Fuglaskoðunarhúsið í Mosó opnað

Í dag, var okkar glæsilega fuglaskoðunarhús í Mosfellsbæ opnað. Jóhann Óli Hilmarsson fuglarfræðingur hélt tölu við tækifærið og sagði m.a. húsið vera eitt það glæsilegasta á landinu og stæði á einstökum stað.

Húsið stendur við Leiruvoginn, en þar er fuglalíf með því fjölbreytilegra sem gerist á landinu.

Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar, Tómas Guðberg Gíslason, sem hefur haft, ásamt fleiri starfsmönnum Mosfellsbæjar, veg og vanda að framkvæmdinni sagði við tækifærið, að þegar væru erlendir fuglaáhugamenn farnir að sýna húsinu og staðnum áhuga. Nýlega hefði hann rekist á hóp erlendra fuglaskoðara við húsið, sem hefðu bæði lýst ánægju sinni með það og staðsetningu þess.

Herdís Sigurjónsdóttir, vinkona mín og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar sendi mér þessar myndir rétt í þessu og kann ég henni þakkir fyrir það.

Fuglar 4

Húsið opnað og vígt. Stefán Ómar Jónsson bæjarritari alsæll með nýja húsið ásamt K. Tomm. Myndina tók Guðjón Jensson, formaður Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar.

Fuglar 1 

Jóhann Óli mundar kíkinn.

Fuglar 2

Kalli Tomm og Herdís, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar í húsinu góða.

Fuglar 3

Ólafur, Elísabet, formaður umhverfisnefndar, Tómas, umhverfisstjóri og Guðjón Jensson, formaður Umhverfis - og náttúrfræðifélags Mosfellsbæjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG vil óska ykkur til hamingju með þetta glæsilega framtak, og í leiðinni þakka fyrir. Það er gaman að sjá hve mikill metnaður er lagður í umhverfismál í Mosfellsbæ, ekki síður en aðra málaflokka, enda er bærinn okkar orðinn einn eftirsóttasti staður Höfuðborgarsvæðisins.

Glæsileg framtíð bæjarins virðist blasa við með þetta góða fólk við stjórnvölinn, segi ég samfylkingarmaðurinn en í þessum efnum verður frekar að horfa til fólksins en flokkanna.

Með bestu kveðju til ykkar allra.

Gunnar.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Skemmtileg stund Kalli og frábær aðstaða. Ég er sannfærð um að fuglaskoðun í húsinu á Leirunum á eftir að verða eftirsótt af fuglaáhugafólki.

Þetta eru vinsæl "orkustöð" svona á leið fuglanna á varpstöðvarnar... en við vitum að orkuna er líka hægt að sækja á fleiri staði í Mosfellsbæ en í voginn fallega.

Herdís Sigurjónsdóttir, 30.4.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Polaris 800

Er leyfilegt að aka þarna um á hjólum. Hverfa ekki öll ummerki á flóði ?

Polaris 800, 1.5.2009 kl. 16:55

4 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Þetta er frábært!  Gaman að þessu fyrir hina fjölmörgu sem hafa áhuga á fuglalífinu:)

Ég óska ykkur í Mosó til hamingju með þetta framtak:)

Kær kveðja 

Linda Gíslad.

Linda Samsonar Gísladóttir, 1.5.2009 kl. 22:45

5 Smámynd: steinimagg

Flott

steinimagg, 2.5.2009 kl. 01:03

6 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna kæru vinir.

Pólaris, hjólreyðar eru af hinu góða og fjöldi skemmtilegra leiða í Mosó. Er ekki erfitt að hjóla í fjörunni?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 2.5.2009 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband