Margur furðar sig á þolinmæðinni

Mikil umræða hefur átt sér stað í þjóðfélaginu um einelti og nú síðast svokallað rafrænt einelti.

Þolinmæði þrautir vinnur allar segir gott máltæki og í öðru góðu máltæki segir, réttlætið sigrar að lokum.

Eflaust hafa margir furðað sig á þolinmæði minni í því að reyna hér á síðunni að gera grein fyrir síðu bloggdólgs sem haldið var úti mér til höfuðs. Skrif mín og barátta gegn þeirri síðu voru ekki einungis vegna þess að þau særðu mig svo mjög og í raun voru þau löngu hætt að gera það þegar á leið.

Skrif mín voru fyrst og fremst til að vekja athygli á því, að til eru aðilar sem stunda það að halda úti bloggsíðum til þess eins að veitast að fólki með háði og lítilsvirðingu undir nafnleynd. Með öðrum orðum rafrænt einelti. Svo stórmannlegt sem það kann nú að vera. 

Réttlætið sigrar að lokum

Þessi síða sem ég tala um hér að ofan gekk undir heitinu Valdi Sturlaugz, hann gekk oftast undir nafninu Varmársamtaka Valdi. Það var bæði vegna óendanlegs áhuga Valda á Varmársamtökunum eins og fram kom í höfundarlýsingu hjá honum, einnig vegna þess að hann var lengi vel linkur á heimasíðu Varmársamtakanna og ekki síst skrifum stjórnarmanna samtakanna á síðu Valda.

Þessari umræddu síðu sem haldið var úti á Vísis blogginu var lokað umsvifalaust þegar yfir henni var kvartað. Þar var linnulítið haldið úti svívirðingum og tilhæfulausum ávirðingum og ásökunum á fáeina aðila í á annað ár.

Sama dag og Vísir sá ástæðu til að loka síðu Varmársamtaka Valda stofnaði Valdi síðu á blogspot.com sem hann kallaði Smjerjarmur í hallelújalandi. Þeirri síðu var einnig lokað nokkrum dögum síðar og önnur opnuð á Moggabloggi en að þessu sinni var búið að fjarlægja nafn Varmársamtaka Valda og myndina af honum og í staðin sett inn mynd af manni við bílaviðgerðir.

Þessi Smjerjarmur er eins og dæmin sanna einhverahlutavegna með mig á heilanum eins og Varmársamtaka Valdi var. Í dag setti Smjerjarmur þessi inn færslu þar sem hann reynir að halda því fram að honum séu þessi samtök algerlega óviðkomandi. Dæmi nú hver fyrir sig. Sennilega hefur Smjerjarmur ekki gert sér grein fyrir því að mynd náðist af blogginu hans áður en Varmársamtaka Valda var eytt út.

Valdi Sturlaugz 1

Smjerjarmur og Valdi vinur hans.

Valdi Sturlaugz 2

Smjerjarmur en engin Varmársamtaka Valdi

Rafrænt einelti

Eins og áður segir er þessi umræða sem þarna fer fram löngu hætt að snerta mig persónulega en ég á mína ættingja og vini eins og flestir aðrir. Fyrst og síðast er það einnig eins og áður segir þessi lágkúra sem felst í því að halda úti slíkum síðum sem ég þreytist ekki á að gagnrýna. Þolinmæðin þrautir vinnur allar.

Ágæti lesandi þú þarft ekki annað en að vippa þér yfir á síðu Smjerjarms, rétt eins og á Valda forðum til að sjá það sem ég skrifa hér um.

Nú síðast gengur hann svo langt að tengja hörmulegt einelti sem átti sér stað í Mosfellsbæ við skrif mín á minni síðu.

Umræða á þessum síðum tengist á engan hátt umhverfismálum, eingöngu út á það að sverta mannorð mitt og mína æru.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri félagi Karl Tómasson. Ef þú hefðir hefðir þann mann að geyma sem þér er ætlað að vera, þá mættu flestir stórleikarar heimsins skammast sín, ef ég á að dæmi þína persónu þegar við hittumst síðast. Þú værir þá á rangri hillu. Vona svo innilega félagi að þessu fari að linna því þetta hlýtur að vera búið að vera óbærilegt fyrir þig og ekki síst konuna og börnin þín, eins og þú varst sjálfur að vísa til. Hlakka til að hitta þig aftur. Kær kveðja, Einar Áskelsson.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:45

2 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru vinir, Þórir og Einar.

Eins og ég reyni að koma til skila í færslu minni, þá er það fyrst og fremst sá ótrúlegi ásetningur og vilji hjá þessum einstaklingum að reyna að koma höggi á einstaklinga undir nafnleynd sem vakir fyrir mér.

Ég er löngu orðin ónæmur fyrir þessum skrifum. 

Þessum skrifum þarf samt sem áður að linna, því eins og fram kom á ráðstefnunni um rafrænt einelti getur það haft rétt eins og annað einelti alvarlegar afleiðingar, ekki síst á nána ættingja, bæði gerenda og þolenda.

Ég er ferskur og fínn kæru vinir og hlakka til að sjá ykkur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 17.2.2009 kl. 23:10

3 identicon

Þórir, þú verður að taka númer og bíða í röð.

Þetta lið hefur hótað svo mörgum sem voga sér að gagnrýna það og þess málflutning, málsóknum á báða bóga að það hlýtur einfaldlega að vera að þú verðir látinn bíða í röð! Þau nefnilega bara hóta en framkvæma ekki.

Af einhverjum ástæðum hafa þau aldrei hótað mér málsókn, bara eignað skrif mín öðrum og verið með meintar hálærðar spekúlasjónir um geðheilsu mína. Líklega er það vegna þess að þau vita að allt sem ég hef sagt um athæfi þess er satt og rétt. Þau veit upp á sig skömmina.

Þetta er fyrsta flokks efni í farsa, það verður að segjast eins og er.

Ég er viss um að fjölmiðlar hafa heilmikinn áhuga á tengslum Varmársamtakanna, Samfylkingarinnar, Varmársamtaka-Valda (aka Smjerjarmur) og Jóns Baldvins. Ekki það að ég ætli að tjá mig um hugsanlegan formannsslag Jóns Baldvins sem slíks, en þetta fólk sem stendur að Varmársamtökunum vill víst hafa allt uppi á borðinu og að rætt sé um hlutina gersamlega í magnþrot og kalla það lýðræðislega nálgun.

Það væri nú virkilega gaman að sjá og heyra þetta fólk tala um þessi áður nefndu tengsl Varmársamtaka-Valda, sem hefur lengi verið einn helsti merkisberi Varmársamtakanna og Jóns Baldvins á sama hátt og það vill ræða umhverfis- og skipulagsmál Mosfellsbæjar og aðkomu bæjarins að þeim annarsvegar og hugsanlegar mútur og mútuþægni bæjarstjórnarinnar og forseta bæjarstjórnar hvað þau mál og önnur varðar hinsvegar. 

Skyldu þau vera eins kjaftaglöð þegar kemur að því að þessi felusamtök Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ þurfi að útskýra tengsl Valda og Jóns Baldvins? Útskýra hver Valdi er?

Ég geri mér í hugarlund einhvernveginn að Jóni Baldvini og Samfylkingunni þyki ekki fengur í Varmársamtaka-Valda og öllu því sem hann stendur fyrir, þegar upp verður staðið. 

Það vita það allir sem Kalla þekkja að hann er gull af manni. Hann og fjölskylda hans eru yndisleg heim að sækja og vilja umfram allt lifa í friði og sátt við Guð og menn. Karl er seinþreyttur til vandræða og ég persónulega þekki engan mann sem er viljugri til þess að fyrirgefa. Það að fyrirgefa, að geta fyrirgefið, er sá kostur Karls sem ég dáist hvað mest að. Fyrir utan hvað hann er nú skrambi skemmtilegur!

Þennan eiginleika Karls mistaka margir sem aumingjaskap í honum og telja ekkert léttara en að valta yfir hann og níða hann í svaðið ef svo ber undir. Það kemur þeim hinum sömu því iðulega á óvart að komast að því að hann getur orðið reiður, bitið frá sér, látið í sér heyra og verið  fastur fyrir. Ég hef séð fáum bregða eins mikið í brún og þeim sem á horfðu í þau örfáu skipti sem ég hef séð Karl skipta skapi.

Þetta fólk í Varmársamtökunum, aka Felu-Samfylkingunni hér í bæ, hélt að það yrði leikur einn að knésetja Karl - eins og að drekka vatn. Það raunverulega trúði því að það væri í eðli hans að fela sig á bak við gardínur!!!  

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:17

4 identicon

Þessar myndir eru líka flottar og segja í raun allt sem segja þarf. Viljinn til þess að halda áfram að menga út frá sér og spilla og sóða út umhverfi sitt. Kannski er þarna dulin glæpahneigð á ferð, eins og með þá glæpamenn sem koma sér fyrir í nýjum samfélagum og skipta um nafn og fortíð og fela slóðina?

Annars er hausmynd Smjerjarms af einhverjum plömmer að fjarlægja bíl af bílastæði með dráttarbíl. Táknræn fyrir stöðu Varmársamtakanna og Varmársamtaka Valda Smjerjarms? Gömlu druslunni lagt í stæði þar sem hún er látin grotna niður, gagnlaus og smáð, og svo koma þeir sem ant er um umhverfi sitt og fjarlægja þennan mengunarvald og fara með hann á hauganna. Láta pressa hann saman í blikklump sem seldur er í brotajárn og lélega endurvinnslu, kannski. Líklega bara hent!!!

Skyldi þessa mynd af Smjerjarmi plömmer mega túlka sem átakanlegt ákall um hjálp?

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:47

5 identicon

Kolfinna Baldvins er nú stjórnarmaður í samtökunum og Bryndís Scram hágrét fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar þegar gatnagerð hérna innanbæjar var í kastljósinu rétt fyrir alþingiskosningar, en ég hélt ekki að persónusvívirðingar væru þeirra tebolli.  Nú er maður eiginlega að verða spenntur, kannski er fjölmiðlabomba í uppsiglingu hér í Mosfellsbæ hver veit. Huldumaðurinn Valdi Sturlaugz/Smjerjarmur hlýtur að vera býsna öruggur með sig á moggablogginu sérstaklega í ljósi þess að yfirmaður bloggsvæðisins Árni Mattíasson kallaði þig sérstakan menningaróvin á Sigurrósartónleikunum frægu. Er hann annars ekki í  vinfengi við þetta umrædda fólk ,það hef ég a.m.k. heyrt. Það getur verið gott að eiga góða vini skilst manni.

kær kveðja Júlli

Júlíus Rafn (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 14:39

6 Smámynd: HP Foss

Þetta er líklega mikil vanlíðan hjá viðkomandi,ég til dæmis, er vart við mælandi fyrir mat vegna hungurs, og enn síður eftir mat vegna ofáts. Niðurstaðan er hrikalega geðsjúkt ofát og offita sem ætlar mann alveg um koll að keyra, sjálfsmatið ekkert orðið og skapið slæmt.

Og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir frúarinnar að troða ofaní mig grænmeti gengur ekki neitt. E Finnson lifir góðu lífi fyrir mína tilstuðlan.

Já, þetta fer allavega illa í mig.

HP Foss, 18.2.2009 kl. 15:11

7 identicon

Er ekki kominn tími til að það verði upplýst hver á færslurnar inná þessum svívirðingabloggi sem hefur víst skipt all-svakalega um tón eftir að Karl fór að fjalla um þennan fræga bloggdólg Smjerjarm.

það er óþolandi að hægt sé að svívirða og ærumeiða undir dulnefni. það  er hinsvegar stórmerkilegt hversu oft nafn Jóns Baldvins og fjölsk. kemur oft upp í þessu máli. Er ekki allra hluta vegna nauðsynlegt að smjerjarmur stígi fram svo saklaust fólk liggi ekki undir grun. Rafrænt einelti fullorðins fólks sem þykist vera siðmenntað er hreinlega ótrúlegt og hlýtur að lýsa hræðilegu ástandi þess sem er gerandi. Smjerjarmur gefðu þig fram ég er viss um að Karl tómasson er með nógu stórt hjarta til þess að fyrirgefa þér. Þú verður hvort sem er afhjúpaður eða afhjúpuð.

Tómas Örn Svavarsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:32

8 identicon

Er það rétt að gömul IP-tala er að verða til þess að gamall vestfirðingur verður tekin niður eins og gamall þvottur. manni er spurn miðað við þann orðróm sem maður heyrir.

er smjerjarmur kannski að vestan?

Stefán Helgi (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:02

9 Smámynd: steinimagg

Sérjarmar eða hvað hann nú heitir kemur varla að vesta, hann hlýtur að koma að neðan.

steinimagg, 18.2.2009 kl. 21:53

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri vinur, það er sem betur fer aldrei lagt meira á mann enn maður þolir, það eru æðri lög sem þar stjórna yfir okkur blessuðum mönnunum. þú kemur sterkur úr þessu, efast ekki í augnablik um það.

ég hugsa oft um þig, og hlakka til að hitta þig í framtíðinni.

fallega er talað um þig í kommentunum og átt þú það örugglega skilið.

kærleiksknús til þín og þinna

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 23:36

11 identicon

Þau eru bókstaflega fyndin þessi systkin á smjerjarmi. taugatitringurinn er greinilegur eins og foringinn í bönkernum forðum með göbbels og fjölsk. Þau vita að endalokin eru í nánd.

ég þekki nokkra verkfræðinga sem allir eru ágætlega greindir en það er greinilega verkfræðingur þarna úti sem er ekki beint mannvitsbrekka.

Annars hlýtur Jón Baldvin Hannibalsson að koma með yfirlýsingu  bráðum.  Maður í hans stöðu getur ekki látið bendla nafn sitt við jafn rætið einelti og átt hefur sér stað á síðu Valda sturlaugz/smjerjarms.

Jóni er í lófa lagið sem félagsmanni í Varmársamtökunum og með dóttur sína  Kolfinnu Baldvinsdóttur sem stjórnarmann að upplýsa okkur hver Varmársamtaka-Valdi er. Hann var jú alltaf fyrsti linkur á heimasíðu Varmársamtakanna og stjórnarmenn voru í byrjun afar hrifnir af Valda/smjerjarmi.  Jón Baldvin hefur opinberlega hrósað þessum samtökum og lofað þau í hástert. Gunnlaugur B. Ólafsson stjórnarmaður í Varmársamtökunum hefur lofað framboð Jóns Baldvins til formanns Samfylkingar á bloggsíðu sinni.  Það hlýtur að liggja í augum uppi að Jón Baldvin getur ekki legið undir grun að eiga nokkra hlutdeild í skrifum Valda Sturlaugz/smjerjarms.

Ég skora hér með á Jón Baldvin Hannibalsson að upplýsa okkur um hver er hinn margumtalaði Valdi Sturlaugz/smjerjarmur og hreinsa þar með mannorð sitt og fjölskyldu sinnar af þessum óþrifnaði.

Hafi Jón Baldvin ekkert að fela hlýtur þetta að vera afar létt verkefni hann þarf bara að gefa upp nafn þessa einstaklings.

Stattu þig Jón þú getur það!

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:07

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einelti hefur svipaða náttúru og bómerang. Fyrr eða síðar hittir það þann sem ekki kann með slíkt að fara.

Þessi endemisvitleysa með að vaða með skömmum yfir samborgara okkar, Karl Tómasson er þeim til mikils vansa. Sérstaklega er ámælisvert að beita einhverju dulnefni.

Annars er alltaf gott fyrir þá ritsóða sem vilja kanna stöðu sína að lesa 25. kafla almennra hegningarlaganna sem fjallar um æruna og vernd hennar. Þá er einnig mjög góð lesning doktorsritgerð Gunnars Thoroddsen en bókin nefnist: Fjölmæli og á að vera til á öllum betri bókasöfnum.

Það er ekkert mál að finna ritsóða ef þörf er á og ef KT telur að þeir gangi of langt, þarf ekki nema eitt símtal til að kæra og óska eftir opinberri rannsókn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.2.2009 kl. 17:31

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kalli minn svona einelti og ofbeldi er alltaf jafn erfitt og mannskemmandi.... fyrir þann sem þannig hagar sér.  Það sést bara hér á síðunni þinni hverslags eðalmenni þú ert og ljúflingur.  Knús á þig minn kæri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2009 kl. 18:19

14 identicon

Ef  þetta fólk í Varmársamtökunum halda að þau séu vel séð hér í bænum þá er þetta ekki til að auka hróður þeirra.

Af hverju í ósköpunum svarar Jón Baldvin ekki ávirðingum sem hér eru uppi er Kannski Jón týndur í hallelújalandi? ég myndi halda að hann vildi ekki láta nafn sitt við síðu þar sem hæðst var að krabbameini Karls og hann sakaður um að misnota börnin sín og að þiggja mútur. Hvað er eiginlega að þessu fólki í Varmársamtökunum. Þetta er algerlega óskiljanlegt.

Kjartan Birgisson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:29

15 identicon

Já, Þórir, systkinin.

Aðalumræðuefnið á síðunni þar er áfengissýki og meðvirkni. Áfengissýki er víst skortur á sjálfstjórn en meðvirknina kann Valdi Smjerjarms svona góð skil á vegna þess að hann virðist hafa sótt námskeið. Ég veit ekkert um þessi mál enda þjáist ég af hvorugu en ég velti fyrir mér afhverju honum eru þessi málefni svona hugleikin og því hann tali af svona mikilli reynslu.

Eða nei, ég undrast það ekki, ég veit af hverju honum er þessi málefni svona hugleikinn að hann þurfi alltaf að vera að vísa í meðferðar úrræði AA-samtakanna. Hann hefði kannski átt að nýta sér þessi úrræði sjálfum sér til góða. 

Þetta er aðalumræðan fyrir utan eða kannski til þess að fela vandræðaganginn sem hljóp á hann vegna tengsla Jóns Baldvins við Varmársamtökin. Nú spyrja menn sig nefnilega og sú krafa gerist æ háværari að Jón Baldvin taki af skarið og opinberi hver þessi bloggdólgur er.

Það er skrýtið hversvegna Jón Baldvin og aðrir félagsmenn hafa ekki krafist þess þar sem Valdi Smjerjarms er á góðri leið með að eyðileggja samtökin þeirra. Jón Baldvin hefur jú verið mikill talsmaður Varmársamtakanna frá upphafi og dóttir hans situr þar í stjórn. Hann getur ekki annað en stórgrætt á því að ganga fram fyrir skjöldu og upplýsa málið.

Varmársamtökin hljóta að vera honum meira virði en svo að hann sé viljugur að láta þau drabbast niður og jafnvel taka hann sjálfan með sér í fallinu - eða er það ekki ... ? 

Ekki vill Jón Baldvin verða þekktur fyrir það í formannsslagnum Samfylkingarinnar að hafa setið hjá aðgerðarlaus þegar bæjarfulltrúi annars stjórnmálaflokks lá undir stjórnlausu einelti. Einelti sem hann hefði getað stöðvað. Einelti félagsskapar sem hann er félagi í og hefði getað upplýst um en gerði ekki. 

Hvernig ætlar hann að svara því á meðan hann reynir að sannfæra Samfylkinguna um að velja sig af hverju hann stóð hjá aðgerðarlaus? 

Valdi Smjerjarms hinsvegar kallar eftir málefnalegri umræðu en leggur ekki í hana sjálfur. Þykist bara vilja haf umræðuna uppi á borðinu, en bara ef hann stjórnar því sjálfur. Ég hef heyrt þetta viðkvæði áður og veit hvaðan það kemur.

Að lokum gerist Valdajarmur svo bíræfinn að benda fórnarlömbum eineltis á að verða sér úti um aðstoð:

ÉG ráðlegg þeim sem eiga um sárt að binda vegna eineltis að snúa sér til Rauða krossins.  Síminn er víst 1717 og þeir eru með átaksviku gegn einelti.  Í þessum síma er hægt að tjá sig við óháðan aðila sem gefur úrræði við hæfi. 

Það er undarlegt að þeir sem beita eineltinu eru farnir að benda fórnarlömbum á hvar þau geta leitað sér aðstoðar.

Hefði verið virðingarvert framtak, hefði afsökunarbeiðni og viðurkenning á sjálfinu fylgt. Kemur hinsvegar út sem enn frekara einelti, og er það svívirðilegt.

Efast einhver um eineltitislburðina hjá þessu liði?

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:31

16 identicon

Rosalega hefur tekist vel til með tenginguna úr Álafosskvosinni yfir á nýja veginn - þetta er allt annað líf og verður enn betra þegar búið verður að steypa veginn. Ætlaði að leita mér upplýsinga um þessa tengingu hjá Varmársamtökunum af því að þau eru svo dugleg að blogga um allt sem kemur Kvosinni við og framkvæmdir þar en þau hafa ekki skrifað neitt um þessa nýju tengingu. Sá nýkega að þau skrifuðu um klúður á mótum þessa vegar og því taldi ég að þau myndu fagna þessari snilldarlausn sem komin er.

Vegurinn er látlaus og fellur vel inn í landslagið svona. Svo sá ég að koma á verslun í hverfið, gagngert til þess að reyna að draga úr umferðarþunga um veginn. Þetta finnst mér sýna að bæjaryfirvöld hafi komið eins vel til móts við kröfum Varmársamtakanna og frekast er unnt.

Af hverju ætli þeim sé mikilvægari Árósasamningurinn en þessi nýja lausn á aðkomunni að kvosinni? Þau blogga um hann að minnsta kosti og svo um eitthvert afmæli.

Spyr sá sem undrar sig.

Linda Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:15

17 identicon

Hvað er Ólafur í Hvarfi að kvarta yfir Mosfellingi og styrkveitingum á smerjarmssíðunni? Merkilegt hvað tæknin getur fært manni ýmislegt merkilegt upp í hendurnar. Flestir héldu einu sinni að tölvupósti sem væri eytt að hann væri þar með grafinn í gleymskunnar dá en svo er ekki. Hefur t.d fólk hugleitt hversu hættulegt er að henda gömlu tölvunni sinni jafnvel þótt þú teljir þig hafa eytt öllum gögnum. Einn lítill sorpustarfsmaður gæti hugsanlega komist yfir furðulegustu upplýsingar sérstaklega ef einhver sem hendir tölvu er þekkt manneskja. Stundum er tölvum stolið. Ýmislegt getur gerst. Annað atriði eru slyngir tölvumenn sem geta hakkað sig inn í tölvur og inn á heimasíður. Með einföldu forriti sem sótt er á netið er auðveldlega hægt að rekja IP-tölur. Já nútíminn er trunta en samt er til fólk sem er ekki með tóman grautarhaus. Farsímar eru tölvur nú til dags og stundum fer fólk inn á svæði sem eru ekki örugg . Farsíma er líka hægt að hlera eins og nýleg dæmi sanna. á Internetinu er hægt að kaupa ýmislegan búnað sem er ólöglegur t.d. tæki sem sendir útvarpsbylgjur svo hægt er að yfirtaka útvarpssendingu í næsta bíl svo dæmi séu tekin. Aðalatriðið er að kynna sér málið og ekki er verra ef tæknikunnátta er líka til staðar.

Sennilega hafa Varmársamtökin og félagar í þessum samtökum einhversstaðar misstigið sig allavegana virðist Karli ekkert liggja á að kæra umrædd meiðyrði sem hér hafa oft verið rædd. Ef til vill fram að ákv. landsfundi eða ákv. kosningum kannski til Alþingis eða til sveitastjórna.

Er ekki annars Jón Baldvin í framboði til formanns í Samfylkingunni og Árni Páll í framboði til varaformanns?  Þessir menn voru nokkuð atkvæðamiklir í umræðunni þegar Varmársamtökin voru annars vegar.

Ætlar Jón Baldvin ekki að stíga fram og greina frá því hvert er hið rétta nafn smjerjarms eins og ég er þegar búinn að skora á hann að gera.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:17

18 identicon

Er ekki hugsanlegt að Varmársamtökin hafi strax í upphafi verið stofnuð sem pólítísk samtök af Jóni Baldvini og félögum í samfylkingunni til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Ég sé lítið skilt við umhverfisvernd að vera á móti sundlaug göngustígum og gervigrasvelli. Af hverju hafa Jónas og Hanna stutt þessa vitleysu?

Hörður (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:03

19 identicon

Í frægri bloggfærslu á síðu Árna Matthíassonar segir Sigrún Pálsdóttir stjórnarmaður Varmársamtakanna þegar umræðan snerist um hvort samtökin væru pólitísk eins og ég og fleiri hafa alltaf viljað meina eða ópólitísk eins og hún vildi halda fram:

Framsókn og Samfylkingin í Mosfellsbæ eiga að mínu mati heiður skilinn fyrir að vilja standa með okkur í því að varðveita náttúruperlur Mosfellsbæjar

Þessi staðhæfing hennar tók af allan vafa um tengsl Varmársamtakanna við fýlupokaflokkanna hér í bænum og síðan hafa samtökin ekki getað þvegið af sér þann stimpil að vera eins kona Litla-Samfylking hér í bænum. Ótalmörg rök lúta að því að svo sé.

Talsmaður og stjórnarmaður yfirlýstra ópólitískra samtaka fagnar aldrei afskiptum stjórnmálaflokka/pólitískra samtaka af starfsemi samtakanna. Það bara á ekki við!!!

Klúðrið Varmársamtakanna hófst heima hjá þeim en þau hafa alltaf viljað klína því á Karl, VG og bæjarstjórnina. Rosalegasta birtingarmynd örvæntingarinnar sem greip þau var að fara af stað með Valda Smjérjarms. Þau, sem hvað harðast fordæmdu meinta bloggdólga á öðrum vettvangi. Athyglisvert.

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:58

20 identicon

römm er sú taug sem farin er af taugum.  Mér finnst athyglisvert að hér eru engin andsvör fyrir hönd Varmársamtakanna og Jóns Baldvins

Kveðja úr Bugðutanganum

Hörður (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:29

21 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Það verður að teljast nokkuð undarlegt að þar sem athugasemdir við þessa færslu eru búnar að fylla annan tuginn, að ekki hafa enn skeiðað fram á ritvöllinn hýenurnar sem hingað til hafa varið gerðir þessa rampólítískueinkaumhverfissamtakameðháleitmarkmiðfyrireinkaframtakiðogeginhagsmuni. Bíðum nú aðeins við eigum við að reyna að kryfja þetta orðskrípi til mergjar :

Ram pólitísku einka umhverfissamtaka með háleit markmið fyrir einkaframtakið og eiginhagsmuni.

Öðruvísi mér áður brá.

Ekki hefur vantað hingað til að á eftir ljóninu hafa hýenurnar komið og gætt sér á leifunum og kjamsað á með undirferli og óheiðarleika, það er að stela bitunum frá þeim sem vann til þeirra. Það er einmitt aðferð þess sem ekki vill neitt leggja á sig né gefa neinum af sjálfum sér, heldur hirða upp það sem aðrir hafa á sig lagt til að reyna að knésetja þann sem ógnar stöðu þess eða hefur unnið sér verðugan sess af eigin verðleikum. Til þess að öðlast virðingastöðu í hópnum þarf einlægan vilja til þess að hópurinn meti viðkomandi og treysti fyrir velferð sinni. Sú vinna hefur yfirleitt farið fram löngu áður enn hópurinn velur sér leiðtoga.

Það er sú vinna sem fæddir leiðtogar hafa áunnið sér meðal fjöldans með áralangri vinnu sem ekki er metinn til fjár. Að baki liggur þrotlaust starf í málaflokkum, meðal annarra sem jafnvel ekki eiga sér marga talsmenn.

Búið er að gera margar bíómyndir um sambærileg mál. Ég vil benda þeim sem krafðir eru svara hér í þessum athugasemdum að horfa á þó ekki væri nema eina slíka. Ég mæli sérstaklega með Lion King, ég tel að hún sé nokkuð auðskiljanleg flestum.

Þar má hugsa sér að Mufasa og Simbi séu þeir sem fyrir eineltinu verða og fjölskylda þeirra. Sá sem hvetur til eineltisins gæti þá verið Oscar og hýenurnar þrjár sem bindast samtökum um að ræna völdum af þeim sem eru réttbornir. Oscar finnst að illa hafi verið farið með hann þar sem Mufasa fékk fegurðina og styrkinn en hann telur sig hafa fengið gáfurnar. Hann telur að Simbi ógni stöðu sinni og hefst framfóta að vinna ötullega í sínum málum. Allt kemst svo upp um síðir og vonda liðið fær makleg málagjöld. Sjón er sögu ríkari.

Heiðarleiki og hreinlindi borga sig alltaf í samskiptum við annað fólk. Þeir sem þannig hafa unnið að sínum málum koma alltaf út sem sigurvegarar.

Karl Tómasson og fjölskylda þín, ég vona að þessum linnulausu ofsóknum fari að ljúka og hægt verði að fara að snúa sér að því að eiða orkunni í eitthvað uppbyggilegra.

Guðmundur St. Valdimarsson, 20.2.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband