Erum við mýs eða menn íslendingar?

Getur verið að loforð Samfylkingarinnar, þess eðlis að við Íslendingar eigum eftir að ganga um gullhúðaðar gangstéttar, sólbrúnir með Rolex-úr og aka um á Rolls-royce bifreiðum og snýta okkur á evrum eftir inngöngu í Evrópubandalagið eigi eftir fram að ganga?

Íslendingar sem þjóð er ekki lengur til ef heldur sem horfir. Tugmilljónaþjóðir eins og bretar og þjóðverjar hafa yfirtekið landið upp í ICE-SAVE skuldir. Íslendingar eru að mestu farnir til norðurlanda og margir líka til vesturheims.

Samfylkingunni virðist vera að takast markmið sitt að gera okkur að alheimsborgurum. Evrópusambandsflotinn er búinn að eyðileggja fiskimiðin. Virkjanir eru með 30m millibili og öll raforka er flutt til evrópu. Bretar og Frakkar geyma kjarnaorku-úrgang sem ekki er hægt að endurnýta í Egilshöllinni.

Alþingishúsið er sumarbústaður Gordons Browns og Alistair Darling er á sjóskíðum á þingvallavatni.

Þessi framtíðarsýn gæti orðið að raunveruleika ef alþingismenn gera þau afglöp að samþykkja ICE-SAVE nauðasamninginn. Þetta mál er stærra en svo að þarna ráði flokkapólitík ferðinni.

Afstýrum stórkostlegum mistökum. Látum ekki valta yfir okkur Íslendingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

HEYR, HEYR KARL! ÞJÓÐSTJÓRN STRAX OG BURT MEÐ ALLT PÓLITÍSKT FLOKKAPOT OG EIGINRASSAHENTISTEFNUPÓLITÍK.

Halldór Egill Guðnason, 26.6.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ömurleg framtíðarsýn, en hver veit, því miður.

kærleikur og ljós til þín !!!!

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.6.2009 kl. 15:54

3 identicon

samfylkingin er hálfvitaklúbbur

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 14:27

4 identicon

Samfó er með músarhjarta og er tilbúin að selja sjálfstæðið og skuldsetja þjóðina um ókomna framtíð þannig að aldrei munum við framar vera frjáls aðeins til þess eins að komast í evrópubandalagið.

Líður t.d Írum og Spánverjum svona vel í þessu bandalagi? hjá þeim er allt í rúst. Af hverju eru evrópusinnar svona blindir? Ég held hreinlega að þetta fólk hati Ísland sitt eigið föðurland og móðurjörð.

Verði þessi föðurlandssvik samþykkt þarf Ólafur Ragnar að neita að skrifa undir. Hver man ekki eftir fjölmiðlafrumvarpinu fræga þegar hann neitaði að skrifa undir til að verja Bónus-feðga. Skyldi hann hafa kjark til að verja Ísland?

Tómas Örn (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Davíðs Oddssonar og Árna Mathiesen lofuðu að við myndum standa við alþjóðlegar skuldbindingar um tryggingasjóð vegna IceSave.

Í framhaldi fól Steingrímur J formaður VG Svavari Gestssyni fyrrum formanni Alþýðubandalagsins að ná samningum.

Þannig að þetta mál hefur ekki verið á könnu Samfylkingarinnar heldur hjá einhverjum öðrum flokksbundnum "landráðamönnum".

                                    Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.6.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband