Lifandi grænn miðbær

Hér fyrir neðan er umfjöllun um væntanlegt miðbæjarskipulag í Mosfellsbæ sem birt var í bæjarblaðinu Mosfellingi.

 

Lif­andi, grænn mið­bær þar sem fram­sæk­in bygg­ing­ar­list og hlý­legt um­hverfi er í að­al­at­riði er út­gangs­punkt­ur í til­lögu um nýj­an mið­bæ í Mos­fells­bæ sem kynnt verð­ur Mos­fell­ing­um næstkomandi miðvikudag. Hug­mynd­ir, til­lög­ur og ósk­ir bæj­ar­búa voru hafð­ar í önd­vegi við gerð nýs deili­skipu­lags mið­bæj­ar­ins sem ver­ið hef­ur í vinnslu frá árinu 2005 en nú er kom­in loka­mynd á.

 

Mos­fells­bær þarf mið­bæ

Að sögn Har­ald­ar Sverr­is­son­ar bæj­ar­stjóra og Karls Tómassonar forseta bæjarstjórnar má vafalítið ætla að hinn nýi mið­bær verði geysi­leg lyfti­stöng fyr­ir bæj­ar­fé­lag­ið.

„Þarna myndast svæði fyr­ir nauð­syn­lega versl­un og þjón­ustu í þeirri stærð­ar­gráðu sem bæj­ar­fé­lag­ið þarfnast, ásamt tveim­ur stór­um menn­ing­ar­stofn­un­um," segir Haraldur. „Hvort tveggja mun vafalítið gæða mið­bæ­inn lífi og verð­a von­andi til þess að hér verð­i sá græni, lif­andi mið­bær sem við Mosfellingar höfum þurft á að halda."

Að sögn Har­ald­ar var mik­ið lagt upp úr því að hug­mynd­ir bæj­ar­búa yrðu flétt­að­ar inn í hið nýja deili­skipu­lag. Gerð var við­horfs­könn­un með­al Mos­fell­inga og í fram­haldi af því kom­ið á fót rýni­hóp­um sem fjöll­uðu sér­stak­lega um þær til­lög­ur sem bæj­ar­bú­ar settu fram.

Karl sagði það ljóst að bæjarfélagið hafi vafalítið blætt fyrir það að hafa aldrei haft eiginlegan miðbæ, iðandi af mannlífi. „Slíkt er öllum bæjarfélögum nauðsyn," segir hann og bætir við að mikill áhugi hafi verið meðal bæjaryfirvalda um árabil að bæta úr því. „Nú er það að verða að veruleika. Það metnaðarfulla skipulag sem nú er kynnt og fjöldi bæjarbúa hefur komið að ber vonandi vitni um þann áhuga," segir Karl.

Sjónarmið íbúa fær brautargengi

"Um haust­ið 2005 lagði skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd fram hug­mynd­ir um nýtt deili­skipu­lag mið­bæj­ar­ins unn­ar af Sig­urði Ein­ars­syni arki­tekt hjá Batt­er­íinu," seg­ir Har­ald­ur.  "Þær hlutu um­fjöll­un í að­drag­anda kosn­inga en ákveð­ið var að vinna þær ekki frek­ar fyrr en að lokn­um kosn­ing­um. Í kjöl­far­ið á sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um var hald­ið áfram með verk­efn­ið og þá sam­kvæmt mál­efna­samn­ingi meiri­hlut­ans ákveð­ið að gera leita eft­ir skoð­un­um og hug­mynd­um íbúa í meira mæli að verk­inu.

Eft­ir að til­lög­ur íbúa lágu fyr­ir var unn­ið frek­ar með deili­skipu­lag­ið og þær hug­mynd­ir sem nú liggja fyr­ir eru end­ur­skoð­að­ar til­lög­ur þar sem sjón­ar­mið íbúa hafa feng­ið braut­ar­gengi," seg­ir Har­ald­ur.

Græn svæði fá auk­inn sess

Helstu breyt­ing­arn­ar á deili­skipu­lag­stillö­gunni eru einna helst þær að græn svæði í mið­bæn­um fá auk­inn sess frá fyrri til­lögu. "Tek­ið er meira til­lit til trjá­rækt­ar­inn­ar við Bjark­ar­holt­ið og var sér­stak­lega far­ið yf­ir það hvað af gróðr­in­um væri best til þess fall­in að halda sér og mynda gróð­ur­reit í hjarta bæj­ar­ins," bendir Karl á. Þann­ig ger­ir til­lag­an ráð fyr­ir að eins kon­ar skrúð­garð­ur verði í Bjark­ar­holt­inu sem teng­ist klapp­ar­holt­inu í miðju svæð­is­ins. Klapp­ar­holt­ið mun jafn­framt njóta sín sem áfram­hald­andi út­vist­ar­svæði.

Báðir eru þeir sérstaklega ánægðir með hversu mikið tillit hafi verið tekið til að vernda svokallað klapparsvæði. Karls bendir á til gamans að umræddar klappir sem einfaldlega hefðu verið nefndar klettarnir í hans barnæsku hafi verið eitt vinsælasta leiksvæðið á meðal barna búsettra á þessu svæði. „Það er einstakt að hafa slíkt stórgrýti óhreyft í miðbæ og óhemju frumlegt og skemmtilegt," segir Karl.

"Rétt er að benda á að held­ur hef­ur ver­ið dreg­ið úr fjölda íbúða frá fyrri hug­mynd­um og bíla­stæði eru flest neð­an­jarð­ar að hluta eða að öllu leiti og bíl­ar því ekki áber­andi sem er mjög mik­il­vægt til að skapa þessa hlýju grænu stemm­ingu sem sóst er eft­ir," sagði Haraldur.

Lóð­in milli Vest­ur­lands­veg­ar og Bjark­ar­holts var val­in til að hýsa vænt­an­leg­an fram­halds­skóla sem stefnt er á að verði tek­inn í notk­un haust­ið 2011. Har­ald­ur og Karl eru á einu máli um að sá mikli fjöldi fólks, jafnt starfs­fólk og nem­end­ur, sem fylgja starf­semi af þessu tagi muni gæða mið­bæ­inn lífi. Hið sama eigi við um menn­ing­ar­hús og kirkju sem stefnt er að byggja við Há­holt­ið.

Mið­bær­inn mun byggj­ast upp

Har­ald­ur og Karl eru bjart­sýnir á að þrátt fyr­ir efna­hags­ástand­ið geti nýtt mið­bæj­ar­skipu­lag orð­ið að veru­leika á næstu ár­um.

"Það er mjög mik­il­vægt að nota tím­ann nú til þess að vinna und­ir­bún­ings­vinn­una og að ljúka við deili­skipu­lag mið­bæj­ar­ins," segir Haraldur.

„Samn­ing­ur er um að fram­halds­skól­inn verð­i til­bú­inn eft­ir rúm tvö ár og í gangi er hönn­un­ar­sam­keppni um  nýja kirkju og menn­ing­ar­hús í mið­bæn­um. Hvort tveggja er inn­legg í þessa skipu­lag­still­ögu en það er af­skap­lega mik­il­vægt fyr­ir skipu­lag til fram­tíð­ar að í stað þess að skipu­leggja í kring um þess­ar tvær lóð­ir verði all­ur mið­bær­inn hugs­að­ur sem ein heild. Við verð­um að sjá til hversu hratt hinn nýi mið­bær mun byggjst upp. Það er hins veg­ar al­veg ljóst að mið­bær mun byggj­ast upp, spurn­ing­in er ein­ung­is hve­nær. Róm var til að mynda ekki byggð á ein­um degi," segir Haraldur.

---------------------------------

Eng­ar töfra­lausn­ir

Sig­urð­ur Ein­ars­son, arki­tekt mið­bæj­ar­skipu­lags­ins, bend­ir á að hug­mynda­fræð­in í þessu nýja deili­skipu­lagi sé fyrst og fremst að búa til hæfi­lega þétt­an mið­bæ sem hæfi Mos­fells­bæ. "Þétt­leiki tek­ur mið af um­hverf­inu eins og það er í dag. Við not­um Kard­ím­ommu­bæ­inn sem ákveð­ið við­mið fyr­ir þétt­leika og hæð hæstu bygg­inga í bæn­um að Kjarna og vænt­an­legri kirkju und­an­skil­inni".

Miðbær sem virkar

Spurð­ur hver sé lyk­ill­inn að því að búa til nýj­an mið­bæ sem heppn­ast vel svar­ar Sig­urð­ur að horfa verði á vel heppn­aða mið­bæi og skoða af hverju þeir virki svona vel. "Mað­ur verð­ur að spyrja sig af hverju til að mynda Lauga­veg­ur­inn og Strand­gat­an í Hafn­ar­firði virki svona vel. Lyk­ill­inn að því, þeg­ar byggja á nýj­an mið­bæ, er að taka upp þetta gamla góða sem virk­ar. Það eru eng­ar töfra­lausn­ir," seg­ir hann.

Uppbrotnari hús

Sig­urð­ur bend­ir jafn­framt á að skipu­lag Bjark­ar­holts­ins sé til að mynda hugs­að út frá því sem þekk­ist í göml­um mið­bæj­um. Fjöl­býl­is­hús, sem þar er gert ráð fyr­ir að verði byggð, verði brot­in upp," en ekki þess­ar dæmi­gerðu svala­ganga­blokk­ir," eins og hann orð­ar það.

"Við vilj­um upp­brotn­ari hús, þriggja til fjög­urra hæða hús sem eru ekki þessi týp­ísku fjöl­býli. Hús­un­um verð­ur stung­ið nið­ur beggja meg­in Bjark­ar­holts­ins þann­ig að hús­gafl­arn­ir nái nán­ast al­veg út að göt­un­um þann­ig að upp­lif­un­in verði dá­lít­ið áþekk gömlu göt­un­um með stak­stæðu hús­un­um," seg­ir Sig­urð­ur.

Breið­gata með trjá­göng­um

Þá er mark­mið­ið að styrkja götu­mynd í Þver­holt­inu með því að byggja fjöl­býl­is­hús nær göt­unni norð­an­meg­in og að planta trjá­gróðri sitt hvor­um meg­in við göt­una eins og þeg­ar hef­ur ver­ið gert í hluta henn­ar. Þann­ig verði mynd­uð nokk­urs kon­ar trjá­göng eft­ir allri göt­unni.

"Þver­holt­ið gæti ver­ið eins kon­ar breið­gata frá mið­bæn­um í átt að sjón­um," segir Sigurður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband