Birna hestastelpa

Ég og Birna mín fórum bæði í dag og í gær í einstaklega fallegu veðri í göngutúr og eins og oft áður vildi hún fara að heimsækja hesthúsahverfið í Mosó.

Birna var svo heppin í gær, að góð hestakona bauð henni að fara á hestbak og við tókum einn hring. Hesturinn sem við fengum að láni heitir Vinur, hann er 30 vetra gamall. Konan sem lánaði okkur Vin fékk hann í fermingargjöf.

Í dag var Birna einnig heppin, því við hittum Martein Magnússon og hann lánaði Birnu Stjörnu, gamla og fallega meri og við fórum einnig í reiðtúr á henni.

Þetta er búin að vera viðburðarík og skemmtileg helgi. Birna er búin að vera mjög upptekin af elskulegheitum konunnar sem lánaði okkur hestinn sinn í gær og reiðtúrnum á gamla fallega hestinum hennar og eins reiðtúrnum á Stjörnu Marteins í dag.

Vinur 1010++

Birna fékk að fara á hestbak á þessum gamla 30 vetra hesti sem heitir Vinur í gær. Í dag fékk hún að fara á hestbak á Stjörnu gömlu en myndavélin var bókstaflega frosin og því tókst ekki að ná mynd í það skiptið.

Takk fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af fermingargjöfinni sýnist mér, bara spurning um hvernig hún á að vera á litinn.

steinimagg, 1.2.2009 kl. 11:16

2 Smámynd: Karl Tómasson

Já Hallsteinn minn. Þarna hittirðu naglan á höfuðið. Líkurnar á því aukast með degi hverjum.

Bestu kveðjur frá frænda.

Karl Tómasson, 1.2.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband