Það er furðulegt hvað þetta vekur upp margar spurningar hjá mér.

VindhaniFormaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, segir skipulagða rógsherferð hafa verið gagnvart sér á blogginu í viðtali við Fréttablaðið.

Spurður hvaða hópur það sé sem standi á bak við þessa meintu rógsherferð svarar Sigmundur Davíð umbúðalaust; Samfylkingin.

Það er furðulegt hvað þetta vekur upp margar spurningar hjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he spurningin er ekkert sérlega flókinn.. það er búið að plotta næstu ríkisstjórn.. sjálfstektar og Framsóknar..  við þurfum að halda vel á spilunum fram að kosningum..

Óskar Þorkelsson, 22.2.2009 kl. 18:18

2 identicon

Leiðrétti sig svo síðar og sagði að þetta væri ákveðinn hópur innan fylkingarinnar. Sem segir okkur hvað Samfylkingin er sundurlaus flokkur í raun. En hann kastar samt einkennilegum fýlubombum miðað við að Framsókn kaus að ábyrgjast þennan flokk. Loksins er svo efnahagsáætlunin þeirra að birtast og hugur segir mér að hún innihaldi ekki sama bítið og áætlun VG og Samfylkingarinnar. Lyktar svo allt af kosningaráróðri.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:06

3 identicon

Já var það ekki?

Mér finnst ég einmitt vera búin að benda á þetta svo lengi - gott að aðrir séu farnir að sjá í gegnum skrípóið líka - þó Frammari sé.

Hann er líklega enn nógu ferskur í hausnum og nýr á markaði til þess að láta ekki telja sér trú um að hlutirnir séu eitthvað annað en nákvæmlega það sem hann sér.

Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:40

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi Sigmund formann Framsóknar þá er hann sem óskrifað blað. Hvernig getur nánast óþekktur maður sem gengur í flokkinn nokkrum vikum fyrir formannskjör komið, séð og sigrað! Hver er þessi maður og hver eru markmið hans?

Mjög margir eru efins um að þetta sé unnt nema að einhverjir valdamiklir gróðapungar standi að baki þessum nýja formanni. Framsóknarflokkurinn hefur beðið gríðarlega hnekki á undanförnum árum og hefur fjarlægst mjög hinum upphaflegu markmiðum sínum. Flokkurinn hefur ásamt Sjálfstæðisflokknum verið gróðrastía spillingar og það er nánast óhugsandi að fram geti farið „sótthreinsun“ á flokknum með vali eins manns í forystu. Það eru baktjaldamennirnir sem ráða með því að toga í spotta og veita gjafir á rétta augnablikinu, allt til að véla kjósendur rétt fyrir kjördag. Var þetta ekki stundað grimmt í Róm til forna? Voru það ekki auðmennirnir sem jusu fé í sveltandi lýðinn, otaði að honum brauðhleif og gáfu þeim aðgang að ókeypis leikum í Colosseum?

Sagan endurtekur sig, því miður oft skuggahliðar hennar.

Meginmarkmið okkar VG fólks er að bjóða að vori fólk í framboð sem sýnt hefur ákveðni, skynsemi, heiðarleika og umfram allt víðsýni og auk þess hefur á yfirgripsmikilli reynslu og góðri menntun að byggja.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.2.2009 kl. 10:57

5 identicon

Arfa-lélegt skáld ofan af Akranesi skrifaði víst einhverntíman sögu um glæp. Þar var víst þessi makalausa setning: "enginn verður óbarinn verkfræðingur eða a.m.k. nóg barin verkfræðingur" Kannski er Sigmundur Davíð bara að kynnast hinni réttu Samfylkingu.

Varmársamtökin hafa komið fram undir því yfirskyni að þau væru umhverfisverndarsamtök þegar þau eru í raun og veru pólítísk neðanjarðarsamtök Samfylkingarinnar.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband