Sérstakir skúringadagar heyra sögunni til

Heimasætan á bænum, hún Birna Karls, kom í kvöld með góða hugmynd sem hún með leikrænum tilburðum kynnti fyrir foreldrum sínum.

Hér eftir eiga allir fjölskyldumeðlimir að nota moppur sem inniskó. Ballerínur eins og hún geta klæðst einni moppu, því þá þarf fólk að geta farið í fyrstu "porsesjón" Aðrir, t.d. stirðbusar eins og ég klæðast tveim eins og um hefðbundna inniskó sé að ræða.

Á þriggja daga fresti eru moppurnar settar í þvott og þá er gott að eiga tvo umganga af þeim. Einnig getur reynst vel, að eiga sérstakar gestamoppur.

Skúringar 2

Þessi er fyrir ballerínur sem geta farið í fyrstu porsesjón.

Skúringar 1

Þessar eru fyrir stirðbusa.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosalega er þetta frábær hugmynd.  Ég er viss um að lífið yrði mikið auðveldara á mörgum heimilum ef þessi siður yrði tekinn upp.  Ég myndi taka hatt minn ofan fyrir heimasætunni ef ég ætti einn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

þetta líkar mér, kannski ég ræstingarstjórinn taki þetta upp eftir henni dóttlu þinni

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.6.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2009 kl. 11:23

4 Smámynd: steinimagg

Þetta er frábært, það væri fínt að þið kæmuð í heimsókn á þriðjudögum og föstudögum  

steinimagg, 23.6.2009 kl. 13:22

5 Smámynd: HP Foss

HP Foss, 23.6.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband