Svo furðulegt sem það kann að vera

Þrátt fyrir að Gildran og Mezzoforte eigi fátt sameiginlegt, þá hafa, einhverahluta vegna, leiðir hljómsveitanna oft leigið saman. Ég og Gulli Briem, sóttum báðir á sama tíma einkatíma í slagverksleik hjá Reyni Sigurðssyni. Ég sótti í framhaldi af því einkatíma hjá Gulla Briem til að læra á trommusett.

Jóhann Ásmundsson hljóðritaði eina af vinsælustu hljómplötum Gildrunnar sem kom út fyrir 17 árum, hún bar einfaldlega nafnið Út. Á þeirri hljómplötu komu allir meðlimir Mezzoforte við sögu.

Síðar stofnsettum við félagarnir í Gildrunni ásamt Jóa Ásmunds hljómsveit sem við kölluðum Gildrumezz. Hún naut mikilla vinsælda.

Nú í vikunni höfum við félagar enn ruglað saman reytum okkar og sett saman skemmtilegt prógram sem við ætlum að flytja á 10 ára afmælishátíð Vinstri grænna nú um helgina.

Mikið óskaplega er alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst

GilMezz 1

Gulli Briem og Sigurgeir á æfingunni í dag.

GilMezz 3

Jói Ásmunds.

GilMezz 2

Kalli Tomm og Jói Ásmunds.

GilMezz 4

Biggi Haralds.

Gil Mezz 5

Gömlu félagarnir, Kalli Tomm og Gulli Briem.

GilMezz

Á æfingunni í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

snilli

steinimagg, 6.2.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: HP Foss

Bíddu, þið voruð saman að læra á trommur en annar gat farið beint í nám hjá hinum? Annar hefur tekið betur eftir en hinn.

Þessi viðburður er annars næstum því ástæða til að ganga í afturhaldskommatittsflokkinn og fá þannig miða á árshátíðina.

HP Foss, 6.2.2009 kl. 23:53

3 Smámynd: Karl Tómasson

Annar er og var undrabarn, hinn var og er undarlegt barn.

Það merkilega er samt, að á milli þeirra er og hefur altaf verið sterngur.

Í tónlistinni gerist margt skrítið eins og þú veist mæta vel Helgi minn.

Það verður tekið vel á móti einum af bestu róturum Íslandssögunnar ef hann lætur sjá sig á þessari afturhaldskommatittahátíð. Vertu viss.

Einu skal ég lofa þér minn kæri og það er, nei komdu bara og sjáðu og hlustaðu.

Bestu kveðjur úr Mosó.

Karl Tómasson, 7.2.2009 kl. 00:09

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég missi af súpergrúppunni Cc Reykjavík í kvöld Kalli. Þarf að fara norður en sé ykkur og heyri vonandi fljótlega.

En við sjáumst allavega á málþinginu um lýðræði í dag.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.2.2009 kl. 12:04

5 identicon

Verst að missa af þessu. Verð að vinna yfir helgina. Fæ vonandi eitthvern tíma að berja þessa hljómsveit augum og eyrum. Man eftir, fyrir mörgum árum, rokkhljómsveit sem hét "Pass". Þar voru Birgir Haralds og Karl Tómasson. Komst ég tvisvar á tónleika með þeim. Sú hljómsveit hreif mig nóg til að síðan hef ég haft eyra með þessum drengjum.

Talandi um að menn læri hver af öðrum, þá man ég eftir að hafa lesið eða heirt í viðtali við Björn Thoroddsen að hann lærði mikið af nemendum sínum. Kannski var það þannig hjá Karli og Guðlaugi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:04

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þið eruð flottir

En það er einhver bilun í mosfelling á netinu, get ekki opnað hann !!! Eitthvað sem þú getur gert í því Kalli minn??

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.2.2009 kl. 14:32

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri kalli, ekki varð að hitting núna, frétti af þér fyrst á miðvikudagskvöldið og þá var allt planað frá mínútu til mínútu. En koma tímar og koma ráð !

Kærleiksknús frá Lejre

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 20:18

8 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl verið þið kæru bloggvinir.

Húnbogi, það er gaman að heyra að þú munir eftir Pass. Sú hljómsveit markaði ákveðin tímamót hjá okkur. Pass tók þátt í fyrstu músíktilraunum sem haldnar voru í Tónabæ og hafnaði í þriðja sæti.

Hulda, ég gat séð Mosfelling á netinu, vonandi var þetta tímabundið ástand.

Steina, ég hringdi í Guðna og hann ætlaði að vera í sambandi við mig, eitthvað fór þetta á mis hjá okkur öllum í þetta skiptið. Við hittumst bara enn hressari næst.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

P.s. Það er óhætt að segja að við félagarnir höfum skemmt okkur vel í gær við spilamennskuna á afmælishátíðinni og ég held bara og vona að það hafi allir gert.

Þetta var frábær helgi.

Karl Tómasson, 8.2.2009 kl. 21:56

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

þetta hefur verið tímabundið, því nú var allt í góðu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.2.2009 kl. 22:35

10 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Kalli minn varst þú sem sagt á hljómsveitaræfingu á föstudagskvöldinu þegar ég var að skemmta mér með Vinstri grænum á Vínbarnum ....

Herdís Sigurjónsdóttir, 9.2.2009 kl. 21:31

11 identicon

Hæ Kalli minn

Það hefði verið yndislegt að komast með ykkur á laugardagskvöldið, einkum þar sem galdrahljómsveitin mín var á ferð. Efast ekki um að það hefur verið gaman, eins og alltaf þegar jafn skemmtilegt fólk kemur saman.

En svona er lífið, stundum ganga skruddur og skaðvaldar fyrir :o)

Heyrumst!

Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband