Eitt af mörgum meistaraverkum Bítlanna

Ef þið bara trúið því hvað ég fékk mikið út úr því að sjá Paul Mc Cartney flytja þetta lag á Parken fyrir nokkrum árum síðan.

Góður bloggvinur minn, Jakob Magnússon bassaleikari skrifaði nú nýlega, skemmtilega grein um snilli Paul Mc Cartney á bassann.

Paul og allir gömlu félagarnir hans úr Bítlunum eru sennilega dæmi um snillinga sem koma  fram á aðeins 100 ára fresti.

Mikið var gaman að hafa fengið tækifæri til að sjá hann og hlýða á öll fallegu lögin hans.

Frá orginallanum sjálfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las færsluna hans og er sama sinnis. Bítlarnir voru frábærir, líklega leiðinlegt fyrir allar hljómsveitir að þurfa að bera sig saman við þá alla tíð. Þetta er ágætis lag en er ekki í hæsta klassa bítlalaga hjá mér. En breytir engu, þau eru öll góð á sinn hátt. Ég öfunda þig að hafa heyrt Paul live. Kannski á ég það eftir. Kveðja frá okkur Kalli minn.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:00

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Er að sá kærleika og ást og það er ekki slæmt að gera það í samhengi við Bítlana og "Lady Madonnu"

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.2.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sem bítlaáhugamaður og "trommari" þá hef ég ekki orðið þess heiðurs að njótandi að sjá sir Paul á tónleikum, náði að vaka eftir super bowl um árið þegar ég sá keellin taka baby i'm amazeed... í hléi sem var löngu gleymd gæsahúð "ótrúlega flott atriði með ææðislegum trommara", líklega gæti ég líkt þessu við Pink Floyd,köben 94. Búin að fara víða síðan en ekki mikið frá því að segja annað en Paul er kóngurinn..

Ragnar Þór Ingólfsson, 14.2.2009 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband