Afturelding fagnar brátt aldarafmæli

Á þessu ári, nánar tiltekið þann 11. apríl n.k. eru liðin 100 ár frá stofnun UMF Aftureldingar. Um þessar mundir er hópur einvalaliðs að leggja lokahönd á bók sem mun koma út af því tilefni og spanna söguna alla.

Í Dagrenningi sem kom út í tilefni 50 ára afmælisins í apríl 1959 er fjöldi skemmtilegra greina og mynda. Hér að neðan koma nokkrar myndir úr blaðinu gamla.

Dagrenningur 1959

Form

Stjórnin 1959

Umf 1

Umf 2

Halld 1

Halld 2

Umf 3

Umf 4

Umf 6

Kvöld 1

Kvöld 2

Kvöld 3

Hér koma nokkrar auglýsingar úr blaðinu gamla

Augl 1

Augl 2

Augl 3

Augl 4

Augl 5

Augl 6

merki_umfa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Þetta er skemmtileg samantekt og mikill fróðleikur.

Hvernig er það annars?  Treður ekki Gildran upp áafmælishátíðinni?  Það var alltaf gaman að lýsa leikjum í Mosó þegar lifandi rokk tók á móti manni í salnum.

Dunni, 13.1.2009 kl. 21:33

2 identicon

Takk fyrir að hafa fyrir að birta þetta, virkilega skemmtilegt og fræðandi.  Afmælið verður vonandi veglegt og skemmtilegt.  Kveðja frá okkur úr Teigunum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Á alltaf í fórum mínum nokkur eintök af Eldingu sem gefin var út um 1980 eða aðeins seinna

En gaman að þessu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.1.2009 kl. 22:17

4 Smámynd: HP Foss

Voru öll góð nöfn upptekin?

HP Foss, 13.1.2009 kl. 22:26

5 Smámynd: gudni.is

Skemmtileg og fróðleg samantekt hjá þér Kalli. Takk fyrir þetta.

Mosókveðja, Guðni

gudni.is, 14.1.2009 kl. 14:08

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú ert alltaf uppfullur af allskonar fróðleik Kalli minn. Auglýsingarnar eru snilld. Eru þetta stafsetningarvillur eða svo fornt að stafsetningin hefur breyst. Ég þekki þetta með z-etuna en Leigföng og Álafosi?

Takk fyrir kveðjuna á nýju síðunni minni

Jóna Á. Gísladóttir, 14.1.2009 kl. 23:31

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sú saga er sögð skömmu eftir stríð að á fundi í Aftureldingu kom til tals að félagar skyldu bjóðast til að hreinsa víggirðingar sem voru upp um öll fjöll og út um allar koppagrundir. Þegar einn minntist á að nauðsynlegt væri að útvega naglbíta rak Sigurjón á Álafossi rétt inn höfuðið, greip næst orðið og kvaðst eiga erindi við Pétur son sinn sem þá var staddur í Ameríku. Sagði hann á fundinum að hann skyldi panta og útvega naglbítana.

Í næsta símskeyti bað Sigurjón Pétur að útvega nokkra tugi naglbíta. Fyrir einhverja handvömm bættust einhver ósköp af núllum við en Pétur sá ljúflega um þessa fyrirgreiðslu. Svo kom einhver lifandis ósköp af naglbítum til landsins og gott ef ekki er verið að reyna enn að koma einhverju af þeim út í einhverri byggingavöruversluninni. Þá er það að Halldór situr heima á Gljúfrasteini og er að rita skáldsögu sína um atómstöðina. Í því verki er dálítið einkennileg og þokukennd persóna: 200.000 naglbítar. Hefur þá skáldið fengið einhverjar sögur af þessum afdráttarmiklu mistökum. En eitt er víst: nóg var til af naglbítum og það var auðvitaða aðalatriðið til að félagar í Aftureldingu unnu vel. Eins og allir sem slíkt handverkfæri hafa handleikið er það prýðisgott til að vinna við í girðingum.

Heyrði einhvern tíma þessa sögu hjá góðum félaga búsettum í Dalnum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband