lau. 5.9.2009
Schafer hundar
Hundadella hefur löngum truflað mig mikið og höfum við fjölskyldan átt tvo yndislega hunda sem gáfu okkur mikið en eru báðir farnir.
Ein er sú hundategund sem mig hefur lengi langað að kynnast og jafnvel eignast og það er Schafer. Í allan dag höfum við haft í heimsókn á heimilinu lítinn schafer strák, sem er reyndar orðinn unglingur en er búinn að ná fullri stærð. Þessi einstaki ljúflingur heitir Jötunn.
Á aðeins nokkrum klukkustundum hefur hann algerlega brætt hjörtu okkar allra.
Þvílíkur snillingur og karakter er strákurinn. Ég er orðlaus og vissari en nokkru sinni fyrr að þetta eru snillingar.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
- Hulda Bergrós Stefánsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sigurður Hreiðar
- Bjarni Bragi Kjartansson
- Bergþóra Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Brynjólfur Þorvarðsson
- Hrannar Baldursson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eyþór Árnason
- Fjarki
- Baldur Fjölnisson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Gústav J. Daníelsson
- Haukur Nikulásson
- Heimskyr
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Kaleb Joshua
- Sigga Hjólína
- Hlynur Hallsson
- HP Foss
- Hvíti Riddarinn
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- JEA
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Kristjánsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Ingi Cæsarsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Bergur Thorberg
- Þorkell L. Þorkelsson
- Pétur Björgvin
- Kristján Kristjánsson
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Valdemarsson
- Guðjón H Finnbogason
- Laugheiður Gunnarsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Helga Sveinsdóttir
- Magnús Már Byron Haraldsson
- Alfreð Símonarson
- Hlynur Þór Magnússon
- Markús frá Djúpalæk
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Paul Nikolov
- Vilborg
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ragnar L Benediktsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Huld S. Ringsted
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Ásgeir Eiríksson
- Gammur drils
- Matti sax
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Óskar V Kristjánsson
- Guðmundur St. Valdimarsson
- Halldór Sigurðsson
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Gunnar Ólafur Kristleifsson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Sverrir Stormsker
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sverrir Þorleifsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þrúður Finnbogadóttir
- TómasHa
- Halldór Egill Guðnason
- Úrsúla Jünemann
- Vefritid
- Vestfirðir
- Guðfríður Lilja
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Auðunn Hilmarsson
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bwahahaha...
- Dunni
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Pétur
- kreppukallinn
- Leikhópurinn Lotta
- Linda litla
- Ólafur Th Skúlason
- Páll Rúnar Elíson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Steingrímur Helgason
- steinimagg
- Sveinn Arnar Sæmundsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þórður Björn Sigurðsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 457761
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Karl.
Það er alltaf viss virðing að virða fyrir sér Shaeffer fjárhundinn.
Ég er nú alltaf hálf smeykur, vegna þess að þegar ég var krakki´réðist á mig einn svona , hann veiktist á geði og því miður varð að lóga honum sama dag. En ég þekkti hann vel og hann mig , svo skeði þetta bara.
Ég mæli með að þú fáir þér Shaeffer, varla til tryggari hundar !
Kveðja
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 02:11
Fáir hundar hafa mér þótt eins skemmtilegir og Sjefferinn (alsatian, german shepherd, Schäfer, eða hvað við við viljum kalla hann). Ásbjörn heitinn á Álafossi átt amk. einn slíkan sem var mjög einstakur.
En sjefferinn þarf gríðarlegan aga, uppeldi og umönnun. Hann er ekki eins og gamli góði íslenski fjölblendingurinn (Heinz 57 -- sitt lítið af hverju, eins og hann var einu sinni kallaður) sem nóg var að klappa við og við og gefa honum eitthvað að éta. Segja svo sveiðér inn á milli. Sá sem ætlar að fá sér sjeffer til frambúðar verður að athuga sinn gang vel og vita hvers hann treystir sér til. Því sjeffervoffi gefur ekkert eftir!
Sigurður Hreiðar, 6.9.2009 kl. 17:24
Sæll Kalli.
Mikið þótti mér vænt um að sjá þessa fallegu mynd af stráknum mínum
á síðunni þinni.
Takk fyrir pössunina sl. laugardag.
Jötunn hefur einstaklega gott geðslag,afskaplega blíður (honum er sýnd
mikil blíða) og hlýðinn.
Ég hef átt blendinga og þeir voru mjög góðir. Það var hægt að skilja þá
eftir eina í nokkra klukkutíma.
Það aftur á móti er mjög slæmt fyrir Shéfferinn.
Hann er geysileg félagsvera og hefur mikla þörf fyrir snertingu.
Þetta er allvega mín reynsla af Jötni.
Við reynum að ala hann upp sem fjölskylduhund og að hann gæti
barnabarna okkar og barna. Enda virðist hann elska að leika við strákana.
Þegar hann leikur við Guðna Steinar (tæplega 4.ára) virðist hann
skilja stærðarmuninn. Jötunn ýtir þeim stutta upp ef hann dettur.
Enn, það er einnig hægt að ala upp illsku í Shéffer.
Þetta er bara eins og með börnin,þau hafa eftir sem fyrir þeim er haft!
Vildi líka segja,það er yndislegt að sjá hvað Óla þínum er annt um Jötunn.
Má ég stela þessari grein þinni um Jötunn og setja hana á síðuna mína á
Fésinu?
Kær kveðja til fjölskyldunnar.
GErla
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 7.9.2009 kl. 23:30
Takk fyrir komuna kæra Erla.
Það er nú annaðhvort, mín er ánægjan ef þú hefur áhuga á því að nota þessa færslu.
Ég er mikill hunda Karl og elska þessar skepnur út af lífinu. Jötunn bræddi okkur gersamlega þennan dag sem hann átti með okkur.
Eitt langar mig að segja þér, að Lína mín og Jötunn náðu vel saman og hún fékk hann alltaf, með sinni stóísku ró til að hlýða öllu.
Það þarf aldrei neinn djöfulgang eða hamagang til að ná góðum samskiptum við hunda, aðeins að sýna þeim blíðu.
Bestu kveðjur til þín og allra þinna frá Kalla Tomm og fjölskyldu.
P.s. Finnst þér ekki Tryggur fallegur?
Karl Tómasson, 8.9.2009 kl. 00:45
Takk fyrir Kalli minn.
Já, allt sem þeir þurfa er kærleikur og ró.
Einnig mikils aga,, Þá ertu með góðan félaga í hundi ( JÖTNI )
Ég er ekki hissa á því að Lína hafi náð Jötni.
Hann hefur eflaust fundið Mömmu lyktina.
Því,það er nú mamman sem ræður yfir ungunum sínum.
Verðum endilega að hittast saman öll yfir góðum kvöldverði eða hádegisverði.
TRYGGUR er mjög fallegur.
Bestu kveðjur héðan úr Brekkulandinu.
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 8.9.2009 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.