Þetta verður ríkisstjórn fólksins í landinu

Þetta verður ríkisstjórn fólksins í landinu, sagði kvenskörungurinn og dugnaðarforkurinn, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í dag. Ég trúi því og vona að svo verði. Nú fer ryksugan á fullan snúning og í framhaldi hefst uppbygging.

Tími nýfrjálshyggju og peningaþvættis er liðin.

Þinn tími kom Jóhanna og til hamingju með það. Gangi þér og þínu fólki vel.

 

Ryksugan á fullu

Ryksugan á fullu étur alla drullu,
lalalala, lalalala, lalalala.
Skúra skúbb´ og bóna ríf´ af öllum skóna,
lalalala, lalalala, lalalala.

Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.
Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

Skúra burtu skítinn svo einhver vilji líta inn.
lalalala, lalalala, lalalala.
Pússa burtu rykið með kúst á gömlu priki.
lalalala, lalalala, lalalala.

Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.
Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

Skúra burtu skítinn svo einhver vilji líta inn.
lalalala, lalalala, lalalala.
Og pússa, pússa, pússa, pússa, pússa, pússa, púla
lalalala, lalalala, lalalala.

Og ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa.
Og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa.
Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
Og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

Svo söngflokkurinn haldi sínu lagi.
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.

Ólafur Haukur Símonarson.

 

Eniga meniga

Eniga - meniga
allir rövla um peninga
Súkkadí - púkkadí
kaupa meira fínerí
kaupæði - málæði
er þetta ekki brjálæði

Eitthvað fyrir alla
konur og kalla
krakka með hár
og kalla með skalla
Eitthvað fyrir krakka
káta krakkalakka
sem kostar ekki neitt
þú krækir bara í pakka
eða fyndinn frakka
eða feitan takka

Eniga - meniga
ég á enga peninga
súkkadí - púkkadí
en ég get sungið fyrir því
sönglandi raulandi
með garnirnar gaulandi

Eitthvað fyrir alla
konur og kalla
krakka með hár
og kalla með skalla
Eitthvað fyrir krakka
káta krakkalakka
sem kostar ekki neitt
þú krækir bara í pakka
eða fyndinn frakka
eða feitan takka

Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Þarftu ekki að fara að uppfæra höfundardálkinn? Það er ekki endalaust hægt að láta standa 44 .

HP Foss, 1.2.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: Dunni

Gaman að sjá þessa texta aftur.  Held ég hafi ekki hlustað á þessa frábæru plötu síðan strákurinn minn var 8-9 ára. Síðan eru næstum 30 ár.

Þetta meistaraverk Olgu Gðrúnar og Ólafs Hauks stendur alltaf fyrir sínu.  Það gerir, Búrið, eftir Oglu G líka.  Sú bók var leng skyldulesning í íslenskutímunum hjá mér. 

Dunni, 2.2.2009 kl. 17:00

3 identicon

Nú syngjum við saman! Kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:36

4 identicon

Hef verið svo heppinn að ganga í endurnýjun lífdaga með þessari plötu í gegnum börnin mín undanfarin ár. Annars hefur þú lög að mæla með peningarþvottinn kæri Karl. Jóhanna virðist hafa hrifið þjóðina með sér og vona að hún geri það alla 80 dagana sem eftir eru. Og svo eruð þið vinstri græn í dauðafæri núna að sanna gildi ykkar. Nýta það.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband