Þökkum Samfylkingunni fyrir vel unnin störf

Vindhani xsOft á tíðum er grátbroslegt að lesa ummæli og blaðaskrif forkólfa Samfylkingarinnar um þessar mundir. Auðvitað fer það ekki framhjá nokkrum manni að flokkurinn beinir öllum sínum spjótum að Vinstri grænum og notar allar sínar valda- og fjölmiðlaklíkur til að gera þann frétta- og málflutning trúverðugan á öllum vígstöðvum.

Það er einnig fróðlegt og hálf aumkunarvert að lesa margar vanmáttugar greinar, einstaka innmúraðra og innvígðra Samfylkingarkrata. (Eitthvað kannast ég við þetta orðalag eftir sveitastjórnarkosningarnar hér í Mosfellsbænum.) 

Það virðist sem einstaka pennar, fjölmiðlamenn og bloggarar séu bókstaflega þrælar flokksins í að finna Vinstri grænum allt til foráttu í skrifum sínum, nú sem endranær.

Ég þekki þetta mæta vel héðan úr Mosfellsbænum. Að okkur var öllum spjótum beint lengi vel eftir síðastliðnar sveitastjórnarkosningar af Samfylkingarkrötunum eftir að Framsóknarmenn slitu meirihlutaviðræðum. Spjótin beindust ekki að gjörningi Framsóknarflokksins á þeim tíma, nei, þau beindust öll, að okkur Vinstri grænum. 

Einnig virtist svolítið töff lengi framan af að taka þátt í einni þeirri lágkúralegustu persónuaðför sem elstu menn muna í bæjarfélaginu úr pólitíkinni og átti að tengjast einhverju sem kalla átti umhverfisvernd. 

Í dag hafa allir fyrir löngu séð að eitthvað allt annað og meira var þar upp á teningnum. Enda hefur þeim fækkað snarlega sem vilja bendla sig við þann félagsskap og vinnubrögð í dag. Svo virðist sem félagar úr Samfylkingunni í Mosfellsbæ séu þeirra á meðal og fagna ég því.

Ljóst er að ummæli mín fyrir rúmu ári síðan á bæjarstjórnarfundi þar sem ég sagði, að ef ekki yrði gerð breyting á forystusveit Varmársamtakanna í þeirri mynd sem þau voru þá, væru dagar þeirra taldir. Þessi ummæli áttu við rök að styðjast, því alger endurnýjun hefur átt sér stað í framvarðarsveitinni hjá samtökunum.

Gjaldkerinn, Ólafur Ragnarsson, sem hafði aðeins nokkurra mánaða úthald í starfi sínu, virtist aðeins hafa tvö markmið. það var að samtökin myndu kosta málsókn á hendur mér undirrituðum, eins og fram kom nú undir lok árs og einnig að taka óspart þátt í skrifum á síðum bloggdólga. Ólafur er ekki lengur með lyklavöld af peningakassa samtakanna og ekkert bólar á málsókninni hjá fyrrverandi gjaldkeranum, enda veit ég í raun ekkert um hvað sú málsókn átti að snúast, það er annað mál. Kannski kemur það einhvertímann á daginn. 

Starfskraftar í félagsstarfi geta aldrei nýst vel á síðum bloggdólga, því síður þegar þeim er lokað jafn harðan vegna sorglegrar lágkúru og sóðaskaps. Það er vænlegra til árangurs að beina kröftum sínum að öðru. Satt að segja hef ég þá trú að svo muni verða á nýju ári hjá samtökunum, enda löngu mál að linni.  

Hér að neðan set ég til fróðleiks kafla úr einni af ótalmörgum greinum sem birtust úr herbúðum Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Þessi kom skömmu fyrir síðastliðnar alþingiskosningar. 

"Vei þeim er tekur vísvitandi þá ákvörðun að gerast hækja Sjálfstæðisflokksins eftir næstu kosningar, sama hvaða flokkur það yrði. Kjósendur þurfa líka að senda skýr skilaboð í næstu kosningum, þau eru að kjósa Samfylkinguna. Samfylkingin er trúverðugt stjórnmálafl sem hefur vilja, getu og hæfileikana til að leiða næstu ríkisstjórn jafnaðarmanna eftir 12. maí næstkomandi. Samfylkingin hefur sýnt að þar sem þeir eru við stjórn, þar eru verkin látin tala. Samfylkingin þarf ekki að rifja upp hverju þau lofuðu fyrir kosningar til þess að kasta því fram kortéri fyrir kosningar. Fólkið í Samfylkingunni stendur við kosningaloforðin og framkvæmir þau."

Er ekki vert að þakka Samfylkingunni fyrir vel unnin störf áður en kosið verður að nýju???

Eitt að lokum.

Ég hef þá trú og hef einfaldlega tileinkað mér það vinnulag allt frá upphafi að samstarf byggist fyrst og síðast á gagnkvæmu trausti og virðingu og á endanum málamiðlunum ef ágreiningur er. Ekki því að útiloka samstarf við einhverja sem ég veit að hafa jafnvel aðra sýn á hlutina. Fram að þessu hefur það reynst mér vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sem samfylkingarmaður (sem kjósandi) get vel tekið undir þetta hjá þér KT, því ég sé þetta skína í gegn í skrifum yfirlýstra samfylkingarmanna á blogginu síðan í haust..

Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 02:00

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Tilvitnun þín í kratatextann hér að ofan er tímabær og holl lesning öllum þeim, sem urðu á þau leiðu mistök að kjósa Samfylkinguna í síðustu Alþingiskosningum.

Björgvin R. Leifsson, 4.1.2009 kl. 12:31

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er grátbroslegt, mér finnst ekki ólíklegt að það kvarnist verulega upp úr Samfylkingunni á næstunni.  Ég reikna ekki með því að almennir stuðningsmenn Samfylkingarinnar séu tilbúnir að styðja þá stefnu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Lúðvíks Bergvinssonar og Árna Johnsen að afskrifa skuldir þeirra sem eru búnir að skuldsetja sjávarútveginn langt út fyrir öll skynsamleg mörk og vilja nú að þjóðin taki að sér að borga brúsann.

Sigurjón Þórðarson, 4.1.2009 kl. 12:33

4 identicon

Samfylkingin er eins og nokkrar ríkisstofnanir sameinaðir í eina.  Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag gátu aldrei unnið saman í ríkisstjórn. Þrátt fyrir að Ólafur Ragnar og Jón Baldvin reyndu að keyra yfir sama rauða ljósið um árið.  Samfylkingin var stofnuð til að koma Sjálfstæðismönnum frá völdum, þá fáa sem ólíkar fylkingar innan fylkingarinnar eiga sameiginlegt.  Allt of ólíkir skoðanahópar innan hópsins.  Því miður Kalli finnst mér Vinstri Grænir eiga við sama vandamál að etja. Þar eru öfgahópar sem berja á sínu eigin fólki ef það hentar þeim.  Þú ættir að þekkja það.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 12:50

6 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Það hlýtur að vera veikleikamerki stjórnmálahreyfinga og manna að þurfa alltaf að níða skóinn af þeim sem eru mótaðilinn áður en hægt er að benda á eigið ágæti, stefnu eða annað sem því tengist. Svo mjög að á stundum gleymist fyrir hvað þetta fólk stendur, ef það þá stendur fyrir eitthvað annað en eigið skinn. Ég er pólitískt viðundur sem finn mig hvergi í neinum flokki sem stendur til boða hér á landi hvorki til lands,- né sveita. Enda er mín skoðun sú að kosningar eigi að snúast um fólk en ekki flokka. Skynsamt og hagsýnt fólk sem getur unnið saman að því að byggja upp þetta samfélag sem við búum í til lands og sveita. Það fólk sem kjósendur treysta best fyrir þeim störfum sem þarf að vinna í allra þágu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það mundi spara óhemju orku og fjármuni í því að vera ekki að ausa óhreinindum yfir mótherja sína. Ég er ekki hissa á því að einmitt þessir tveir flokkar skuli koma hér fyrir í þessari færslu Karls, Framsókn og Samfylkingin. Strax sem unglingur var ég á móti Framsókn, Búnaðarbankanum, Sambandinu og öllu því sem þetta batterí stóð fyrir. Það var kannski helst að Kaupfélægið slippi fyrir horn, annars fór ég frekar í Kjörval og Svans-sjoppu. Það sjá allir að þessi flokkur rær lífróður fyrir tilveru sinni, sem er eingin um þessar mundir. Ég hafði mikla trú á Samfylkingunni þegar hún var stofnuð, en fljótlega var hún að mínu mati komin í flórmokstur á bæði borð og farinn að ausa frámokstrinum yfir alla þá sem þeim þótti þvælast fyrir, jafnvel innan eigin flokks. Ekki göfug stefna það. Þegar hér er komið er undirritaður kominn í þvílíkan ham og gæti skrifað langan pistil, (reyndar er þetta orðið allt of langt) um þetta allt saman, en það mundi engin nenna að lesa hann og allra síst ég sjálfur. Núna er ég búinn að skrifa helling um ekkert og man ekki einu sinni hverju ég var að svara, ef ég var að svara einhveju á annað borð, né um hvað upphaflegu skrifin voru þannig að best er að láta þessu lokið.

Guðmundur St. Valdimarsson, 4.1.2009 kl. 17:29

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós til þín og þinna

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 17:45

8 identicon

Samfylkingin beitir skipulega blogg-tuddum sem níða skóinn af pólitískum andstæðingum með því  að hamra nógu oft á sömu lýginni svo að á endanum teljist hún vera sannleikur fyrir almenning sem ekki veit betur. Hryðjuverkasamtökin í Álafosskvosinni sem stofnuð voru af flokkssellu Samfylkingar til þess að svívirða bæjarfulltrúa Vg með ásökunum um spillingu og mútuþægni er eitt ógeðslegasta dæmið um svona vinnubrögð.

Þingmenn á borð við Árna Pál og Össur tóku fullan þátt í þessu skítkasti að ógleymdum Jóni Baldvini. Fjölmiðlunum er misbeitt í þágu þessa flokks og Blogg-bullurnar ganga skipulega til verks. Orð Karls Tómassonar eru sannarlega í tíma töluð.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 22:37

9 Smámynd: Hvíti Riddarinn

Frábær vindhani!!! Hvar er hægt að nálgast svona grip?

Hvíti Riddarinn, 5.1.2009 kl. 00:06

10 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl verið þið kæru vinir og takk fyrir heimsóknirnar.

Þetta er sennilega í fyrsta skipti sem ég hef fengið upphringingu eftir bloggfærslu eins og gerðist eftir þessa.

Þær voru tvær og báðar mjög skemmtilegar og fróðlegar. Annar aðilinn vildi fá mig til að upplýsa um hvað kæran gagnvart mér ætti að snúast og sagði mig eiga að geta sagt honum það. Satt að segja get ég það ekki og í raun bíð spenntur eftir kærunni, rétt eins og ég sagði í færslunni. Hinn aðilinn var nú svona meira í almennu spjalli.

Gjaldkeri Varmársamtakanna fyrrverandi, Ólafur Ragnarsson, skrifaði orðrétt þennan texta.

"Varmársamtökin geta lögsótt Karl vegna framgöngu sinnar en ég legg til að samtökin leggi frekar áherslu á að gerð verði hvítbók í Mosfellsbæ, þar sem farið verður yfir gerðir Karls og annarra bæjarstjórnarmanna og hvort að þeirra persónulegu hagsmunir hafi haft áhrif á  ákvarðanir í tengslum við almannahagsmuni. 

Í ljósi þeirra atburða sem hafa riðið yfir samfélagið og sú spilling sem er allsráðandi í meðhöndlun fjármuna væri athugandi að fara fram á það að bæjarstjórnamenn geri grein fyrir eigna og fjárhagsstöðu sinni, að þeir geri grein fyrir því hvort að þeir hafi átt viðskipti persónulega með jarðir og lóðir, hvort að þeir hafi hagnast persónulega á síðustu misserum beint eða óbeint á þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið í bæjarstjórn. 

Ef menn hafa ekkert að fela hafa þeir ekkert að óttast.

Kveðja, Ólafur í Hvarfi, stjórnamaður í Varmársamtökunum.

Olafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 19:39

Þetta skrifaði kappinn nú rétt undir lok nýliðins árs og nú er fátt annað að gera en bíða og sjá hvað honum gengur til.

Hann er greinilega með allt á hreinu þessi maður. 

Karl Tómasson, 5.1.2009 kl. 01:19

11 identicon

Það var frægt á sínum tíma hvernig Samfylkingin og þingmenn hennar höguðu sér með hryðjuverkasamtökunum sínum hinum svonefndu Álafoss-samtökum þar sem Bryndís Scram hágrét yfir gatnagerð í þéttbýli og Sigurrós gaulaði hvalahljóð ofan í holu. Umhverfisspjöll umhverfisspjöll var gólað og hvert var markmiðið? Jú það var augljóslega til að koma höggi á umhverfisstefnu V-Grænna alveg eins og þau væru hrædd við jarðýtur og ekki mætti einu sinni sinna gatnagerð í þéttbýli. Samfylkingin dritar niður álverum og styður hvers kyns stóriðju með vinum sínum í Sjálfstæðisflokknum,Farísear okkar tíma nefnist Samfylking. Ólafur Ragnarsson, Kristín Pálsdóttir og fleiri blogg-fól Samfylkingarinnar ættu að skammast sín fyrir aðförina að Karli og V-Grænum þegar spillingin innan þeirra eigin raða er yfirþyrmandi: Ágúst Ólafur í dómsmáli vegna innherjasvika upp á 7 milljarða. Lúðvík Bergvins með 2 milljarða turn í Borgartúni með aðeins 8 milljónir í hlutafé restin á lánum á vildarkjörum úr Landsbanka. Björgvin G. með Fjármálaeftirlitið, Tryggva Jóns, Birnu Einars sem týndi 200 milljóna skuld á sjálfa sig. KPMG sem er búið að rannsaka sínar eigin færslur og fella niður skuldir á Sigurð G. mág Björgvins. Ingibjörg Sólrún búin að þiggja persónulega fé frá Jóni Ólafssyni eins og Stefán pálsson og fleiri hafa vitneskju um. Svei mér ef Samfylkingin er ekki spilltari en spilltasti stjórnmálaflokkur Afríku.

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:32

12 Smámynd: Karl Tómasson

Ég vil biðja fólk um að skrifa undir fullu nafni á þessa síðu mína og gæta orðalags.

Bestu kveðjur. Karl Tómasson.

Karl Tómasson, 5.1.2009 kl. 20:41

13 identicon

Kalli minn þar sem við erum æskuvinir get ég ekki lengur talað nema tæpitungulaust um þá aðför sem að þér hefur verið gerð að undirlagi Samfylkingarinnar í nafni Varmársamtakanna. Fyrst ber að nefna hina fyrstu bloggsíðu sem stofnuð var þér til höfuðs undir nafninu Valdi Sturlaugs sem var fyrsti linkur á heimasíðu Varmársamtakanna. Þeirri síðu var lokað vegna ærumeiðinga í þinn garð þar sem krabbamein það sem þú hefur barist við var kallaður "rotsjúkdómur þinn" . Þetta veist þú best en líka við vinir þínir og Stefán Helgi Grétarsson  og fleiri sem lásu þennan óhróður.. Þú ert einfaldlega of mikill heiðursmaður til þess að gera baráttu þína við þennan banvæna sjúkdóm að umtalsefni og vilt hvergi nokkustaðar á nokkurn mann halla. Við lokun  síðunnar hans Valda sem nota bene er ekki raunveruleg persóna var opnuð önnur síða Smjerjarmur í hallelújalandi þar sem logo Valda sturlaugs var inni þar héldu áfram þær ljótustu svívirðingar sem sést hafa á prenti allar í þinn garð kæri Karl. þeirri síðu var umsvifalaust lokað. Þriðja síðan var þá opnuð smjerjarmur.blog.is þar sem árásum á þig er ennþá haldið úti NÚ SÍÐAST Í DESEMBER. Þar ert þú svívirtur og fjölskylda þín og sakaður um mútuþægni og hverskyns viðbjóð. Nú þegar búið er að fletta ofan af þessari svikamyllu Samfylkingarinnar og nafntogað fólk sem við báðir vitum hverjir eru standa þarna að baki svo hriktir í stoðum Samfylkingar hér í bænum, og á landsvísu því þeir vita uppá sig lýgina.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband