Ég fékk sérlega skemmtilegt og frumlegt símtal í dag, þar sem þess var farið á leit við mig hvort ég væri tilbúinn til þess að frumflytja nýtt lag á bloggsíðu minni.
Það er mér sannarlega ánægja og heyður að fá tækifæri til þess og hér getið þið kæru bloggvinir og aðrir gestir heyrt í gömlu félögum mínum og vinum úr tónlistinni til margra ára.
Kæru vinir, Biggi, Sigurgeir, jói og Ingó. Gangi ykkur allt í haginn og mikið vona ég að ævintýrið sem við áttum saman fyrir tíu árum við fluttning þessara meistaraverka CCR um land allt eigi eftir að endurtaka sig hjá ykkur. Þetta er frábærlega vel gert hjá ykkur eins og við var að búast.
Kalli Tomm.
Eftirfarandi texti fylgdi sendingunni frá köppunum.
CCREYKJAVÍK eru:
Birgir Haraldsson: Söngur
Ingólfur Sigurðsson: Trommur, slagverk og milliraddir
Jóhann Ásmundsson: Bassi, hljómborð og forritun
Sigurgeir Sigmundsson: Kassa-, raf-, kjöltu- og pedal stál gítar
Aðrir hljóðfæraleikarar
Þórir Úlfarsson: píanó í Rockn all over the world og orgel í I put a spell on you
Eiríkur Hauksson söngur í It came out from the sky og Rockin all over the world
Upptökur fóru fram í hljóðveri FÍH, gítarvinnustofunni í Löngubrekku, hljóðveri Jóhanns Ásmundssonar í Laugarnesi og í Furunni hljóðveri Þóris Úlfarssonar á tímabilinu maí 2008 til mars 2009.
Upptökum stjórnaði Jóhann Ásmundsson
Aðstoðarmaður í hljóðveri: Ásmundur Jóhannsson
Útsetningar samvinnuverkefni CCREYKJVÍK
Hljóðblöndun gerði Jóhann Ásmundsson í hljóðveri sínu í Laugarnesi
Hönnun: Nikulás Róbersson
Prentun: Ljósrit og prent
Framleiðsla: Ljósrit og Prent.
Ljósmynd á framlið og bakhlið tók Ríkarður Bergstað Jónasson 1967
Ljósmynd af CCREYKJVÍK: Finnbogi Marinósson
1967
Það var í september 1999 að þeir félagarnir Birgir Haraldsson og Karl Tómasson sem höfðu unnið saman um árabil í hljómsveitinni Gildran og 66 fengu þá hugmynd að flytja tónlist John Fogerty og Creedence Clearwater Revival. Bjuggust menn við því að aðeins yrði um eitt kv öld að ræða, en þær væntingar brugðust algerlega.
Sér til liðs fengu þeir gamlan félaga úr Gildrunni gítarleikarann Sigurgeir Sigmundsson og fljótlega bættist Jóhann Ásmundsson bassaleikari úr Mezzoforte í hópinn og til varð hljómsveitin Gildrumezz. Fljótt varð mikil eftirspurn eftir hljómsveitinni sem minnkaði ekki þegar að platan Rockn´n roll kom út árið 2000 sem innihélt eingöngu lög eftir John Fogerty.
Heimastöð Gildrumezz var veitingastaðurinn Álafoss föt bezt í Mosfellsbæ sem Karl Tómasson trymbill átti og rak. Lék hljómsveitin þar samfellt fyrir fullu húsi á veitngastaðnum um 80 kvöld á ári 1999-2002 auk þess að fylla flesta veitingastaði landsins og það eingöngu með lögum frá John Fogerty og CCR. Þegar að trommarinn og driffjöðurinn Karl Tómasson hóf þátttöku í bæjarmálapólitík í Mosfellsbæ lagði hljómsveitin upp laupana eftir annars farsælan feril og ca 300 uppákomur.
Nú 10 árum seinna hafa Birgir, Jóhann og Sigurgeir komið á ný saman með Greifanum Ingólfi Sigurðssyni við trommurnar og mynda hljómsveitina CCREYKJAVÍK sem eingöngu leikur lög eftir John Fogerty og lög sem hann gerði gert vinsæl með félögum sínum í CCR. Ingólfur kom í stað Karls Tómassonar sem nú hefur yfirgefið trommusettið til þess að stýra bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Diskurinn 1967 ber nafn eftir stofnári hljómsveitarinnar Creedence Clearwater Reviwal sem var stofnuð formlega árið 1967 eftir nokkrar fæðingarhríðir og nafnabreytingar.
Það eru forréttindi að mega spila, útsetja og taka upp lög snillinga eins og John Fogerty. Því líkur efniviður !!! Það er ekki ætlun okkar að lögin hljómi eins og hjá meistaranum og vonum að það sem við höfum sett í lögin að þessu sinni geri þau ekki verri.
Rauði þráðurinn í gegnum þessa plötu sem þú hefur nú undir höndum er að leyfa spilagleðinni að njóta sín. Við vonum að hún hafi skilað sér á plast. Þá hefur ætlunarverkið tekist.
Reykjavík apríl 2009
CCREYKJAVÍK. Biggi, Sigurgeir, Jói og Ingó.
XX xx x
Athugasemdir
Ja, hérna hér! Ég segi nú ekki meira. Þvílík snilld!! Þarna þekki ég mína uppáhaldsmenn í gírnum. Greinilega allir í banastuði og þegar þessir snillingar eru í stuði þá halda engar botngjarðir.
Þessir snillingar( trommuleikarann þekki ég reyndar ekki) er án efa meðal fremstu tónlistamenn okkar tíma, enda spilandi á öllum helstu viðburðum landsins, þar sem krafist er óaðfinnanlegrar fagmennsku.
Til hamingju með þetta, snillingar.
HP Foss, 31.3.2009 kl. 21:53
Já ég er nú bara aldrei þessu vant sammála HP, þetta er BARA flott, til hamingju.
Hlakka til að heyra allan diskinn.
steinimagg, 31.3.2009 kl. 22:01
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 31.3.2009 kl. 22:27
Hér er á ferðinni algjör negla sem steinliggur inni. ´Þarna er augljóslega á ferðinni menn sem kunna að kroppa í strengina lúskra á húðunum og þenja raddböndin. Einvala lið snillinga sem betrumbæta gamalt meistaraverk sem ég hélt að ekki væri hægt að toppa. Geðveikt sánd! Gæsahúðin fór niður bakið. Þessir kappar hafa augljóslega drukkið lýsið sitt í denn, því fingrafimin er skuggaleg,bítið brakandi fínt og BIG FOGERTY nær suðurríkja tóninum alveg glimrandi.
Innilega til hamingju ef restin er jafngóð erum við að tala um meistaraverk því yfirleitt eru cover-bönd ekki að höndla verkefnin en mér sýnist sem Jhonny gamli ætti að sparka bandinu sínu og ráða hina íslensku CCR í djobbið!
Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:30
Þetta er feiknarþéttur flutningur. Þrælgott.
Sigurður Þorsteinsson, 1.4.2009 kl. 06:29
ótrúlegir og frábærir tónlistarmenn ég á plötur með ykkur.
Erla
Erla (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 20:00
góðir
Hvíti Riddarinn, 1.4.2009 kl. 20:44
Lengi lifir í gömlum glæðum!
Æ, hvað er gaman að frétta að þið eruð farnir að vinna saman aftur, gamla gengið mitt.
Böllin á Áló í denn voru ógleymanleg og þeirra er sárt saknað. Það gerðist alltaf einhver galdur þegar þið byrjuðuð að spila, hrollurinn læddist niður bakið og gæsahúðin spratt fram - algjör unaður. Enda sótti ég þau allmörg böllin ykkar á þessum árum og kynntist ykkur mjög vel um leið.
Mér heyrist á þessari upptöku að tekist hafi að finna góðan mann í þinn stað Kalli minn, og það hefur ekki verið hlaupið að því, þar sem þessi tónlist er þess eðlis að trommuleikurinn má ekki vera of soft en heldur alls ekki og harður/þungur. Þú veist vel hvað ég meina. Ég hef heyrt mjúka djasstrommuleikara og jafnframt bestu þungarokkstrommara stúta trommuleiknum í lögum CCR vegna þess að þeir virðast ekki átta sig á þessu samspili.
Það er ekki að spyrja að hinum stráknum, Bigga, Geira og Jóa - það er eins og þeir hafi bara aldrei gert annað en að spila þessa tónlist - óaðfinnanlegt, enda ekki við öðru að búast!
Þennan disk ætla ég að komast yfir asap enda á ég þann gamla og held mikið upp á.
Það var gaman að sjá kallinn í höllinni í fyrra, og ég skildi enn betur þá hvað hann er mikið megadúndur í öllu sínu veldi ;o)
Það verður gaman að fylgjast með CCReykjavík - eina bandið sem virkilega getur koverað CCR - :o)
Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.