Bland í poka

Stúlkan okkar, hún Birna var að koma af vorhátíð í skólanum sínum, Varmárskóla. Hún ásamt nokkrum nemendum las texta úr sögunni Sálinni hans Jóns mín. Öll stóðu börnin sig með stakri prýði og var hátíðin mjög skemmtileg.

Að lokinni hátíðinni var ferðinni heitið í Krónuna og fékk Birna m.a. að velja sér smá bland í poka í tilefni dagsins.

Þegar komið var að kassanum var pokanum skellt á vigtina og hljóðaði reikningurinn upp á 562 krónur. Eitthvað vafðist þessi upphæð fyrir móðurinni og bað hún afgreiðslumannin að vigta aftur. Hann gerði það og út kom sama upphæð. Hann sagði í kjölfarið vera löngu hættur að kaupa sér bland í poka, það hefði hækkað svo mikið. Fyrr má nú rota en dauðrota.

Nú fer maður aftur að búa til heimagerðar karamellur eins og maður gerði í gamla daga.

Uppskriftin er svohljóðandi: 2 - 6 kg sykur (eftir smekk), 2 matskeiðar kakó, 1 l mjólk og pínu salt og málið dautt.

Muna að bursta tennurnar vel að loknu átinu.

Nammi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Eitthvað rámar mig í heimagerðar karamellur, smá reyk og brunalykt

steinimagg, 2.5.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband