Afsökunarbeiðni í kjölfar kæru

Eftir fjölda áskoranna, bæði vina og lögfróðra manna um að ég hefði aðeins átt einn leik í stöðunni gagnvart öllum þeim aðdróttunum og ummælum sem um mig hafa verið viðhöfð og ég hef mátt sæta í skrifum hér á blogginu og víðar undanfarin ár vegna lagningu Helgafelssvegar lét ég loks slag standa og kærði.

Nýverið, kærði ég ummæli sem um mig voru viðhöfð í athugasemd á bloggsíðu Gunnlaugs B. Ólafssonar fyrrverandi formanns Varmárasamtakanna og núverandi stjórnarmanns.

Þar var um að ræða ummæli, þar sem gefið var í skyn, eins og svo oft áður að ég hafi þegið mútur til að samþykkja lagningu Helgafellsvegar.

Arnþór Jónsson, höfundur umræddra skrifa á síðu Gunnlaugs B. Ólafssonar, fyrrverandi formanns Varmársamtakanna, hefur verið talsvert áberandi í skrifum á síðu samtakanna og víðar undanfarin ár.

Samkvæmt ósk minni, sendi lögfræðingur minn, Arnþóri Jónssyni bréf þar sem hann setti honum afarkosti.

Biðjast opinberlega afsökunar á ummælum sínum, ellegar verða dregin fyrir dóm.

Nú hefur Arnþór brugðist við áskorun minni og beðist opinberlega afsökunar á ummælum sínum og þakka ég honum það.

Þetta var ekki sú leið sem ég kaus að fara, þ.e. að kæra en gerði á endanum og var samkvæmt lögfróðum mönnum sú eina og borðleggjandi fyrir mig.

Þar með vona ég, að þessum aðdróttunum öllum gagnvart mér, hvort sem er á bloggsíðu Varmársamtakanna, bloggdólga eða hvar sem er sé lokið.

Með góðri sumarkveðju. Karl Tómasson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Til hamingju með þetta Kalli, en ég furða mig á að þessi ummæli fái enn að standa á síðu Gunnlaugs B Ólafsssonar frá Stafafelli í Lóni.

Kær kveðja- Helgi

HP Foss, 15.7.2009 kl. 22:53

2 identicon

Glæsilegt meistari Karl!!!!!   Nú væntanlega fylgir í kjölfarið afsökunarbeiðni frá restinni af Varmársamtökunum og Samfylkingunni hér í Mosfellsbæ ellegar hlýtur þú að stefna þeim líka fyrir dómstóla því að málflutningur þaðan hefur farið út yfir öll velsæmismörk og hlýtur að teljast ærumeiðandi fyrir dómstólum. Ég  óska þér innilega til hamingju kæri vinur. Stórglæsileg frammistaða þín hér í stjórn Mosfellsbæjar hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist hér með bæjarmálapólítík. Þú ert sannarlega sómi allra frjálslyndra vinstrimanna og hefur staðið eins og klettur vörð um samfélagsleg málefni hér í bæ samhliða því að leggja framfaramálefnum lið.

Öfundsýki og illgirni ákveðinna aðila innan Samfylkingarinnar hafa stórskaðað ímynd flokksins hér í bæ og maður finnur það svo sannarlega í umræðum fólks að Samfylkingin hér í bæ hlýtur að bíða afhroð í næstu kosningum takist forystufólki þar á bæ ekki að þagga niður  þessar höggormstungur. Að vísu telst það Samfylkingunni til hróss að þessu sama fólki var hafnað í prófkjörum og fá ekki að taka sæti á listum.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 23:11

3 identicon

JaHsohh Sagan endalausa að klárast. Samfylkingarpöddurnar búnar að tapa komnir með Ice-slave göndulinn í görnina og ESB-drjólann ofan í kok. Gordon Brán neitar þeim um Vaselínið og Kalli Tomm líka. Skalli Gunga er orðinn helsti evræpusinninn alveg búinn að steingleyma kosningarloforðunum enn Kalli Trommari gleymir ekki sínum loforðum. Til hamingju  þetta er glæsilegt pólitískt trommubreik lamið á bera bossana á Varmársamtökunum og föðurlandssvikurunum í Samfylkingunni.

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 23:43

4 identicon

Samfylkingin skóp Varmársamtökin með Jón Baldvin Hannibalsson í broddi fylkingar. Össur Skarphéðinsson og Árni Páll Árnasson voru meðal þeirra manna sem mærðu þessi svokölluðu samtök sem helst hafa unnið sér til frægðar að skemma vinnuvélar fyrir verktaka sem vann að gatnagerð fyrir Mosfellsbæ.  Nú eru þessir sömu menn að skemma heilt lýðveldi og eru tilbúnir að skrifa undir skuldaklafa fyrir íslendinga sem við eigum ekki að borga og getum ekki borgað bara til þess að Samfylkingin geti afsalað sjálfstæði þjóðarinnar og gefið auðlindirnar okkar fyrir 5 sæti af 800 á evrópuþinginu.

Væri ekki nær að Samfylkingin bæði íslensku þjóðina opinberlega afsökunar á getuleysi sínu og vanhæfni við stjórn landsins. Stjórnmálaflokkur eins og Samfylkingin sem sækir stæstan hluta af fylgi sínu til opinberra starfsmanna virðist alls ekki hafa skilning á því hvernig það fé verður til sem þjóðfélagið lifir á. Brussel á víst eftirleiðis að skaffa seðlana það finnst Samfylkingunni voða sniðugt.

Hafðu kærar þakkir Karl fyrir að svínbeygja þessa ómaga og afætur þjóðfélagsins. mættu fleiri í þínum flokki  fara að opna augun og sjá að Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur heldur hryðjuverkasamtök.

Ólafur Sig. (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 02:12

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gott að sjá að þetta mál hefur hlotið "farsælan" endi. Til hamingju með það Karl. Hvar afsökunarbeiðnin síðan byrtist að lokum, sýnir kannski best hve hugmynda"auðgin" og illgirnin getur leikið menn grátt.    

Halldór Egill Guðnason, 16.7.2009 kl. 02:41

6 Smámynd: steinimagg

Til hamingju með þetta.

steinimagg, 16.7.2009 kl. 22:09

7 identicon

Hefur þessi aulaklúbbur sem kallar sig Varmársamtökin gert nokkuð annað en ógagn í Mosfellsbæ. Þau skulda öllum mosfellingum afsökunarbeiðni. Gott hjá þér Karl að knýja fram afsökunarbeiðni. Þeir sem ljúga upp á annað fólk og dreifa óhróðri eru ekkert annað en vesælar gungur. Merkilegt hvað margar slíkar virðast vera Samfylkingarfólk

jón Þór (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 23:06

8 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Til hamingju með þetta Kalli minn, loksins, loksins.

Þetta hefur náttúrulega verið óþolandi gagnvart þér og eins gagnvart ýmsum góðum verkum sem reynt hefur verið að sverta með öllum tiltækum ráðum á liðnum árum.

Sólarkveðjur frá Seattle

Herdís Sigurjónsdóttir, 17.7.2009 kl. 16:25

9 Smámynd: Karl Tómasson

Takk allir kæru vinir fyrir heimsóknirnar til mín og kveðjurnar.

Eins og ég skrifaði í færslu minni hér að ofan dró ég lappirnar lengi að ganga það skref að kæra, alltof lengi.

Það er sárt að upplifa svo mikla heift hjá fólki ,svo ekki sé talað um jafnvel gömlum vinum. Það er ekki einungis sárt fyrir þann sem fyrir ofsóknunum verður heldur, ekki síður nána vini og ættingja.

Fyrir mörgum árum skrifaði ég grein í bæjarblað hér í Mosfellsbæ sem ég kallaði Pólitísk blinda.

Innihald hennar snérist m.a. um það, að eitt væri að fást við pólitískt amstur eða hafa á pólitíkinni sterkar skoðanir. Annað væri að geta vart fótað sig í almennu samfélagi fyrir pólitískri blindu.  

Hafið það öll sem best.   

Karl Tómasson, 17.7.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband