Hvaða foss er fallegastur á Íslandi og hvert eigum við að fara í fríinu?

Þar sem ég er sérstakur áhugamaður um fossa varpa ég nú fram þessari spurningu til gamans. Fjölskyldan stefnir á heildar ferðalag um landið, nú skal það skoðað.

Það væri gaman að heyra frá ykkur og fá hugmyndir um áhugaverða staði til að heimsækja.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Dynjandi er einstaklega fagur þegar sólin skín á hann ..en langt í burtu frá borginni.. 5 tíma akstur allavega. en puntkruinn yfir i-ið ef farið er Breiðafjörð og ekinn Barðaströndinn og norður...

Gullfoss er konungur íslenskra fossa.. en of mikið traðak í kringum hann. kostirnir eru samt að hann er einungis í 90 mínútna fjarlægt frá borginni :)  og sérstaklega góð veitingaþjónusta á gullfoss með frábæra kjötsúpu...

.. í framhaldi af Gullfoss tekuru Faxa í bakaleiðinni :) Þú sem mosfellingur ekur að sjálfsögðu lyngdalsheiðina .. 

Óskar Þorkelsson, 27.6.2009 kl. 19:39

2 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir heimsóknina kæri Óskar.

Um Dynjanda er skrifað:

Dynjandisvogur fyrir botni Arnarfjarðar er einstök náttúruperla. Þar er einn fegursti foss landsins og mesti foss Vestfjarða - Dynjandi. Fossinn og umhverfi hans er friðlýstur sem náttúruvætti.

 

Áin Dynjandi rennur ofan af Dynjandisheiði sem liggur í jaðri hálendissvæðis Glámu. Sjáðu kort af verndarsvæðinu.

 

Dynjandi er ótrúlegur á allan hátt og er ein af fegurstu djásnum Íslands. Áin fellur fram af fjallsbrúninni niður nær 100 metra hátt bungumyndað berg með smástöllum. Fossinn breiðir úr sér yfir klappirnar sem eru í reglulegum stöllum og fellur þrep af þrepi. 

Bergið er myndað af hörðum hraunlögum og millilögum úr sendnum leir sem eru mun mýkri. Mjúku millilögin hafa gefið eftir undan ágangi jökuls og síðar vatns og fossastigi hefur myndast.

 

Fossarnir í Dynjanda eru sex. Efst er tilkomumesti fossinn, Fjallfoss, 30 metra breiður efst og um 60 metra breiður neðst. Hann er um 100 metra hár. Neðar í ánni eru Hundafoss, Strokkur, Göngumannafoss, Hrísvaðsfoss og Sjóarfoss. Minnir fossaröðin helst á brúðarslör.

 

Hægt er að ganga á bak við Göngumannafoss. Hvergi á landinu ber fyrir augu fegurra fossasvæði í einni sjónhending.

Dynjandi var aldrei nefndur annað en Dynjandi fyrr en einstaka menn fóru að kalla hann Fjallfoss á fyrri hluta 19. aldar. Fossinn ber nafn með rentu því drunurnar frá honum berast langar leiðir.

Karl Tómasson, 27.6.2009 kl. 19:55

3 Smámynd: Jón Arnar

tja ef þið lendið á na hlutan er ferð beggja vegna Jökulsár á Fjöllum/Öxarfirði frá þjóðvegi 1 til 85 vel þess virði að ofra tíma á og þar eru jú nokkrir fagrir/miklir fossar og Ásbyrgi/Hljóðaklettar alveg must 

Jón Arnar, 27.6.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Jón Arnar og takk fyrir heimsóknina. Einn af mínum uppáhalds fossum er Dettifoss, sem er jú vissulega á þessu svæði. Ég er bókstaflega heillaður af honum og varð fyrir miklum áhrifum þegar ég sá hann í fyrsta skipti og gleymi þeim aldrei.

Ásbyrgi er hreinlega kapítuli útaf fyrir sig.

Bestu þakkir frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 27.6.2009 kl. 19:59

5 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Sæll, frændi.

Kíktu við í Torfunesi og fáðu pabba gamla til að sýna þér fossana í Skjálfandafljóti. Þeir eru fallegir :)

Bkv.

Þráb

Þráinn Árni Baldvinsson, 27.6.2009 kl. 21:00

6 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll kæri frændi, gaman að heyra frá þér.

Ég ætti í leiðinni að fá þann gamla til að sína Birnu alla fallegu hestana sína. Hún er bókstaflega að fara yfirrum í hestadellunni og ég áætla að hún kæmist í feitt hjá foreldrum þínum og frændfólki mínu góða fyrir norðan.

Bestu kveðjur frá frænda úr Mosó.

P.s. Verðum við ekki að fara taka æfingu fyrir næsta ættarmót.

Karl Tómasson, 27.6.2009 kl. 21:07

7 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna Sveinn.

Um Hengifoss er skrifað:

 

Áin á upptök sín í Hengifossárvatni á Fljótsdalsheiði. Hún fellur í Lagarfljót innanvert. Tveir aðalfossar prýða ána, hinn þriðji hæsti á landinu, Hengifoss, 118 m hár og Litlanesfoss, sem er aðeins neðar í ánni. Hann er meðal fegurstu fossa landsins, einkum vegna stuðlabergsmyndana.

 

Berglögin í umhverfi Hengifoss eru athyglisverð vegna þunnra, rauðra leirlaga á milli blágrýtislaganna.

Þar er líka hægt að finna steinrunna stofna kulvísra barrtrjáa og surtarbrand, sem vísar til hlýrra loftslags á seinni hluta tertíer. Það er hægt að ganga á bak við Hengifoss, þegar lítið er í ánni og skoða hellisskúta þar.

 

Gangan upp að fossunum er tiltölulega létt, þótt hún sé á fótinn og vel þess virði að leggja hana á sig.

Karl Tómasson, 27.6.2009 kl. 21:58

8 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Tungufoss. 5 mínútna gangur frá þér.

Álafoss. 3 mín akstur og 1 mín gangur

Reykjafoss. 5 mín akstur og 3 mín gangur

Tröllafoss. 10 mín akstur og 20 mín gangur (Gott að vera með göngustafi)

Helgufoss. 12 mín akstur og stuttur gangur

Þórufoss. 20 mín akstur og 2 mín gangur

Skemmilegast er að skoða þá snemma vors, eða um haust, eða eftir langvarandi rigningar.

Tími aksturs miðast við að ekið sé á löglegum hraða.

Tími göngu miðast við sæmilega víðar buxur og axlarbönd og góða skó.

Þetta eru fossarnir sem Mosó skartar, sem ég man eftir svona í fljótu bragði.

Að ferðast er góð skemmtun. Ég mundi bara láta það ráðast eftir því hvoru megin þú ferð út af bensínstöðini Svo er hægt að skoða veðrið eitthvað fram í tíman hérna http://belgingur.is/ nokkuð rétt spá.

Guðmundur St. Valdimarsson, 28.6.2009 kl. 08:06

9 Smámynd: Sigrún Björgvinsdóttir

Engin spurning. Það er Dynjandi í Arnarfirði. þessi óviðjafnanlegi slæðufoss.

Strfndu á hann.

Sigrún.

Sigrún Björgvinsdóttir, 28.6.2009 kl. 11:50

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Dettifoss er mitt uppáhald, kannski ekki beinlínis fallegur en orkan og umgjörðin eru óhemju áhrifarík. Þarna við Dettifoss tók ég ákvörðun að setjast að hér á Íslandi þegar ég var ein að ganga meðfram Jökulsárgljúfrinu.

Úrsúla Jünemann, 28.6.2009 kl. 14:11

11 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ég myndi í þínum sporum skoða Viktoríufoss. Flottur. Myndi gleyma þessum íslensku sprænum. Ísland á enga almennilega fossa. Gullfoss og Dettifoss og Skógarfoss og allt þetta dót er meira fyrir eyrað en augað. Maður getur alveg eins bara skrúfað frá krananum heima hjá sér. Kíktu á Viktoríufoss. Sirka 10 tíma flug.

Sverrir Stormsker, 28.6.2009 kl. 14:19

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Glymur er flottur.... en göngutúrinn gerði næstum út af við mig ;)

Heiða B. Heiðars, 28.6.2009 kl. 18:47

13 Smámynd: HP Foss

Skógafoss

HP Foss, 28.6.2009 kl. 19:11

14 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Dynjanda verða allir Íslendingar að sjá.

Dettifoss er líka á top 10.

Þórður Björn Sigurðsson, 29.6.2009 kl. 01:01

15 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna kæru bloggvinir.

Góður að vanda Gummi minn.

Þetta hefur sennilega ekki verið nægilega vel útskýrt hjá mér fyrir Sverri Strandsker að við ætlum að ferðast innanlands í sumar. Smá djók minn. (Ekki fara í fílu eins og þegar ég náði þér með fallegustu þuluna minn kæri.) Nú förum við að endurtaka leikinn aftur saman í fullorðins manna snóker.

Ég held að Dynjandi verði örugglega fyrir valinu, það verður ekki hjá því komist.

Bestu kveðjur frá K. Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 30.6.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband