Magnaður trommuleikur

Trommuleikur Ringo Star er óborganlegur í þessu lagi, eins og svo mörgum öðrum. Einfaldleikinn alsráðandi enn samt svo afgerandi sláttur sem lyftir laginu í einhverjar óútskýranlegar hæðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sammála...

Hann er vanmetnasti meðlimur Bítlanna. Ég held að aðalega tónlistarmenn skiljii hvað hann er ótrúlega góður frekar en aðrir því að spilamennska hans byggir fyrst og fremst á því að grúfa heldur en að vera með einhverja sirkhústakta. Í raun er hægt að finna þetta í mörgum þeirra lögum hvað trommuleikurinn er stundum að gera lagið eins og t.d í laginu im so tierd.

Brynjar Jóhannsson, 28.2.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Steini Thorst

Ég er svo algjörlega að misskilja góðan trommuleik ef þetta þykir vera eitthvað til að skrifa sérstaklega um.......

En kannski hefur það eitthvað að segja hjá mér að Bítlarnir eru í mínum huga langt fyrir neðan Hubba Pubba í tyggjókúlukeppninni. Finnst Ringo vera djók og MaCartney á svipuðum stað og Bjartmar Gunnlaugsson, höfundur og flytjandi af nokkrum góðum og slæmum slögurum en afspyrnu leiðinlegur flytjandi þeirra sömu söngva.

:)

Steini Thorst, 28.2.2009 kl. 21:34

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er ekkert minna en snilld.  Trommuleikurinn.  Snilldin fellst einhvernvegin í einfaldleikanum.

Með McCartney, þá var og er hann auðvitað líka snillingur en styrkleiki hans fólst, að mínu mati, í fjölhæfni,  ótrúlegri vinnusemi og einbeitni.

Í restina hélt hann Bítlunum saman, samkv. mínum rannsóknum, og merkilegt hvernig tókst að skapa 2-3 síðustu plöturnar.  þ.e. miðað við að hljómsveitn var eiginlega í upplausn.

Enn merkilegra er að það eru, aftur að mínu mati, með bestu plötum Bítlanna og þ.a.l. bestu plötur poppsögunnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 22:04

4 identicon

Sammála þér Kalli. Þetta lag er líka eitthvað svo "einfaldlega" gott. Ingólfur Margeirsson rekur söguna við upptöku þessa lags sem og allra hjá Bítlunum í bókinni "Bylting Bítlanna". Rituð eftir þáttaröð hans á RUV. Trommuleikur Ringo í upphafi ferils þeirra þótti alltaf vera framúrskarandi en hann féll eðlilega alltaf í skuggann af Lennon og McCartney sem tónlistarmaður. Ringo hefur reyndar aldrei fyrirgefið Georg Martin að nota session trommuleikara við upptökur á fyrstu smáskifu þeirra, Love me Do. Martin var ekki alveg viss um hæfileika Ringo þá. The rest is the history.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 20:41

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

KærleiksLjós til þín kæri kalli. er alltaf hrifinn af bítlunum

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 07:49

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert sjálfur flottastur Karl Tómasson, sem manneskja.    Annars var ég hrifin af Bítlunum, en ég elskaði Elvis Presley.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 22:18

7 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Áhugamönnum um tromm vísa ég hingað.

Þórður Björn Sigurðsson, 9.3.2009 kl. 00:50

8 Smámynd: steinimagg

Þetta er líka ágætt (sérstaklega þegar ca 4 min eru liðnar:-) en þessi er nú alltaf bestur.

steinimagg, 13.3.2009 kl. 23:13

9 identicon

Þessi trommuleikur sem hér sést fær a.m.k. atkvæði mitt fyrir mesta frumleikann:

http://www.youtube.com/watch?v=ysUjYAi0WcQ

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband