Samstarf í 30 ár

Biggi og Kalli

Á þessu ári, eru liðin 30 ár frá því að við Biggi og Þórhallur hófum samstarf. Fyrsta hljómsveitin okkar hét, Sextett Bigga Haralds og þá kom Pass og þar á eftir Gildran. Síðar stofnuðum við Biggi Dúett, sem við kölluðum, Sextíuogsex.

Í vikunni sem nú er að líða var ég ásamt Bigga og Þóri Kristinssyni, textahöfundi Gildrunnar til margra ára, að leggja lokahönd á fyrstu sólóplötu Bigga. Sólóplötu sem hann og Þórir hafa nú á annað ár verið að vinna að. Platan er einstaklega hlý og falleg.

null

Gildran. Biggi, Þórhallur, Kalli og Sigurgeir.

Huldumenn framan 100dpi

Hugarfóstur

Draumur okkar Gildrufélaga er að koma saman í tilefni af 30 ára afmælinu og jafnvel endurútgefa okkar fyrstu tvær plötur saman á tvöfaldan cd. Fyrsta plata okkar, Huldumenn, var einungis gefin út á vínil. Hugarfóstur var einnig gefin út á cd. Plöturnar eru báðar ófáanlegar.

Árið 2009, verður Bigga og Gildrunnar.

Birgir Haraldsson er einn magnaðasti rokksöngvari okkar Íslendinga fyrr og síðar, hann er einnig, einn mesti ljúflingur sem ég hef nokkru sinni kynnst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég myndi fagna því (tónleikum og 2xCD)

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 00:06

2 identicon

Sæll Kalli minn. Merkilegt hvað tíminn flýgur hratt. Ungir menn fullir af sköpunarkrafti og miklum tónlistarhæfileikum leiddu saman krafta sína. Biggi með sína kraftmiklu og fallegu rödd sem sjálfsagt hefði mátt þjálfa upp í hetju-tenór sem án efa hefði orðið sú besta í þeirri deildinni en Biggi er rokkari og frábær sem slíkur. Þórhallur algjört galdrakarl á bassann og hámenntaður í hljóðfæraleik,melódískur og tæknilegur og þéttleikinn eins og veggur. Karl á trommunum algjört einsdæmi hvað tækni og fjölhæfni snerti,jafnvígur á allar tónlistastefnur hvort um væri að ræða rokk eða jazz. Hljóðfærin leika í höndum hans hvað sem þau heita og tóneyrað fullkomið. Minnstu smáatriði fara ekki fram hjá Karli.

Tríóið Gildran var frumleg kraftmikil og lét aðrað hljómsveitir líta illa út þegar komið var á svið. Þéttleikinn samhæfnin og snilldarspilamennska kom helstu poppurum landsins úr jafnvægi en snillingar á borð við Guðmund Ingólfsson  Jasspíanistahéldu vart vatni yfir snilligáfunni. Nýr hljómur nýr kraftur. Fávísir útvarpsmenn reyndu að klína U2 stimpli á sem var fáránlegur enda tónlistarlegur bakgrunnur kominn frá Creedence clearwater, Black Sabbath, Uriah Heep,Rush og öðrum toppsveitum sjötta og sjöunda áratugarins.

Innkoma Sigurgeirs í hljómsveitina var frábær. Enn einn Snillingurinn með stóru Essi. Gildran var án efa lang-vinsælasta tómnleikaband landsins á þessum tímapunkti. Húsfyllir eftir húsfyllir með eigin lagasmíðum og tónlist er eitthvað sem er fráleitt í dag. Dansiballa og kráarhark er það sem innlendir tónlistarmenn þurfa að sætta sig við í dag eigi þeir að draga fram lífið á tónlistinni. Sorglegt og líka er sorglegt að sjá hversu tölvan hefur fækkað frábærum hljóðfæraleikurum. Hljómsveit á borð við Gildruna eiga menn ekki eftir að sjá aftur, til þess hefur færni ungra hljóðfæraleikara hrakað of mikið. Þið tókuð ykkur meðlimi Black Sabbath til fyrirmyndar og æfðuð þrotlaust þangað til færnin var orðin stórkostleg.

Eins og frábær tónlist er jafnan þá eldast lögin ykkar vel. Framtíðin mun nefna ykkur Mozart eða bara Mos-Art, þið eruð frábærir allir saman.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Dunni

Það er ekki hægt að bæta um betur eftir skrif síðasta ræðumanns.  Gildran var topp rokkband á sínum tíma. Og ekki bara á íslenskan mælikvarða.

Ég er með Gildruna á sömu hillu og Dáta, Flowers og Trúbrot, með Jöklinum og Karli Jóhanni.  Einfaldlega bestu rokksveitir Íslandssögunnar. Og reyndar getur Ævintýri líka verið í þessum hópi. Það var ekki bara dísætt píkupopp sem sú flotta sveit bauð upp á.

Verður gaman að fá gömlu Gildrudiskífurnar á CD.  Hlakka til þess.

Dunni, 22.3.2009 kl. 19:36

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég mundi fagna útgáfu á disk :-)

Kristján Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 19:39

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flottir strákar kæri kalli !

KærleiksLjós  til þín frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 10:39

6 Smámynd: steinimagg

Já það hrannast upp góðar minningar þegar maður les þetta. Það væri snilli að fá Huldumenn á CD já og auðvitað lögin með Pass, ég á nú eitthvað af þeim á spólu, hún er snilldin ein.

steinimagg, 24.3.2009 kl. 20:39

7 Smámynd: HP Foss

Ég var nú alltaf meira fyrir SS sól.

HP Foss, 24.3.2009 kl. 21:30

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gaman væri að fá þetta á tvöföldum disk.

Hilmar Gunnlaugsson, 24.3.2009 kl. 22:50

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

flottastir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband