sun. 15.2.2009
Farsinn góði, eða hvað?
Hér á síðu minni er nokkuð ýtarleg umfjöllum um væntanlegt miðbæjarskipulag Mosfellsbæjar. Lesa má m.a. á henni ,viðtal sem tekið var við mig og bæjarstjórann, Harald Sverrisson, um skipulagið og einnig arkitektinn, Sigurð Einarsson.
Fáeinir aðilar úr samtökum sem kenna sig við Varmá, sjá æði oft ástæðu til að gera skrifum mínum nokkur skil á heimasíðu samtakanna. Þessi samtök hafa m.a. heilmikið um þetta miðbæjarskipulag að segja, rétt eins og alla skapaða hluti sem framkvæmdir eru í bæjarfélaginu.
Svo virðist hinnsvegar sem þetta fólk áætli að á bakvið allt sem framkvæmt er í bæjarfélaginu hljóti að vera stórkostlegur maðkur í mysunni. Svo langt hefur verið gengið í þeim efnum að látið hefur verið í veðri vaka að einstaka bæjarfulltrúar hafi jafnvel þegið mútufé til að koma af stað framkvæmdum í bæjarfélaginu.
Eina ferðina enn sjá samtökin ástæðu til að taka skrif mín fyrir á heimasíðu sinni. Það í sjálfu sér er löngu hætt að koma mér á óvart. Verra er, að nú eru þeir einnig teknir fyrir sem leyfa sér að koma með athugasemdir á mína síðu eins og nýjustu dæmin sína hjá þeim.
Að vanda er samtökunum tíðrætt um einhvern ófögnuð sem átti að hafa komið úr minni tölvu fyrir að verða þremur árum síðan enn þrátt fyrir margítrekaðar óskir til þeirra að birta þann óskapnað, fást þau aldrei til þess.
Öðru máli gegnir um bloggdólgssíður sem stjórnarmenn samtakanna hafa ítrekað tjáð sig á, og hafa verið kenndar við samtökin, þar hefur ófögnuðurinn verið slíkur að ástæða hefur þótt til að loka þeim. Það þarf mikið að ganga á til að bloggsíðum sé lokað.
Er Óli inni eða úti?
Oft getur verið spennandi að fylgjast með því í kosningum hvort hinn eða þessi frambjóðandi sé inni eða úti.
Sömu sögu má nú segja um skrif og athugasemdir gjaldkerans fyrrverandi og stjórnarmanns samtakanna á heimasíðu þeirra. Karl greyið er ekki fyrr búinn að hafa fyrir því að skrifa heilmiklar greinar og setja þar inn einhvert "málefnalegt" innlegg en því er eytt út af samtökunum, samtökum sem hann er sjálfur stjórnarmaður í.
Ég held að þörf sé jafnvel á frekari tiltekkt í stjórninni ef trúverðugleiki á að nást í umræðuna hjá þeim.
Þetta fer að verða einn svakalegasti farsi seinni tíma.
Athugasemdir
Já, ég tók líka eftir þessu í dag þegar ég ætlaði að lesa þetta eftir Ólaf stjórnamann, þá var allt í hvarfi, svo birtist allt í einu önnur færslan, sú fyrri og svo sé ég nú að báðar færslurnar frá því í gær eru komnar aftur úr hvarfinu.
Úff, það er svo leiðinlegt að sjá þessi ömurlega rætnu skrif frá manni sem ég hélt alltaf að væri einn af þínum vinum, hann Ólafur í Hvarfi, hafði alltaf haldið það, já, Ólafur minn, hann Kalla hafði ég aldrei heyrt tala öðruvísi um þig en afar vel, þennan stórkostlega upptökumann. Ég átti mér þann draum að komast með þeim félögum til þín í stúdíóið, á þann frábæra stað sem þú býrð á.
En... þetta er svo skrítið með mannfólkið.
HP Foss, 15.2.2009 kl. 21:15
kæri Karl
nr 1 skil ég þig
nr 2 er ég sammála þér
nr 3 þú átt heiður skilið fyrir að vinna fyrir bæjarfélagið og líka að gera grein fyrir þessu liði sem er alltaf að setja út á allt í bæjarfélaginu
nr 4 láttu sem þessi samtök séu ekki til þau eru ekkert nema vesenið
kveðja Erla
Erla (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:43
Þessi svokölluðu samtök eru bara grín en þó dýrt grín fyrir skattgreiðendur í Mosó. Það er stórfé sem liggur í endalausum kærum og öðru málavafstri sem af þessu hlýst. Get nú ekki séð að þessi svokölluðu "umhverfisverndar samtök" séu með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.
Júlíus Rafn (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:10
Er yfirhöfuð eitthvað sem þessi Varmársamtök hafa gert gott fyrir bæjarfélagið. Ég veit ekki betur en endalaus neikvæð umræða hafi komið út af þeim. ég þekki ekki einn einasta mosfelling sem er sammála þessu fólki. Hvaða endalaust röfl er þetta yfir öllu. Mér finnst nýja bæjartorgið flott og égfagna þessu miðbæjarskipulagi.
Tómas Örn Svavarsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:05
Kalli minn.
ég er orðin ýmsu vanur og í gegnum vinnuna mína hef ég í meira en tuttugu þurft að hafa samskipti við fólk sem orðið hefur einhverja hluta vegna utangátta í þjóðfélaginu. Flestir eru ágætir þegar maður kynnist þeim og sumir hafa orðið ágætir kunningjar mínir.
Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé og að sjálfsögðu er til svo skemmdir einstaklingar að þeim er vart viðbjargandi. Allt á þó þetta fólk sameiginlegt að það virðir ákv. mörk og ein meginregla virðist vera til í hinum svonefndu undirheimum,þ.e ef gerir mér ekkert geri ég þér ekkert. Þetta er auðvitað ekki fullkomlega samkv. Frelsaranum en engu að síður góð gild regla.
Fólk í Varmársamtökunum virðist hafa engin mörk. Nýjasti blogg-dólgurinn þeirra smjerjarmur er kominn á fullt með endalausum svívirðingum undir dulnefni. Gunnlaugur B. Ólafsson fór þó ekkert í feluleik þegar hann gaf það í skyn að þú hefðir baktalað sameiginlegan vin okkar hina stórgáfuðu og eldkláru Hjördísi Kvaran og sagt sjálfsagt á tveggja manna tali að Hjördís "gengi ekki heil til skógar". Svona svívirðingar eru bara ekki sæmandi. Hvað er eiginlega verið að gefa í skyn? Auðvitað gremst Gunnlaugi að Hjördís er andlegur ofjarl hans og margfalt betri penni enda er bloggsíða hans ekki uppá marga fiska.
Ólafur í Hvarfi er greinilega kjökrandi eins og smástelpa yfir því að einhver skuli dirfast til þess að gagnrýna hann, því sjálfur er hann sjálfskipaður sóða og subbu-yrðasmiður Varmársamtakanna ásamt Kristínu Pálsdóttur. Þetta fólk hefur talið sig í fullum rétti að ausa svívirðingum yfir fólk væntanlega undir yfirskini umhverfisverndar.
Eitt er víst að ég er ekki vanur að gefa eftir þegar að mér og mínum er vegið og ég hef ekki sagt mitt síðasta orð og það munu þessir ágætu einstaklingar fá að kynnast. Þegar nóg er komið þá er sko sannarlega komið nóg. Mælirinn er löngu orðinn fullur og bæjarbúar skulu sannarlega fá að heyra sannleikann um Varmársamtökin.
Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.