Mútuþægni ?

"Varmársamtökin verða að gegna hlutverki sérstaks saksóknara eða Evu Joly hér í Mosfellsbæ við sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Vera leiðandi um opna og heiðarlega umræðu þar sem sitjandi stjórnvöld þurfa að verja gjörðir sínar."

Þetta skrifar Gunnlaugur B Ólafsson fyrrum formaður Varmársamtakanna á síðu sinni í gær. Draumar Gunnlaugs um stöðu Varmársamtakanna hér í bæ eru ekki nýir af nálinni og svo sem ekkert við þeim að segja, hverjum og einum er hollt að láta sig dreyma, það má bara ekki gleymast að draumar geta verið fallvaltir.

Það sem vekur hinsvegar furðu mína við þessi skrif Gunnlaugs er eina athugasemdin sem komin er við þau. Það er athugasemd skrifuð af Arnþóri Jónssyni og þar segir:

"Aðrir í stjórn hafa hagað sér eins og gera má ráð fyrir á meðan Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar hefur svikið kjósendur sína og selt verktökum hugsjónir sínar fyrir smáaura."

Nú er mér nóg boðið og fer ég fram á það við Arnþór og Varmársamtökin í heild sinni að þau útskýri á ábyrgan hátt afhverju ég sæti stanslausum ásökunum af hendi meðlima samtakanna um að ég þiggi mútur í einni eða annarri mynd. Skemmst er að minnast hamagangsins sem Ólafur í Hvarfi var með hér á síðunni minni vegna þess sem hann kallaði mútuþægni bæjarstjórnar og vildi gera mig ábyrgan fyrir að sú meinta mútuþægni viðgengist enn.

Einnig er vert að minnast orða Snorra Freys Hilmarssonar formanns Torfusamtakanna um mútuþægni bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ gagnvart verktökum og fór ekki á milli mála að í þeim orðum átti hann við mig. Aðspurður sagðist hann hafa þetta eftir fólki í Mosfellsbæ en hann var ófáanlegur til þess að nefna það fólk á nafn. Hvað kemur formanni íbúasamtaka í öðru sveitarfélagi til að staðhæfa á þennan hátt um það hvernig málum er háttað í öðrum bæjarfélögum, nema hann hafi það frá einhverjum sem hann telur skothelda heimildarmenn? Það þarf ekki sérfræðing til þess að sjá tengslin á milli Torfusamtakanna og Varmársamtakanna og hvaðan Snorri hafði sínar heimildir.

Arnþór Jónsson, fyrrum íbúi Álafosskvosar, sem af einhverjum ástæðum flutti ekki bara úr Kvosinni heldur einnig bæjarfélaginu fyrir mörgum árum, sér sig nú knúinn til þess að skeiða fram á ritvöllinn með þessar ásakanir. Álafosskvosin er okkur öllum hugleikin, en að hún sé notuð sem skálkaskjól til handa fólki sem á í erfiðleikum með sjálft sig og þarf að taka það út á öðrum, er ekki samboðið Álafosskvosinni.

Það er ágætt að fyrrum formaður Varmársamtakanna láti sig dreyma um framtíð samtakanna en honum væri nær að beina orðum sínum um opna og heiðarlega umræðu inná við til samtakanna sjálfra til að byrja með og sjái til þess að samtökin geri hreint fyrir sínum dyrum. Því alltaf ber allt að sama brunni - Varmársamtökin eru það eina sem það fólk sem ásakar mig um mútuþægni og sér ástæðu til þess að halda úti bloggsíðum sem innihalda níðskrif í minn garð undir nafnleynd eiga sameiginlegt, bloggsíðum sem öllum hefur verið lokað vegna óhroðans.

Alltaf ber nafn Varmársamtakanna á góma og aldrei hafa samtökin séð sóma sinn í því að virkilega hreinsa af sér þessi tengsl og upplýsa hvað raunverulega er í gangi. Opin og heiðarleg umræða Varmársamtakanna ætti m.a. að fela í sér að gera allt sem í þeirra valdi stendur að upplýsa hvaðan einelti og skítleg framkoma í garð samborgaranna er komin. Sérstaklega þegar sú umræða virðist alltaf eiga rætur sínar innan samtakanna eða í tengslum við þau!!!

 

Arnþór - útskýrðu mál þitt!!! Ég krefst þess að þú sannir orð þín og sýnir fram á svo sannanlegt sé að ég hafi selt verktökum hugsjónir mínar fyrir smáaura.

Ég vil benda þér að tilhæfulausar ásakanir af þessu tagi varða við lög.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr

fallistar í prófkjörum útskúfað úr samfylkingunni ef þeir eru ekki í flöskunni eru þeir nýskriðnir upp úr henni. Hver tekur mark á þeim? Enginn!!

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hafðu það í huga Kalli T að "illur á sér ills von" , svo þessar ásakanir á þig koma sennilega úr hörðustu átt.. sem sagt frá fólki sem er vant því að fá sporslur hér og þar (lesist sjálfstæðismenn).

Láttu þetta verða þér til hvatningar :)

Óskar Þorkelsson, 14.6.2009 kl. 01:36

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri kalli, alveg er ótrúlegt að þessi samtök  skuli ekki hafa annað

að hugsa um en hvernig þeim gæti tekist að klekkja á þér. gott væri ef þeir notuðu jafn mikla orku í að vera kreatívir ( sem þeir sannarlega eru, bara á neikvæðan hátt) og finndu leiðir til sátta, en ekki sundrunga.

það er svo mikilvægt, akkúrat núna á þessum erfiðu tímum að leita að smugu þar sem við getum mæst í því sem við erum sammála um og út frá því þreifað okkur áfram til sameiningar, í stað sundrungar.

vonandi koma þeir tímar .

kær kveðja til þín og þinna kæri vinur 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.6.2009 kl. 20:23

4 identicon

Þessu liði er ekki við bjargandi, það er mín skoðun!

Gargar hæst á torgum úti um að taka þurfi til hér og þar í samfélaginu en gleyma svo algjörlega að loftræsta út og þrífa heima hjá sér. Það boðar ekki gott þegar fólk fer af stað til þess að þrífa út meintan skít hjá öðrum en er í raun ekki hæft til starfans þar sem allt er á bólakafi í drullu og skít heima hjá því sjálfu.

Varmársamtökin og starfsemi þeirra, að meðtöldum öllum afsprengjum þeirra sem ekki þolir dagsljósið, og það sem þau standa fyrir í heild sinni er talandi dæmi um svona sjálfbirgingshátt og hroka.

Hjördís

Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 00:49

5 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Hefur fólk ekkert annað þarfara að gera yfir sumarið en að endurvekja upp gamla drauga. Drauga sem eru svo dauðir að þeim er ekki viðbjargandi. Drauga sem eru svo máttlausir að meira að segja Kasper er ógnvænlegur samanborið við þá. Ég meina´ða. Hí á ykkur, Böööööööööööö

Guðmundur St. Valdimarsson, 15.6.2009 kl. 01:49

6 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru bloggvinir takk fyrir komuna.

Eins og fram kemur í færslunni minni hér að ofan, er því nú haldið fram í athugasemd undir nýlegri færslu hjá Gunnlaugi B. Ólafssyni, að ég hafi þegið smáaura frá verktökum fyrir hugsjónir mínar. 

Þessi athugasemd er undir færslu Gunnlaugs um Varmársamtökin og er aðeins nokkurra daga gömul.

Þessi skrif sýna svo ekki verður um villst einbeittan vilja samtakanna og þeirra fylgifiska til að halda áfram linnulausum róg og níð í minn garð.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 15.6.2009 kl. 12:58

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er formaðurinn ekki alveg búinn að tapa sér í mikilmennskunni að ætla Varmársamtökunum að verða að allsherjar eftirlitsaðila og spillingarlögreglu? Þetta er hlægilegt. Maðurinn er alger trúður að mínu mati og varla vert að eyðða á hann orðum. Það er þó alvarlegt mál, sem felst í orðum hans að saka ekki bara þig, heldur alla bæjarrstjórnina meira og minna um spillingu og hvað?...kosningasvik? Ég fæ ekki betur séð að þa liggi á milli línanna.

Þessu samtök voru stofnuð til að standa vörð um læk, for crying out loud! Ætla þeir sér að þeir að þeir hafi umboð til að rannsaka bókhald manna og fylgjast með kosningum eins og um þróunarland væri að ræða? Ég á ekki orð. Svei mér þá. Hvað eru margir í þessum samtökum? Hvaða vald hefur þessi formaður yfir þessu fólki?

Á sama tíma og hann er gjörsamlega heltekinn þráhyggu yfir þessum læk og að eyðileggja mannorð einnar manneskju í tengslum við það allt, þá fagnar hann því hjartanlega að selja landið úr landi til Eu og hneppa landið í skuldfjötra næstu öld. Dæma svona menn sig ekki sjálfa?

Kalli, ert þú einráður í bæjarstjórn þarna? Tekur þú einn þíns liðs allar ákvarðanir varðandi framkvæmdir bæjarins? Hvaðan kemur þetta fátæma sjúklega hatur þessara manna? Vantar þeim blóraböggul fyrir getuleysi sitt?  Svona sjúklegt einelti á að fara fyrir dómstóla. Þetta er ekki heilbrigt. Þú sérð þa raunar á vitðökum hér, hvert almenningsálitið er.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 00:42

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Get ekki staðist mátið að henda hérna inn höfundarlýsingu formanns samtakanna.  Þau segja meira en ég er fær um eða treysti mér til hér:

"Höfundur leiðir mannrækt í Mosfellsbæ og útivist að Stafafelli í Lóni. Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu."

Óborganlegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 01:47

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars að öllu gamni slepptu, þá hef ég fylgst með þessari aðför að Karli hér á blogginu um langa hríð og mér ofbýður hreinlega það hugleysi og mannvonska sem liggur að baki þessu.

Ég þekki þig lítið annað en hér af blogginu og mér birtist ljúfur og hrekklaus maður.  Þeir hafa tekið þig einan fyrir þessari oft nafnlausu herferð og nítt persónu þína og valdið þér angist svo lengi að ég undrast umburðarlyndi þitt. Ég væri löngu búinn að setja hnefann í borðið og þarna finnst mér mælirinn sannarlega fullur.  Þetta virðist engan endi ætla að taka.

Ef þessu á einhverntíma að linna þá skora ég á þig nú að lögsækja þessa menn í hvelli og krefjast rannsóknar á þeim skrifum, sem ekki eru undir nafni gerð. Netið gleymir engum og það er allt rekjanlegt, hvort sem síður eru teknar niður eður ei. Þú hefur nægu púðri úr að moða.

Finndu þér góðan lögfræðing ekki seinna en nú og stefndu Varmársamtökunum og formanni þeirra, ásamt þeim sem hafa dylgjað svo gróflega undir nafni og nafnlaust um persónu þína og mannorð. Formaðurinn er ábyrgur fyrir því að láta slíkt óáreitt og ala á þessu.

 Hann hefur færslu eftir færslu reynt að tala undir rós, en illgirnin er honum svo töm að hann sér sennilegast ekki að níðið er í annarri hverri línu. Þetta hefur honum verið bent á ítrekað. Hann getur ekki borðið þetta af sér.

Hér er þetta komið langt fram úr gagnrýni á ákvarðanir bæjarfélags í umdeildum framkvæmdum. Hér er um hreinar persónuárásir og gróf meiðyrði að ræða. Nú átt þú ekki annarra úrkosti en að stöðva þetta með hjálp réttarkerfisins, ef þú ætlar að losna við þessa þráhyggjukenndu skítmennsku úr lífi þínu. Ég hélt sveimér að þessu væri lokið.

Ég get ímyndað mér að þetta hafi ekki bara áhrif á mannorð þitt og möguleika í framtíðinni, hér er augljóslega markmiðið að eyðileggja  það, heldur grunar mig að þetta snerti talsvert fleiri, sem í kringum þig eru.

Ég fæ ekki fyrir nokkurn mun skilið markmið þessa fámenna hóps, sem eltir þig í máli, sem er löngu til lykta leitt. Vil það bara ganga frá mannorði þínu, andlegri heilsu? Vil það hrekja þig úr bænum? Mun öllu breytt eftir vilja þeirra til fyrri vegar ef þeim tekst að murka af þér mannorðið? Hvað er markmiðið?  Hafa samtökin misst allan annan tilgang? Eru þetta samtök yfirleitt? Hverju svarar þessi andans gúrú og mannræktarfrömuður því? Hvenær verðið þið fullnægðir?

Ég held að hann og legátar hans ættu að finna sér verjanda sem fyrst. Þeir hafa ítrekað framið glæpsamlegt athæfi með þessu og níðst á mannréttindum og persónufrelsi þínu karl. Nú er kominn tími til að þeir svari fyrir það.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 02:56

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ekki stimpla þig inn sem einhver kjáni, Jón Steinar. Þetta snýst um pólitík. Hvað sé besta stefnan við þróun og uppbyggingu bæjarfélags. Varmársamtökin voru stofnuð um tvo málaflokka umhverfisvernd og íbúalýðræði. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur traðkað á hvoru tveggja fyrir gullkálfa og verktaka.

Varmársamtökin eru öllum opin og hafa verið helstu gerendur í pólitískri umræðu í bæjarfélaginu. Allar áherslur þeirra passa að tíðarandanum sumarið 2009. Augljóst er að samtökin höfðu rétt fyrir sér. Það var allt of geyst farið. Hagsmunir verktaka og fjármagns voru ástæður þess að ekki var hægt að taka tillit, skoða bestu lausnir, efna til íbúakosninga.

Nú er tími endurmats og endurskoðunar á þeirri stefnu sem leiddi okkur svo langt af leið. Þar finnst mér að Varmársamtökin þurfi að halda yfirvöldum áfram við efnið. Í minni færslu minnist ég ekki á Karl Tómasson, en Arnþór gerir það í athugasemd. Það gerir hann að sjálfsögðu á eigin ábyrgð. Athugasemd hans finnst mér hinsvegar ekkert eiga skylt við einelti.

Karl Tómasson, Haraldur Sverrisson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir og Hafsteinn Pálsson þurfa að taka málefnalega þátt í því endurmati á forsendum bæjarmála sem að er nauðsynlegt. Hvað gerðist? Hvers vegna höfðu menn blinda trú á katerpillerum og bulldóserum, en litla á gildum lýðræðisvitundar og umhverfisverndar?

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.6.2009 kl. 09:40

11 identicon

Gunnlaugur hefur margsagt að varmásamtökin væru ópólítísk en nú er persónuníð allt í einu pólítík. Ég tek undir með öðrum sem hér hafa skrifað fáðu þér lögmann og stefndu öllu þessu fólki. Ég sjálfur er búinn að fá upp í kok af þessum óhróðri. Samfylkingin er búin að gera svo mikið slæmt í landstjórninni og minnir helst á vitskertan einstakling sem þykist vera superman en er í raun og veru bara Kristján heit ég Ólafsson.

Ástæðan fyrir hatrinu á Karli hygg ég vera hæfileiki hans til að höfða til fólks úr öllum flokkum óháð skoðunum og vinna hug og hjörtu allra sem kynnast honum

kv. Tommi

Tómas Örn (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 19:15

12 identicon

Ja, nú slæ ég mér á lær í forundran.

ÞETTA SNÝST ÞÁ UM PÓLITÍK EFTIR ALLT???

Og nú eru menn kjánar geri þeir sér ekki grein fyrir því - já, það stór sér á læri mínu, svo hissa er ég.

Mér finnst einhvernveginn, Gunnlaugur minn, að það sé einmitt það sem ég og fleiri höfum verið að reyna að segja og benda á sem helsta ljóð Varmársamtakanna - það er hve rammpólitísk þau eru. Meðlimir Samfylkingarinnar hér í bæ, með hjálp Framsóknar, hafa notað samtökin sem skálkaskjól til þess að herja á pólitíska andstæðinga sína, bæði beint og óbeint.

Ég benti á þetta strax fyrir um þremur árum, en það sem meira er um vert er að Karl Tómasson benti á þetta strax í upphafi, að það væri eitthvað rotið við meinta umhverfisvernd og íbúalýðræði samtakanna. Mengunin var slík.

Þú minnist vissulega ekki á Karl í færslu þinni. Þú gerir mun alvarlegri hlut. Þú leggur blessun þína yfir níð og róg sem hafður er í frammi á þinni síðu í hans garð!!! Ekki gleyma því að ábyrgðin þín er jafnvel meiri fyrir það, og þú sem síðueigandi berð mjög mikla ábyrgð á því sem þar birtist þó það sé skrifað af öðrum. Þannig að þú skalt ekki reyna að þvo þig hreinan af henni.

Það vekur athygli mína að í fyrsta skipti í umræðunni eru allir bæjarfulltrúarnir nefndir til sögunnar. Öðruvísi mér áður brá þegar komið var fram eins og Karl væri einráður hér í bæ eins og Jón Steinar bendir réttilega á hér að ofan og oft hefur verið nefnt. Þú ert kannski loksins farinn að skilja hvernig lýðræði virkar í raun???

Að lokum, það er umhugsunarefni fyrir þig að við þessa færslu þína skuli aðeins koma ein athugasemd og hún er árás á nafngreindan mann og ásökun um mútuþægni. Þú segir í færslu þinni og vilt meina að Varmársamtökunum sé hægt að líkja við Evu Joly.

Í fyrsta lagi er alls ekki líku saman að jafna þar sem Eva er ráðin sem sérstakur saksóknari í stærsta fjársvikamáli seinni tíma. Þú vilt líkja því máli við Mosfellsbæ?

Í öðru lagi hlýtur það að vera ábending til þín að ekki fleiri en Arnþór með sinni vafasömu árás á Karl, skuli vilja tjá sig um þessa hugmynd þína. Það sjánefnilega allir í gegnum þessi samtök og hafa gert fyrir löngu og það kemur hvað skýrast fram í því að enginn vill taka þátt í umræðu um þau á síðunni þinni en töluverð umræða skapast hér um eina kommentið sem kom hjá þér.

Alvarlegast í þessu öllu er að fyrrum formaður og núverandi stjórnarmaður og talsmaður Varmársamtakanna skuli leggja blessun sína yfir jafn opinskáa ásökun um mútuþægni og fram kemur á síðunni þinni og þú staðfestir í athugsemd þinni hér. Þetta er alveg í þeim anda sem þú brást við sem formaður samtakanna, þú reyndir aldrei að uppræta og komast fyrir þau eyðileggingaröfl sem herjuðu gegn Karli og fleirum undir nafnleynd en sem hægt var að rekja beint til Varmársamtakanna. Samtökin hafa þannig eyðilagt sig sjálf innanfrá og þú áttir þinn þátt í því með sinnuleysi þínu.

Nú er spurning hver sé hinn raunverulegi kjáni þegar upp er staðið. 

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 21:57

13 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

bara allir í stuði

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.6.2009 kl. 22:11

14 Smámynd: HP Foss

Fyrir nokkru árum sótti hópur manna að mínu fólki. Mér sárnaði það mjög. Fannst vettlingatökum beitt á þrjótana en við mig var sagt: "Drottinn sér um sína"    
Þeir sem ekki eru nú komnir í kör, eru dauðir.

Haltu þínu striki Kalli,  vertu þú sjálfur nú sem endra nær, það verður að lokum launað.

kær kveðja

Helgi

HP Foss, 16.6.2009 kl. 22:15

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnlaugur: Ég vil benda þér á að það mál, sem þú svo þráhyggjulega reynir að gera Karl einan að blóraböggli fyrir er löngu, löngu til lykta leitt og því er hér ekki um pólitík að ræða.

Það sem má skynja sem pólitík í þessari framgöngu er sú staðreynd að Varmársamtökin eru hugarsmíð Samfylkingarmanna og stjórnað af þeim flokki.  Umhverfisverndarþátturinn er ekkert annað en yfirdrep fyrir þennan þrýstihóp, sem hefur það eitt að markmiði að sverta mannorð pólitískra andstæðinga, (sem þeir skipa rauna ríkistjórn me í dag) Öfundin, grmjan og illskan yfir að hafa ekki náð völdum í bæjarfélaginu er drifkrafturinn og til þess að fullnægja valdagræðginni í von um alræðið, skal öllum lúabrögðum beitt. Tilganfgurinn helgar meðalið þar.

Þetta blasir við mér svona utanfrá séð. Það er ekki náttúruvernd eða einhver fjandans lækur, sem málið snýst um, heldur völd. Óskorðuð völd. 

 Ef þú sakar bæjartjórn um spillingu og jafnvel kosningasvik, þá vil ég endilega að þú sýnir fram á að samtökin hafi hreinan skjöld og birtir nöfn stærri styrktaraðila í gegnum árin. Ekki að ég sé að væna þig um neitt, heldur vil ég sannfærast um að hér sé raunverulega um náttúruhyggju að ræða, en ekki pólitískan lobbýisma.

Ég bið þig svo um að koma með tillögur að þeim gögnum,frá bæjarstjórnarmeirihluta, sem þig vantar til að sýna fram á hugsanlega spillingu þar innandyra og jafnvel kosningasvik. Hvernig þú tengir störf samtakanna við störf glæpasaksóknara og rannsóknarlögreglu, segir mér allt um trúverðugleika afsakanna þinna.

Þetta eru ofsóknir, meiðiyrði og einelti til margra ára og á ekkert skylt við pólitík. Nú vona ég bara að Karl láti reyna á það. Mér sýnist það gerunnið mál, samkvæmt því sem ég hef kynnt mér.

Þú persónulega hefur haldi í þessu lífi og lagt blessun þína yfir gerninginn, hvað eftir annað á bloggsíðum og netsíðum. Bæði beint og með hljóðu samþykki. Þú talar sem málpípa þessara samtaka, en ég er ekki viss um að allir innan þeirra, séu sammála þessari fasísku aðferðafræði.

Hve margir eru annars skráðir í þessi samtök? Eru félagsgjöld þarna? Hve margir eru þeir sem veita þessu batteríi brautargengi með frélagsgjöldum? Hverjir með stærri framlögum? Geturðu frætt mig um það? Þarf kannski að rannsaka samtökin líka?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 23:11

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hve margir í stjórn samtakanna tengjast samfylkingunni Gunnlaugur?Hve margir fulltrúar samfylkingar greiddu atkvæði gegn þessum framkvæmdum í bæjastjórn, sem nú eru löngu um garð gengnar? Hvað flokkur hefur í orði og á borði stutt þessi samtök hvað dyggast?

Bara svona fyrir forvitnissakir.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 23:27

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kjáninn Jón Steinar stimlar sig svo út úr þessari umræðu í bili. Skítt að hann skyldi ekki sjá að þetta er pólitík og aðeins fyrir fullorðnar hugsandi manneskjur. Hann verður bara að læra af þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.6.2009 kl. 23:31

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og eitt enn: Karl var á sínum tíma einn helsta sprautan ef ekki aðalmaðurinn í því að ýta undir menningastarfsemi og endurvakningu þessa hverfis, sem hefur í seinni tíð gefið af sér ágæta ávöxtun fyrir menningarlífið í landinu öllu.

Ég vil líka enda á að vegalagning þarna og skipulag, var samþykkt 20 árum áður en Karl var kjörin í bæjarstjórn. Þannig að þið höfðuð nægan tíma. Skipulagið er ekki honum að kenna og hann hafði engin völd einn og sér til að ýta allri þeirri vinnu út af borðinu. Hannreyndi þó sitt besta til að þetta yrði gert á snyrtilegan máta, sem raunin er orðin á.

Hvað hefur þu gert Gunnlaugur? Karl er í þeirri ábyrgðarstöðu sem hann er í fyrir ágæti sitt, feril og almenningstraust. Þínar víur í stjórnmálum höfðu hinsvegar ekki jafn farsæla braut. Er það ástæðan?  Af hverju naust þú ekki fylgis? Er það vegna þess hve mikilli neikvæðni og þótt þú geislar frá þér í öllu sem þú lætur frá þér fara?

Þú þessi sjálfskipaði andans gúrú, sem vilt segja fólki hvernig það kemst í tengsl við sálarhróið? Er kannski kominn tími til að líta svolítið innávið?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2009 kl. 00:01

19 Smámynd: Sigga Hjólína

Mér finnst frekar kaldhæðnislegt og fyndið að lesa bloggið hans Gunnlaugs þar sem mín reynsla er sú að íbúarnir sem búa næst Varmánni í Álafosskvos eru einmitt þeir sem eru mestu sóðarnir. Áin er hreinsuð árlega af ruslinu sem fellur til úr bakgarði þeirra sjálfra. Járnarusli, spýtnabraki, rusli sem fylgir því löngu liðnum framkvæmdum. Endilega kynnið ykkur þetta sjálf. Skoðið með eigin augum ástandið þarna við ána, á bakvið Álafossbúðina og uppeftir. Íbúarnir labba með hundana sína lausa, ekki í taumi, inn í Reykjalundarskóg. Það höfum við margoft séð sjálf. Þar skíta hundarnir og ég sé ekki á nokkurn hátt hvernig verndarbelti árinnar fær að þróast á forsendum náttúrunnar þegar hundar hlaupa um varpsvæði.

Ég er sammála mönnum hér að ofan sem segja að þetta er löngu afgreitt mál hvað varðar framkvæmdir í Kvosinni. Þetta er ekki pólítískt. Þetta snýst ekki um neitt sem er í brennidepli núna. Þetta er einelti og mál að linni. 

Steinunn sagði þetta best, notið orkuna í eitthvað annað og jákvætt. Styðjið atvinnulausa Mosfellsbúa og hjálpið fjölskyldum sem eiga erfitt. Elskið náungann. Eitt líf er hverjum gefið. Notið það á þann hátt að ykkar verði minnst fyrir góðverkin

Sigga Hjólína, 18.6.2009 kl. 01:15

20 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú virðist ekki hafa kynnt þér málin Sigga. Álafosskvos var haldið í framkvæmdastoppi árum saman vegna þess að það vantaði skipulag. Ef til vill til að skapa einhverja draslímynd. Varmársamtökin hafa gengist fyrir hreinsun í Varmá árlega.

Mín færsla er ekkert um Álafosskvosina og þessar glósur þínar um að þar búi sóðar, með dritandi hunda er ekkimitt vandamál og svarar ekki minni gagnrýni. Mín gagnrýni snýr að því verktakalýðræði og græðgi sem ríkti í bænum.

Þetta þarf að endurmeta einmitt til þess að rætur mannlífs, kærleika og allra góðra gilda standi á traustari grunni til framtíðar í bæjarfélaginu. Þetta er ekki löngu afgreitt mál. Bæjarstjórn kom að því margoft að stíga dansinn með verktökunum.

Nú er t.d. opið sár og malarhaugur eftir fyrirhugaðan göngustíg meðfram Varmá alveg frá Kvosinnin, meðfram Álafossi upp fyrir Álanes. Finnst þér það í lagi? Er ekki eðlilegt að þetta verði lagað, sléttað og tyrft yfir og settur upp minningarreitur um "góðverkin" fyrir gullkálfinn?

En endilega talaðu við alla hundaeigendur sem þú getur siðað til. Það væri góðverk. Líkt og það er góðverk að ég og aðrir gefi bæjarstjórn aðhald um málefni umhverfisverndar og íbúalýðræðis. Þar er af nægu að taka. Njótið dagsins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.6.2009 kl. 08:50

21 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru bloggvinir. Ég þakka ykkur öllum komuna til mín.

Ástæða þessarar færslu minnar hér að ofan var vegna nýlegra skrifa Gunnlaugs B. Ólafssonar fyrrverandi formanns Varmársamtakanna og athugasemdar sem þar birtist í kjölfarið. Þar sem ég er sakaður um að þyggja múturgreiðslur vegna ákvarðannataka hjá sveitarfélaginu.

Gunnlaugur og hans félagar í Varmársamtökunum hafa óspart líst yfir vanþóknun sinni á bæjaryfirvöldum Mosfellsbæjar og ítrekað blásið það út um öll torg og í alla fjölmiðla.

Um tíma virtist sem þeim væri að takast að skaða ímynd  bæjarfélagsins okkar verulega.

Það gegnir öðru máli í dag. Allir hafa séð í gegnum lágkúruna, eineltið og pólitíkina. 

Ég hefði aldrei getað sætt mig við það, að þessi málflutningur næði fram að ganga, burt séð frá því að mín persóna hafi þar verið í aðalhlutverki, allt frá fyrstu tíð eins og raun ber vitni.

Fyrir mér er sveitin mín of mikils virði til þess að það hefði breytt nokkrum sköpuðum hlut.

Þess vegna hef ég verið seinþreyttur á því að svara fyrir þeirra ummæli.

Varmársamtökin telja sig vera í tengslum við bæinn og bæjarbúa og nota það sem slagorð sitt. 

Það sem meira er, telja þau sig einnig eiga að gegna hlutverki Evu Joly og ríkissaksóknarstjóra í næstu sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ.

Á öllu sínist mér að réttast væri að þau kölluðu sig einræðissamtökin.

Karl Tómasson, 18.6.2009 kl. 22:32

22 identicon

Ég ætti nú að láta það duga að senda þér litla línu Kalli minn og minna þig á það sem við höfum svo oft rætt af ýmsu tilefni, ég trúi því allavega að "réttlætið sigri að lokum"  

Voðalega verður maður samt leiður þegar gerður er aðsúgur að góðum vini sem hefur aldrei reynst manni nema traustur og tryggur

En spáðu í eitt: 

Þú ert auðvitað maðurinn sem  markaðir  upphafið að uppgangi á lifandi starfsemi Kvosarinnar, svo einfalt er það nú !  Hver ætli efist um það af þeim sem virkilega til þekkir?  þau ár sem þú sjálfur ásamt fjölskyldu þinni endurbyggðir nánast eitt af húsunum í Kvosinni og hafðir veg og vanda af því að koma á ýmiskonar starfsemi sem enn lifir góðu lífi !! Veitingastaðurinn sem síðar varð að þessum líka skemmtilega vinnustað sem enn er í dag! Þarna var lagður grunnurinn að flóamarkaðsfjáröflun íþróttafélagsins,  frábær hugmynd og er enn  er í fullu gildi, síðast var opnað útibú nú í maí í Mosanum.  Snilldar vel heppnað. Drjúg hefur einnig verið fjáröflunin af styrktardansleikja haldi síðustu 10 árin.  Það var heldur betur spenningur í foreldafélaginu Þrumum og eldingum þegar fyrsti dansleikurinn var haldinn.  Tjaldað við veitingastaðinn,  Eiki fluttur heim frá Noregi og biðröðin í miðasöluni náði upp á vesturlandsveg.  Enn er verið að halda vel heppnaða styrktardansleiki, síðast nú í maí, að vísu ekki enn í Kvosinni.   Þetta starf og þessi uppgangur sem þú skilaðir Kvosinni verður allavega ekki af þér tekið við erum svo mörg sem enn erum að rifja þetta upp við öll tækifæri.  Vertu áfram stoltur af þessu starfi öllu og TRÚÐU því að réttlætið sigri að lokum

Hanna Símonar (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 00:19

23 identicon

Fyrir okkur Mosfellinga hefur verið stórmerkilegt að fylgjast með hinum fámenna fýlupúkaklúbb sem kallar sig Varmársamtökin.

Í nafni íbúa Mosfellsbæjar þykjast þau mæla og hafa gengið svo langt að kalla sig umhverfissamtök og íbúasamtök þegar þau í raun og veru eru byltingarsella ofstækisfólks sem reynt hefur linnulaust að seilast til valda nú síðast í landsmálapólítíkinni þar sem þeim var svo eftirminnilega hafnað á öllum vígstöðvum enda vill enginn við þau kannast lengur.

Í komandi sveitastjórnarkosningum þykjast þessir útlagar í Samfylkingunni með útblásinn hrokagikkshátt ætla að gegna hér einhverju hlutverki rannsóknarsérsveitar á meintri spillingu og mútuþægni bæjarfulltrúa???  Allar slíkar sögusagnir hafa orðið til í þeirra eigin ranni. Linnulaust hafa þau svert og svívirt. Gefið í skyn að hér í Mosfellsbæ hafi verið framdir glæpir af lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það er auðvitað fyrir neðan virðingu heilvita fólks að eiga orðastað við svona hóp af vitleysingjum sem eru sjálfir með allt niðrum sig í draslarahætti og subbuskap í kringum sig sjálf og þykjast svo vera umhverfissinnar. Þvílíkt prump! Er ekki kominn tími til að stinga snuddunni upp í Gunnlaug B. Ólafsson slíkur er barnaleg rök þessa manns.

Lifið heilir kæru Mosfellingar. Tjara og fiður er það sem hæfir Varmársamtökunum.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:03

24 identicon

Það fauk svo í mig að ég gleymdi aðalatriðinu!

Ég sem skattgreiðandi hér í Mosfellsbæ geri hér skýlausa kröfu um að gerð verði fjárhagsleg úttekt á því hversu gífurlegar fúlgur bæjarfélagið hefur þurft að greiða vegna endalausra kærumála vegna allra mögulegra framkvæmda sem Varmársamtökin hafa kært. Tafir og enn meiri tafir. Svimandi upphæðir í lögfræðikostnað hvort heldur um er að ræða venjulega gatnagerð í þéttbýli lagningu gangbrauta og gangstétta,byggingu gervigrasvallar, byggingu grunnskóla,sundlaugar, kirkjubyggingar,menningarhúss ofl. og fleira.

Ég veit að hér er um að ræða hundruði milljóna. Við skattgreiðendur hér í Mosfellsbæ þurfum að standa vörð um hagsmuni bæjarfélagsins á erfiðum tímum. Skattpeningum okkar er betur varið í þarfari málefni en vera í stanslausum útgjöldum vegna fólks sem aðeins hefur skaðað okkar fallega bæ bæði ímyndarlega og fjárhagslega.

Varmársamtökin eiga að skila okkur þessu fé tilbaka. Gunnlaugur lokaðu á þér þverrifunni og taktu upp veskið!!!! þið eruð nefnilega dálítið verra en útrásar-víkingar þið eruð innrásar-víkingar!

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 10:54

25 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 kalli minn ....... s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.6.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband