Sumarið er tíminn

Já, það eru orð að sönnu hjá Bubba Morthens. Sumarið 2009 hefur verið ánægjulegt hjá mér og mínum og við höfum notið þess vel.

Hápunktur þess hjá okkur hefur verið dvöl í litla sumarhúsinu okkar sem við köllum Leyni og er skammt frá Laugarvatni. Þetta litla hús stendur á landi sem er rétt tæpur hektari af stærð og við eigum ásamt félaga okkar og vini Hilmari Gunnarssyni ritstjóra Mosfellings.

Þarna erum við að búa til sannkallaða paradís á sérstaklega skemmtilegum stað.

Hér koma nokkrar myndir frá síðustu ferð í Leyni með ömmu Gerði.

 

Leynir 2

Fuglahúsið á lokastigi.

Leynir 1

Birna að fúaverja fuglahúsið.

Leynir 3

Útirakstur undir ylvolgum Álafossi.

Leynir 4

Birna í drullusturtunni vinsælu.

Leynir 5

Birna skolar af sér drulluna undir Álafossi.

Leynir 6

Amma Gerður, Lína, og Birna í Leyni.

Leynir 7

Lína og amma Gerður að spjalla og allur Baby born þvottur Birnu á snúrunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

þú ert lukkunnar pamfíll Kalli vinur minn, að eiga þessa fallegu og heilbrigðu fjölskyldu. Að geta dvalið með fjölskyldunni í rólegu umhverfi þar sem ekki er á neinu illu von, það eru forréttindi. En það eru bara ekki allir sem kunna að meta fámennið, kyrrðina og það sem því fylgir að vera fyrir utan skarkalanns.

En það velur fólk sér sjálft, hvort það dvelur í rónni með sínum nánustu, eða veltir sér uppúr ælum hvors annars á yfirfullum stöðum og með drykkjuskap og háreisti í farteskinu.

Nei Kalli minn vinur,  lífið er ljúft á meðan maður á þessu láni að fagna.

HP Foss, 9.8.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: steinimagg

Sammala HP Foss.

kv HM

steinimagg, 10.8.2009 kl. 21:14

3 identicon

Hæ Kalli minn. 

Sammála hinum H-unum tveimur.

Þarf reyndar að bíta ROSALEGA fast í tunguna á mér, eða fingurna, til þess að koma ekki með innlegg í umræðuna hjá Helga. Segi það samt: Sumt fólk ætti að halda sig í sveitinni og fámenninu og láta þá sem vilja búa í borginni í friði í stað þess að vilja endilega troða þessu tvennu upp á hvort annað með stórkostlega klikkuðum afleiðingum. Þessum ummælum er hvorki beint til þín né Helga. Þú veist hvað ég meina ;o)

Mér þykja myndirnar yndislegar, sérstaklega þessi af þér og Fossinum kæra ;o) Já og þvottasnúran, bara fallegt hehe. Hélt reyndar fyrst að Lína, nú eða amma, hefði notað tækifærið á meðan þú varst í sturtunni og þvegið sokka en það var víst ekki ;O)

Segðu mér - tók einhver fuglakofann á leigu?

Hjöddi (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis skemmtilegt hjá þér Kalli minn og takk fyrir þessar flottu myndir.  Það er gott að eiga sér afdrep á góðum stað, þar sem maður getur slakað á í dagsins önn og unað sér með fjölskyldunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 09:02

5 identicon

Þið hjónin eruð rík! Heilsan fjölskyldan og hamingjuríkt  samlífi það eru raunveruleg verðmæti allt annað er eftirsókn eftir vindi,hjóm sem ryð og mölur mun eyða. Guð blessi ykkur yndislega fólk.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 10:59

6 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar kæru vinir.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm. 

Karl Tómasson, 13.8.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband