mið. 13.5.2009
Úrslit ljós
Í dag voru kunngerð úrslit í hönnunarsamkeppni vegna fyrirhugaðs ævintýragarðs í Mosfellsbæ. Þátttakan var vonum framar, alls bárust 16 bráðskemmtilegar tillögur.
Upphaf þessa alls er, að bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað í tilefni af tuttugu ára kaupstaðarafmæli Mosfellsbæjar í ágúst árið 2007 að ráðist yrði í hönnun ævintýragarðs í landi Ullarness og meðfram Varmá. Landsvæðið er einstaklega skemmtilegt og býður upp á fjölda möguleika eins og sjá má m.a. í þeim tillögum sem bárust.
Á myndinni eru verðlaunahafar ásamt hluta dómnefndar og bæjarfulltrúum.
Eftirfarandi texti er af heimasíðu Mosfellsbæjar.
Tilkynnt hefur verið um úrslit í hugmyndasamkeppni um Ævintýragarð í Ullarnesbrekkum og eru tillögurnar nú til sýnis á Torgi í Kjarna.
Sýningin verður uppi fram til 3. júní og er húsið opið kl. 8-19 alla daga.
Alls bárust 16 tillögur. Auk þriggja tillagna sem voru verðlaunaðar var ákveðið að tvær til viðbótar verðskulduðu innkaup sökum áhugaverðra hugmynda sem þar komu fram.
1. verðlaun, kr. 2.000.000. Að spinna ævintýr. Höfundar: Landmótun sf. og Sviðsmyndir ehf
2. verðlaun, kr. 1.200.000. Mosinn, villigarður í túninu heima. Höfundar:Helga Guðrún Johnson, fréttamaður og villimey, Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og villimey, Helgi Geirharðsson, verkfræðingur og villimaður, Gunnlaugur Ó. Johnson, arkitekt og villimaður.
3. verðlaun, kr. 800.000. Í túninu heima. Höfundar: Hornsteinar arkitektar ehf.Innkaup kr. 300.000 Ævintýragarðurinn í Mosfellsbæ. Höfundar: Arkitektur.is, Michael Blikdal Erichsen arkitekt og Carlton Hlynur Keyser arkitekt.Innkaup kr. 100.000 Vættagarður, sjálfbær skemmtigarður. Höfundur: Arnhildur Pálmadóttir.
Athugasemdir
Er ekki forgangsverkefni að jafna út og græða upp þær miklu skemmdir sem unnar voru upp með Varmá og við Álafoss á tímum græðgi og verktakalýðræðis? Hefur bæjarstjórn ekki einhver áform um að ganga frá þeim miklu sárum sem standa opin eftir að verktakinn sem var látinn hafa ábyrgð á öllu er horfinn út úr myndinni. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 13.5.2009 kl. 22:39
Jú Gunnlaugur. Sennilega er best að sleppa öllum jákvæðum og skemmtilegum framkvæmdum í bæjarfélaginu og fara að snúa sér aftur að því jákvæða og gefandi uppbyggingarstarfi sem einkennt hefur Varmársamtökin allt frá stofnun þeirra.
Þau hafa sannarlega hvatt og stutt bæjaryfirvöld til góðra verka, sama um hvað ræðir. Jákvæðni og aftur jákvæðni.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm
Karl Tómasson, 13.5.2009 kl. 23:56
Strákar mínir Gunnlaugur og Karl, í öllu þessu róti hljótið þið einhvers staðar að geta fundið holu til að grafa stríðsöxina!
Þar fyrir utan: Án þess að hafa séð þessar tillögur og út á hvað þær ganga líst mér best á nr. 2. Þekki suma þeirra villimanna sem þar koma við sögu og treysti þeim (í blindni) til allra góðra verka!
Sigurður Hreiðar, 14.5.2009 kl. 11:19
Ég er búin að skoða svona lauslega allar þessar skemmtilegu tillögur. Í sumum er full mikið af manngerðum hlutum. Mér finnst að svæðið á að fá að njóta sín enda er þarna margt flott að finna frá náttúru hendi. Gott er að fá samkomu- laut þar sem er hægt að kveikja varðeld, syngja og hafa jafnvel leiksýningar. Spurningarmerki set ég við það að hafa tjaldstæði alveg inn í ævintýragarðinum. Vandlega þarf að athuga aðkomu að svæðinu (innkeyrslur, bílastæði, reiðhjólastígar og -geymslur).
Það sem stakk mig mest er þessi Tunguvegur. Hann er í öllum tillögum eins og lýti í landslaginu. Ævintýragarðurinn er innilokaður milli 2 umferðaæðar með tilheyrandi truflun og hávaði. Er virkilega nauðsýnlegt að leggja þennan veg? Þarf ekki að fresta þetta og hugsa betur upp á nýtt?
Úrsúla Jünemann, 14.5.2009 kl. 11:49
Takk fyrir komuna kæru bloggvinir.
Ágæti Sigurður. Eins og þú væntanlega sérð á skrifum mínum var engin stríðstónn. Ég var einfaldlega að skrifa um fyrirhugaðan ævintýragarð og þær mörgu skemmtilegu tillögur sem bárust.
Hitt er annað að það er ekkert nýtt fyrir mér að Gunnlaugur og nokkrir aðrir félagar úr samtökunum stormi hér inn yfirlýsingaglaðir með athugasemdir eða skoðanir á einhverju sem kemur mínum skrifum ekkert við. Því miður er það öllu jafna lýtt uppbyggjandi eða málefnalegt. Sannarlega oftast stríðstónn í öllu mannræktar flæðinu.
Ágæta Úrsúla. Ég er sammála því að gæta þurfi að því að grípa sem minnst inn í landslagið sem fyrir er, þó vissulega sé það óhjákvæmilegt að öllu leiti.
Ég tel reyndar skemmtilegt og garðinum til bóta ef í honum er fyrirkomið skemmtilegum tjaldstæðum og aðstöðu fyrir slíka gesti.
Hvað varðar Tunguveg þá er hann búinn að vera lengi á skipulagi okkar og var m.a. forsenda þess að ráðist var í að reisa íbúðahverfi í Leirvogstungu.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 14.5.2009 kl. 15:09
Nei, Kalli minn, það var enginn stríðstónn í þér fyrr en þá í hvatskeytlegu svari til Gunnlaugs. Og það er eins með Varmársamtökin og Palestínu, það verður aldrei friður fyrr en báðir ákveða að grafa stríðsöxina.
Og ögn um Tunguveg: Það er alltaf hægt að endurskoða gamlar ákvarðanir og endurmeta, m.a. í ljósi bættra samgöngumannvirkja þar sem þau skemma e.t.v. minna en það myndi hafa í för með sér að halda fast við gömlu ákvörðuninna.
Ég er sammála Úrsúlu þar um: endumetið dæmið alveg í botn áður en farið verður í Tunguveg, þó hann sé gamalt skipulag.
Sigurður Hreiðar, 14.5.2009 kl. 15:36
Þakka Sigurði fyrir vel hugsuð tilmæli. Að betur athuguðu máli var mín athugasemd nokkuð gusukennd og e.t.v. ekki alveg í tón við efni færslunnar. Farið hefði betur á því að ég óskaði vinum á Landmótun til lukku með vinningstillöguna.
Vissulega brennur hins vegar á mér að vita hvort hinir miklu malarhaugar sem búið var að hrauka upp undir hinn fyrirhugaða breiða ogbmalbikaða göngustíg á löngu svæði meðfram Varmánni eigi að vera þannig til langs tíma og þar á meðal við Álafoss.
Ánægjulegt að heyra að Úrsúla og Sigurður eru smmála um að Tunguvegur sker sundur og rýrir gæði svæðisins til útivistar. Þetta tónar vel við meginstef í baráttu Varmársamtakanna gegn Helgafellsvegi og Tunguvegi.
Tilllaga Varmársamtakann um mislæg gatnamót skammt frá Þingvallafleggjara sem þjóni Helgafellshverfi, Leirvogstungu og Þingvallaleið er ekki svo slæm lausn þegar stundir hafa liðið fram, stíðsaxir eru komnir í holur og komið eðlilegt svigrúm á skipulagsumræðu.
Gunnlaugur B Ólafsson, 14.5.2009 kl. 23:53
Ég er ekki frá því að tónninn í Gunnlaugi B sé notalegri og betri en ég hef átt að venjast fram að þessu. Hver veit nema að þökk sé Sigurði nokkrum Hreiðari, eðalpenna og manni. Er Sigurður kannski orðin yfirsáttarsemjari Mosfellsbæjar eða hreinlega einskonar Obama? Gott ef ekki er.
Hitt er annað að þrátt fyrir að ég og Gunnlaugur höfum oft tekist á og sennilega báðir stöku sinnum gengið yfir strikið, er einhver gagnkvæm hlýja á milli okkar sem of langt mál er að fara út í hér. Hún hefur átt sér stað utan þessa vettvangs þó nokkru sinnum.
Sem kjörinn bæjarfulltrúi get ég aldrei gert annað en að taka tillit til allra sjónarmiða og allra bæjarbúa og vinna úr þeim af bestu samvisku.
Kær kveðja frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 15.5.2009 kl. 00:23
gangi ykkur vel með þetta allt, líka sættir. það er komin nýr tími OBAMA tíminn !!!
KærleiksLjósakveðjur héðan
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 13:15
Sættir er eitt af betri lögum Gildrunnar. Gott væri að fá það hér.
HP Foss, 15.5.2009 kl. 20:29
Lag Gildrunnar, Sættir, er í spilaranum mínum og hefur verið lengi. Lagið er einstaklega fallegt og hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.
Það er af okkar annarri hljómplötu, Hugarfóstur.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 15.5.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.