Menningarhús og kirkja í Mosfellsbæ

Ljóst er að kirkjurnar okkar tvær í Mosfellsbæ eru löngu hættar að anna sóknarbörnum sem hefur eins og gefur að skilja fjölgað mikið í bæjarfélaginu undanfarin ár. Nú stendur til að reyst verði ný og glæsileg kirkja ásamt menningarhúsi í miðbæ Mosfellsbæjar og er nú að hefjast samkeppni um hönnun mannvirkisins. Auglýsinguna má sjá á mos.is

Mosfellsbær og Lágafellssókn efna til samkeppni um hönnun á sameiginlegu menningarhúsi og kirkju í miðbæ Mosfellsbæjar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.

Markmið með hugmyndasamkeppninni er meðal annars að laða fram fjölbreyttar og metnaðarfullar hugmyndir að menningarhúsi og kirkju er myndi sterka starfræna og byggingarlistarlega heild. Um leið er stuðlað að samvinnu til eflingar kirkju- og menningarstarfsemi, er verði bæjarfélaginu til sóma og menningarlífi bæjarins til framdráttar.

Áhersluatriði dómnefndar við mat á lausnum eru m.a. að heildaryfirbragð byggingarinnar endurspegli framsækna byggingarlist, að byggingin falli vel að umhverfi sínu og

verði sveigjanleg í notkun. Gert er ráð fyrir að í húsinu verði fjölbreytt starfsemi á vegum kirkju og menningarhúss, svo sem hefðbundið kirkjustarf, safnaðarsalur, bókasafn, lista- og tónlistarsalir og veitingarekstur.

Samkeppnin er almenn hugmyndasamkeppni og öllum opin. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr. 7.000.000.

Keppnislýsingu er að finna á vef Arkitektafélags Íslands, ai.is, og vef Mosfellsbæjar, mos.is. Önnur keppnisgögn verða afhent frá og með 4. febrúar gegn skilatryggingu að upphæð kr. 5.000, á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, kl. 9:00 – 13:00 virka daga.

Áætlað er að dómnefnd ljúki störfum fyrir föstudaginn 29. maí 2009.

Mosfell

Mosfellskirkja í Mosfellsdal á fögrum vetrardegi nú nýlega.

Högn 19

Lágafellskirkja, einnig á fögrum degi nú nýlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvernig eru kirkjunar hættar að anna sóknarbörnum?  Hefur oft þurft að vísa fólki frá messum?

Matthías Ásgeirsson, 5.2.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

þetta eru með fallegustu kirkjum á landinu, en því miður löngu tími til komin á aðra, það verður spennandi að fylgjast með því

bið að heilsa í sveitina

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 5.2.2009 kl. 16:19

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk fyrir áheyrnina í gær, vörnin gekk bara vel og hefur generalprufan örugglega haft sitt að segja.

Spennandi tímar framundan í Mosfellsbænum  og fín umfjöllun um miðbæjarskipulagið í blaði blaðanna Mosfellingi, sem ég var að enda við að lesa.

Góða skemmtun um helgina Kalli minn og bestu kveðjur til hennar Bjarkeyjar Gunnars bekkjarsystur minnar, sem ætlar sér að eiga Vinstri græna helgi með þér.

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.2.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband