Frábær umgjörð hjá Aftureldingu

Í kvöld var fyrsti heimaleikur Aftureldingar í meistaraflokki karla á þessu keppnistímabili að Varmá. Afturelding mætti öflugum Haukum sem verma efsta sætið í fyrstu deild.

Leikurinn var bráð skemmtilegur og endaði með sanngjörnu jafntefli 1-1.

Það sem upp úr stendur hjá mér eftir þennan fyrsta heimaleik er sú einstaklega skemmtilega umgjörð í kringum kappleikinn. Hún er ómetanleg sú vinna hjá öllu því góða fólki sem leggur svo hart að sér að gera veg félagsins sem mestan og bestan. Mér er til efs að þetta geti verið gert mikið betur. 

Það er sannkölluð fjölskylduskemmtun að koma á kappleik að Varmá.

Ég held einnig hreinlega, að Varmá sé að verða einn glæsilegasti knattspyrnuvöllur landsins, umlukinn gróðri og fellum og fjöllum í baksýn.

Ég skora á alla Mosfellinga að vera duglega að mæta á völlinn í sumar og styðja við bakið á knattspyrnufólkinu okkar í kvenna og karla knattspyrnunni.

 

Afturelding stelpurnar

Meistaraflokkur kvenna

Afturelding

Meistaraflokkur karla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Frábært áfram Afturelding.

En nú er ég í smávandræðum og var að vona að fyrrum sveitungi minn gæti hjálpað mér.

Mig vantar svo gamla Western fried auglýsingu, veist þú hvar ég mögulega gæti leitað ??

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.5.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl kæra Hulda og takk fyrir heimsóknina.

Nú dettur mér helst í hug að þú eigir að bregða undir þig betri fætinum og bruna yfir heiðina beint í Mosó. Þegar þú ert komin í sveitina fallegu, ferð þú í bókasafnið og flettir í gömlum bæjarblöðum frá þeim tíma sem þetta ágæta fyrirtæki var rekið hér í bæ.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 24.5.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk fyrir það, auðvitað bókasafnið

Kveðja Hulda

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.5.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband