Borga, borga ekki, borga, borga ekki

Það er merkilegt að heyra svo mánuðum skiptir allar þær vangaveltur hundruða sérfræðinga um hvaða lausn sé best fyrir okkur Íslendinga til að koma okkur úr þeim miklu vandræðum sem við stöndum frammi fyrir. Sitt sýnist hverjum að því er virðist.

Í fréttum í kvöld taldi félagsmálaráðherra það ómögulega lausn að afskrifa hluta þeirra skulda sem tugþúsundir fjölskyldna standa frammi fyrir og ráða ekkert við. Helstu rökin voru þau, að þá væri annað fólk að taka á sig skuldabirgðar sem það stofnaði ekki til.

Á sama tíma telst það sjálfsagður hlutur að allir íslendingar og fjölskyldur í landinu standi saman að því að greiða niður þau glæpsamlegu athæfi sem þjóðin hefur orðið fyrir af völdum fáeinna aðila.

Þær fjölskyldur sem eiga nú í mestum vanda, þurftu að ganga í gegnum allsherjar skoðun á greiðslugetu sinni til að fá þau lán sem til þurfti í þær framkvæmdir sem til stóðu.

Lán sem eru orðin eitthvað allt annað í dag en þegar til þeirra var stofnað og um þau samið.

 "Snillingarnir miklu" sem voru svo klárir að sjálfsagt þótti að þeir fengju hundruði milljóna í árstekjur þurftu greinilega ekki að ganga í gegnum slík próf til að fá jafnvel milljarða lán, enda hefur komið á daginn að slíkt próf hefðu þeir aldrei staðist.

Ég trúi því seint að það teljist besti kosturinn að hrifsa heimili tugþúsunda, alsaklausra fjölskyldna með öllum þeim hörmungum sem það getur valdið og selja í kjölfarið eignirnar á útsölu verði skömmu síðar, seint, eða jafnvel aldrei.

Væri ekki nær að gefa þessum fjölskyldum færi á því að halda í sín heimili með þeim afskriftum sem til þarf að það sé þeim mögulegt að búa áfram á heimilum sínum.

6. ágúst 2009

Ég má til með að bæta hér inn athugasemd sem mér barst hér að neðan frá Sigurði Hreiðari.

Auðvitað á ekki að tala um afskriftir eins og virðist viðgangast í allri umræðu, heldur leiðréttingu, eins og Sigurður Hreiðar bendir réttilega á. Það segir sig sjálft.

Hér er ekkert um annað en leiðréttingu að ræða. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mæl þú manna heilastur minn kæri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 22:45

2 identicon

Greiðsluaðlögunin, sem þessi ágæta ríkisstjórn kom á, gerir einmitt ráð fyrir afskriftarmöguleikum eftir 6 ár. Kv að norðan gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Karl Tómasson

Ágæti Gísli.

Orð félagsmálaráðherra voru algerlega á skjön í kvöld.

Sagt er að við Íslendingar þurfum sem aldrei fyrr að standa saman. Ég er hjartanlega sammála því.

Þá spyr ég.

Er sanngjarnt að þær fjölskyldur sem höllustum fæti standa þurfi bæði greiða fyrir lán sem ekki var samið um og urðu til vegna glæpamannanna sem öllu stjórnuðu á þeim tíma og einnig fyrir skuldir glæpamananna?

Eitthvað sem er og verður þeim aldrei mögulegt, það vita allir. 

Þarf ekki að jafna þetta eitthvað niður?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó

Karl Tómasson, 4.8.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Árni Páll sló af skjaldborgina þarna.  Athyglisverðustu rökin voru þau að AGS vildi það.

Jón Kristófer Arnarson, 4.8.2009 kl. 23:52

5 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Heyr heyr...

Þórður Björn Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 02:01

6 Smámynd: Karl Tómasson

Ágæti Þórður.

Þú hefur sannarlega unnið þrekvirki í þínu óeigingjarna starfi. Þrautseigja þín og þinn sanngjarni og málefnanlegi málflutningur hefur vakið óskipta athygli um land alt.

Ég hef verið svo heppinn að kynnast þér eilítið og það hefur nægt mér til að vita hvaða mann þú hefur að geima.

Gangi þér og þínum allt í haginn.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Tungunni. 

Karl Tómasson, 5.8.2009 kl. 02:09

7 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Viðskiptaráðherra líst vel á afskriftir skulda heimilanna

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir óraunhæft að gera ráð fyrir að skuldugustu heimilin geti staðið í skilum. Hann segir mikilvægt að grípa til úrræða til að fækka gjaldþrotum og koma í veg fyrir að fólk missi heimili sín.

Viðskiptaráðherra segist ekki ósáttur við ummæli bankastjóra ríkisbankanna um mögulegar afskriftir af lánum verst settu heimilanna. Hann segir þetta góðan möguleika í ljósi þess að ekki þarf að borga skatta af niðurfellingunni.

http://www.visir.is/article/20090716/VIDSKIPTI06/392354402/1077

Þórður Björn Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 02:13

8 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Bankarnir ráða afskriftum lána

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherraBankarnir hafa fengið heimildir til að taka á greiðsluvanda heimilanna og það er þeirra að meta hvort rétt sé að afskrifa lán að einhverjum hluta, segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item291995/

Þórður Björn Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 02:13

9 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra segist vona að bankarnir fari innan tíðar að geta heimilað eftirgjöf skulda.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/14/aukid_svigrum_til_afskrifta/

Þórður Björn Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 02:14

10 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Sæll Kalli, ég þakka þér hlý orð í minn garð.

Málið sem þú ert að fjalla um hér er nokkuð undarlega vaxið.  Eins og sjá má í ofangreindum athugasemdum sem eru upp úr nýlegum fréttum virðast ráðherrar vera gefa tóninn fyrir afskriftir.

Þessi ummæli ráðherra komu ekki á óvart í ljósi þeirrar kynningar sem við í HH fengum hjá bankanum á þessu úrræði: 

,,Fyrir nokkrum vikum fóru fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna á fund bankastjóra Nýja Kaupþings (NK). Þar var kynnt fyrir okkur hugmynd NK um úrræði fyrir skuldsett heimili. Færa átti höfuðstól lána niður í 80% af markaðsvirði íbúðar, næstu að hámarki 30% áttu að fara á biðlán á vaxta og verðbóta og það sem væri umfram átti að afskrifast, enda hafi félagsmálaráðherra nýlega gefið út reglugerð sem afnam skattskyldu slíkrar niðurfellingar. Síðan eftir 2-3 ár yrðu biðlánin endurskoðuð og hugsanlega felld niður.”
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/923432/

Síðan er eins og eitthvað hafi gerst í millitíðinni því þegar úrræðið kemur til framkvæmda er ekki gert ráð fyrir neinum afskriftum strax heldur biðláni fyrir öllu því sem er umfram 80% af markaðsvirði.

Ég hef það úr nokkrum áttum að þetta ,,eitthvað" er afstaða AGS.

Þórður Björn Sigurðsson, 5.8.2009 kl. 02:27

11 Smámynd: Sævar Einarsson

Takk fyrir góðan pistil og mér finnst undarlegt að ekki finnst stafur um þetta viðtal við Árna í fjölmiðlum, vegna þess að ég varð orðlaus yfir þessum yfirlýsingum hans og hugsaði sem svo "já ok, við afskrifum milljarða tugi auðmanna, setjum svo milljarða tugi í gjaldþrotafyrirtæki sem auðmenn eru búnir að setja á hausinn og látum svo pakkið borga"

Ég er búinn að fá nóg, ætla að loka minni greiðsluþjónustu og stofna annan tékkareikning, ég læt ekki fara svona með mig.

Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 12:59

12 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

þetta er með ólíkindum!!!!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 5.8.2009 kl. 16:50

13 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Góður pistill, félagi Karl, en ég skil ekki hvers vegna er sífellt verið að tala um „afskriftir“ og „niðurfellingu“ í þessu samhengi. Mér finnst málið ósköp einfalt -- leiðrétting á því sem gengisfallið hefur kolskekkt er einfaldlega leiðrétting. Það er með ólíkindum ef AGS getur verið á móti leiðréttingu á því sem öll sanngirni mælir með að leiðrétta.

Ég mælist eindregið til að notuð séu rétt orð. Hættið að tala um afskriftir og niðurfellingu þegar leiðrétting er rétta orðið.

Sigurður Hreiðar, 6.8.2009 kl. 16:04

14 Smámynd: Karl Tómasson

Sælir kæru bloggvinir og takk fyrir komunua.

Ágæti Sigurður. Þetta er hárrétt ábending, auðvitað á þetta að kallast leiðrétting og ekkert annað. Það segir sig sjálft.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 6.8.2009 kl. 20:17

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Leiðrétting er að sjálfsögðu rétta orðið, eins og Sigurður bendir á hér að ofan. Einföld sál eins og ég spyr því, hvaða hagfæðilegu rök mæla gegn því að vísitölunni sé hreinlega handsnúið baka til sama stigs og hún var í rétt fyrir hrun? Ríkið hefur alræðisvald yfir öllu hagkerfinu sem stendur og handstýrir nánast öllu hvort eð er.

Halldór Egill Guðnason, 7.8.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband