Ég skora á alla að taka þátt

Kjarni mið

Eins og fram kemur á vef Mosfellsbæjar, mos.is hefur nú verið opnuð skipulagsgátt. þar sem íbúum og öðrum áhugasömum gefst kostur á að senda inn athugasemdir, tillögur og hugmyndir tengdar endurskoðun aðalskipulagsins. 

Bæjaryfirvöld hafa lagt og leggja mikla áherslu á aðkomu og virkt samráð við bæjarbúa við endurskoðun aðalskipulagsins.

Nánar er hægt að lesa um þetta á mos.is. Ég hvet sem flesta til að taka þátt.

Þær hugmyndir sem kynntar hafa verið varðandi hið nýja miðbæjarskipulag virðast leggjast afar vel í bæjarbúa og hef ég fengið mörg jákvæð og skemmtileg viðbrögð frá bæjarbúum vegna þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Endalausa lýðræði er þetta þarna uppfrá?  Þetta er að verða eins og í Hafnarfirðinum, þar sem ekkert má gera nema biðja bæjarbúa leyfis, erum við þó búin að kjósa þetta fólk í lýðræðislegum kosningum.

Reyndar erum við með kratana við stjórnvölinn, bærinn kominn algerlega á hliðina, en við verðum að gera það upp í næstu kosningum. Þá verður þeim refsað.

HP Foss, 26.2.2009 kl. 12:54

2 identicon

Þetta nýja miðbæjarskipulag virkar mjög töff miðað við þær tölvuteikningar sem maður hefur séð.

Júlíus Rafn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:01

3 identicon

Refsa krötunum? Ég sem kaus Samfylkinguna hér í Mosfellsbæ síðast þótt mér þætti súrt í broti að Jónas og félagar höfnuðu sameiginlegu framboði með vg. Það er eins og flokksforystan hérna sé galtóm milli eyrnanna. Ég sagði við konuna mína þegar ég sá myndir af nýja miðbænum yfir hverju munu umhverfiskratarnir í flokknum nú kvarta yfir? ´Þetta virðist vera afar fallega unnið og vel heppnað fyrirkomulag og sérstaklega smekklegt. Ég er annars hundóánægður með Samfylkinguna þau virðast vera á móti öllu sem er gert í bænum. Hvurskonar kjánaskapur er í gangi hérna. Þarf ekki að fara að skipta um fólk í forystunni? það finnst mér a.m.k. hefur Jónas ekki leitt í 15 ár.

Gunnar H. (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:24

4 identicon

Halli og Kalli eru að brillera. Hver hefði trúað því fyrirfram að D-listi og VG gætu náð  að vinna svona vel saman. Haraldur og Karl eru klárlega séntilmenn sem leggja mikið upp úr faglegum vinnubrögðum. Nýja skipulagið í miðbænum er einstaklega vel heppnað að mínu mati.

Eins og við var að búast er fýlupokakvintettinn í Kvosinni jafn rammfalskur og venjulega alveg úr takti og mollinn verulega laskaður.

Góð hugmynd að sprotafyrirtæki gæti verið að taka upp í þeim óhljóðin á snældu og tengja við þjófavarnarkerfi. Harðsoðnustu smákrimmar myndu án efa flýja á braut enda leiðindin slík að hér er um óþynntan eyrnarvítissóda að ræða.

þrjóturinn væri þegar í hvarfi.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband