum vinnibrögðum Sjálfstæðisflokks og VG en hvað er að gerast?????????
Einar Óli (Óskráður. IP-tala: 85.220.27.54) 28.3.2007 kl. 16:20
Hér er ekki rakið allt það sem frá Hjördísi er komið undir ca. 20 nöfnum m.a. hennar eigin.
Gunnlaugur B Ólafsson, 8.9.2009 kl. 14:47
Ágætu bloggarar og vinir.
Ég þakka ykkur öllum komuna hingað til mín. Hér hefur verið nokkuð skemmtileg og lífleg umræða á köflum.
Það eina sem hefur truflað mig aðeins í henni er, að sumar athugasemdir hér hafa beinst að störfum Björgvins G. Ég var með þessum skrifum mínum ekki á nokkurn hátt að leggja mat mitt á hans störf, hvorki fyrr né nú.
Ég var að reyna að draga fram í dagsljósið að allt frá því að bloggið kom til sögunnar, hafa margir notfært sér það, til að veitast undir nafnleynd að fólki. Það, því miður, viðgengst enn og var dæmi Björgvins G. það nýjasta.
Þetta var mér hugleikið dæmi, þar sem mér persónulega er það svo kunnugt. Ég tel þetta svartasta blettinn á blogginu, sem annars er oft svo glettilega skemmtilegt.
Einnig skrifaði ég í færslu minni hér að ofan um nýlegt dæmi, þar sem nokkrir félagar í pólitískum samtökum hér í Mosfellsbæ, Varmársamtökum, stormuðu á ritsjórn Moggabloggs til að fá þessari persónulegu heimasíðu minni hér lokað. Það vissulega kom mér á óvart að þessi umræddi félagsskapur, sem hefur reynt að hafa það sem aðals merki samtakanna að efla lýðræðið og koma í veg fyrir þöggun og yfirgang, í okkar samfélagi.
Umræðan hér, hefur á köflum einnig farið nokkur ár aftur í tímann eins og nýjasta athugasemd Gunnlaugs B. Ólafssonar Varmársamtakamanns, ber með sér. Hann eina, ferðina enn, hefur virst þjást af einskonar þráhyggju vegna einhvers máls sem hann hefur kosið að kalla, ip tölumálið í Mosó.
Eins og flestir vita varð það aldrei neitt mál, enda uppspuni frá upphafi að úr tölvum mínum hafi borist einhver óhróður eða persónulegt níð. Í þau þrjú ár sem hann hefur haft þetta á heilanum, hefur hann, eða samtökin aldrei fengist til að opinbera þessi skrif. Þrátt fyrir margítrekaðar áskorannir þess efnis.
Það segir sig sjálft að það veikir málsstað samtakanna og Gunnlaugs ansi mikið í þessari gömlu og þreyttu herferð sinni. Ég gæti allt eins haldið því hér fram hér á síðu minni að Gunnlaugur væri með látlausan óhróður og níð á sinni síðu, bara eitthvert bull út í loftið sem ég væri aldrei fáanlegur til að sína frammá og sanna.
Hvað varðar svo pólitíkina, þá vita allir sem til Gunnlaugs B. Ólafssonar þekkja að hann er einn harðasti talsmaður Samfylkingarinnar á Íslandi. Ég leifi mér að efa að nokkur maður hafi lagt eins mikla vinnu á sig til að koma á framfæri áróðri fyrir Samfylkinguna á bloggsíðu sinni.
Ég hef sagt það frá fyrstu tíð að Varmársamtökin eru rammpólitísk samtök. Samtök sem eru jafnvel harðari í áróðri sínum gagnvart meirihluta bæjarstjórnar en sjálfir minnihlutaflokkarnir í bæjarstjórn.
Öll vopn hafa verið notuð til að koma höggi á meirihlutann og hafa nafnlausar áróðursmaskínur verið þar drjúgar. Samtökin hafa orðið uppvís að því að leggja blessun sína yfir allan þann viðbjóð sem fram kom á einni þeirra síðu, með því að hafa hana á sinni aðalsíðu svo mánuðum skipti. Síðurnar sem stofnaðar hafa verið eru fjórar, tveimur þeirra hefur verið lokað.
Málið er að tvær þeirra eru enn í gangi þannig að stríðsöxin er alltaf á lofti, talandi um niðurgröft á henni.
Það er gott fyrir öll bæjarfélög og stjórnmálamenn að hafa virk samtök sem beita sér í málefnum bæja sinna og því, sem þar fer fram. Koma jafnvel með hugmyndir og athugasemdir sem geta haft góð áhrif á samfélagið. Slík samtök þurfa vitanlega að njóta trausts bæjarbúa og stjórnmálamanna svo mark sé á þeim tekið.
Vera uppbyggjandi, jákvæð, og skemmtileg.
Karl Tómasson, 8.9.2009 kl. 15:56
Takk, takk, takk,!!!
Þá kom loks að því að Gunnlaugur og Varmársamtökin treystu sér til að opinbera það sem úr tölvu á mínu heimili kom og kallað hefur verið óhróður, viðbjóður, persónu níð og ég veit ekki hvað og hvað. Nú síðast á heimasíðu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, heldur stjórnarmaður Varmársamtakanna, Ólafur Ragnarsson því fram.
Þessar nokkru línur af þeim mörgu sem hér eru uppi og komu úr minni heimilistölvu og lesendur geta nú loks séð hafa Varmársamtökin notað óspart gegn mér. Málið var, eins og hér má sjá, alltaf og ekkert annað en pólitík.
Það væri líklega búið að loka allflestum bloggsíðum á landinu ef þessi skrif þættu alvarlegur sori og persónuníð.
Gunnlaugur og samtökin hafa séð að þetta var orðið aðhlátursefni að þora aldrei að birta þessi skrif. Skrif sem kölluð voru af þeim Stóra ip tölu málið í Mosó.
Hér að ofan geta lesendur nú loks séð þann texta sem kom úr minni heimilistölvu, sem er aðeins lítið brot af því sem er hér að ofan hjá Gunnlaugi og hefur verið notað gegn mér í þrjú ár.
Loks geta nú vinir mínir, fjölskylda og lesendur séð það sem úr minni heimilistölvu kom og haldið var fram að væri óhróður, viðbjóður og persónuníð.
Hér má sjá hverslags óhróður viðbjóður og persónu níð það var að ætla mér slík skrif. Aldrei nein persóna nefnd á nafn, í öðru lagi ekkert sem talist getur á nokkurn hátt þeim nöfnum sem reynt hefur verið látið í veðri vaka svo árum skiptir.
Ég get ekki borið ábyrgð á því sem aðrir láta frá sér fara og reynt hefur verið í þrjú ár að klína á mig.
Takk fyrir mig Varmársamtök, þetta var heiðarlegt hjá ykkur. Nú vita menn og sjá hið rétta.
Hálfnað verk þá hafið er. Sjáið nú til þess að öllum dulnefna og sorasíðum sem hafa verið stofnaðar sérstaklega mér til höfuðs verði lokað. Óhróður tveggja þeirra var slíkur að um það var séð að hálfu Vísis bloggs. Þeim var lokað samstundis þegar yfirmenn þar á bæ, sáu ófögnuðinn.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 8.9.2009 kl. 16:51
Gunnlaugur.
Takk fyrir að birta copy/paste af eldgamalli umfjöllun Varmársamtakanna um málið, tölvupósti ef ég man rétt, hluti af hótununum sem okkur þremur og Ragnheiði voru sendar frá þér um árið.
Það vekur athygli mína að það kemur ekkert nýtt fram í þessari færslu þinni og alls ekki hvað þér, Ólafi í Hvarfi og félögum ykkar þótti svona rætið og sóðalegt. Það er vegna þess að það er ekkert rætið og sóðalegt í þessum skrifum, þetta er samtal fólks af sama meiði og á sér stað daglega út um allt internetið um málefni líðandi stundar.
Það vekur hinsvegar athygli mína að öll sú umfjöllun sem var á síðu Varmársamtakanna um þetta „rosalega stóra Mosfellsbæjarmál“ og meinta aðför að samtökunum, er þar ekki lengur. Þar voru greinar með linkum á þær upplýsingar sem voru sagðar hafa „gengið í tölvupósti“ en voru bara hugarburður örfárra einstaklinga í Varmársamtökunum. Kannski einhver (mig grunar nýir stjórnarmeðlimir) hafi áttað sig á því að það að hafa þetta efni á síðu Varmársamtakanna var þeim ekki til framdráttar.
Þið hafið ekkert í höndunum, kæri Gunnlaugur, og hafið aldrei haft! Meira að segja DV, sem ekki kallar allt ömmu sína í umfjöllun um mál samfélagsins, fúlsaði við ykkur. Skömm ykkar er algjör!!!
Það eru aðeins þú og Ólafur í Hvarfi og Valdi (sem við og fleiri vitum hver er, þú hefur upplýst það í samtali) sem eru með þetta mál á heilanum. Þið hafið öll sýnt og sannað að þið eruð þrjóskt fólk og staðfast en stundum er heldur meira kapp en forsjá í verkum ykkar og oftar en ekki óttaleg vitleysa eins og dæmin sanna. Atgangurinn í kringum þessar ip-tölur eru skýrt dæmi um það.
Þú ættir nú að ganga fram í því að uppræta hver er á bak við Smjerjarm og Valda Sturlaugz, fyrst þú ert byrjaður að henda út gömlum draugum. Varmársamtökin hafa reynt á síðu sinni að losa sig við leiðinlega dragbíta, fyrst með því að slíta tengslin við Valda og nú með því að loka á og fjarlægja umfjöllunina sem var þar um ip-tölurnar á sínum tíma.
Skömm Varmársamtakanna er Valdi Sturlaugz og þar er hún algjör. Hann er bloggdólgur sem hélt úti nafnlausri sorasíðu sem var lokað samstundis og yfir henni var kvartað. Það var síðan sem hélt úti hinni einu sönnu rætnu og sóðalegu umræðu um fólk sem var liðsmönnum Varmársamtakanna ekki að skapi.
Ég ráðlegg ykkur þremur, þér, Ólafi í Hvarfi og skoffíninu Valda að leita ykkur sálfræðiaðstoðar. Það er ekki hollt að fá fólk svona á heilann eins og þið hafi fengið það fólk sem er ykkur ekki að skapi hér í bæjarfélaginu.
Þetta „ótrúlega stóra ip-tölu mál í Mosfellsbæ“ sem þið hengið allt ykkar traust á og áróðursstríð er ekkert annað en aðhlátursefni og rakinn kjánaskapur þráhyggjupúka sem spóla alltaf í sama farinu og ausa drullunni yfir allt og alla.
Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 18:59
Ég man það einsog það gerðist í gær þegar þessi umræða var á fullu þá skrifaði ég athugasemd á bloggið hans Karls Tómasonar og lýsti minni skoðun á því rugli sem þar fór fram. Þessa athugasemd skrifaði ég undir með mínu skírnar og milli nafni og taldi ég að ég hefði sagt mína skoðun á þessu máli.
Það lá ekki á athugasemdum frá einni ágætri konu sem ég man því miður ekki hvað heitir þar sem að hún sagði að þetta væri dæmigert fyrir Karl að birta enn eina bloggfærsluna undir dulnefninu Högni Snær. Henni þótti nú ekki mikið koma til hugmyndarflugs Karls að skíra þennan mann sem þarna skrifaði Högni Snær og sagði að þar væri enn einn “bloggdólgurinn” fæddur úr tölvu Karls Tómasonar.
Mér sárnaði þetta nú örlýtið þetta harða skot með að nafnið Högni Snær,að þetta væri nú vottur um lýtið hugmyndaflug Karls um nafngiftir á þeim “dulnefnum” sem honum dytti í hug að skíra þá sem skrifuðu færslur sem á síðunni hans.
Þannig að ég skrifaði aðra færslu um að ég væri nú ekki hugmyndasmíði Karls heldur væri ég sprelllifandi fyrir framann tölvu skjáinn minn að skrifa þessa færslu.Til að vera viss um að vera ekki sakaður aftur um að vera lygar úr tölvu Karls Tómasonar undirritaði ég bloggfærsluna mína með fullu nafni, kennitölu, heimilisfangi og svo símanúmeri og bauð þessari ágætu konu að hafa samband við mig til að athuga hvort að það væri nokkuð hugarburður Karls sem svaraði í símann heldur undirritaður.
Hún hringdi nú aldrei greyið, enda hefur hún eflaust flett upp í símaskránni og séð að það væri nú einhver vesalingur sem væri í þessu númeri og byggi við þetta heimilisfang sem héti Högni Snær Hauksson. Hún baðst að vísu afsökunar á þessu og fyrirgaf ég henni, þetta nú bara lýsandi dæmi um þær lygar sem sumir eru að reyna ljúga upp á hann Karl.
Það hringdi hinsvegar annar ágætur maður úr Varmársamtökunum að nafni Gunnlaugur b Ólafsson og áttum við ágætis spjall og þetta mál og fleira.
En til að vera viss um að þessi færsla komi ekki úr enn einni “draugatölvum” hans Karls Tómasonar þá þori ég ekki annað en að birta þessa færslu undir fullu nafni og heimilisfangi enda hef ég slæma reynslu frá Varmársamtökunum í þessum efnum.
Högni Snær Hauksson Hulduhlíð 5 Mosfellsbæ.
Högni Snær Hauksson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 23:17
Ekki myndi ég leyfa þeirri athugasemd að standa á minni bloggsíðu þar sem fullyrt væri að nafngreindur einstaklingur gangi ekki heill til skógar. Hvort sem hún væri undir nafni eða nafnleysi. Varla er hægt að ganga lengra í andstyggilegheitum. Bloggari er ábyrgur fyrir meiðandi athugasemdum sem hann lætur standa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.9.2009 kl. 21:56
Sæll Sigurður
Ég veit ekki hversu mikið þú hefur fylgst með þessari umræðu en ég vil benda þér á að þar sem ég segi Gunnlaug ekki ganga heilan til skógar er ég að skjóta til baka á hann hans sömu ummælum um mig áður í þessu ferli. Þau ummæli standa enn þar sem þau voru sett inn.
Hann hefur ítrekað talað um geðheilsu mína, kallað mig geðveika og geðfatlaða og gert lítið úr mér á annan hátt fyrir það eitt að standa upp og verja mig og mína vini og vera trú sannfæringu minni. Fyrir það flokkast ég undir skóggang í hans huga.
Hann hefur ekki efni á því að verða viðkvæmur vegna ummæla minna.
Þessi umræða er þriggja ára gömul og þar hefur margt ljótt borið á góma, þetta er ekki það versta sem þar hefur fengið að fjúka.
Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.