Svakalegir Þursar

Þursar

Þeir fóru bókstaflega á kostum félagarnir í Þursaflokknum og allt tónlistarfólkið sem fram kom á tónleikunum sem sýndir voru í sjónvarpinu í gær. Vissulega var ekki við öðru að búast, vissulega, vissulega.

Ég var einn af þeim sem valdi frekar að horfa á eurovision eins og Tommi Tomm nefndi á tónleikunum. Ég er ekki frá því að það hafi verið klúður svona eftir á að hyggja. Væri ekki reynandi að fá þá félaga til að endurtaka leikinn? Ég gæti trúað að ég léti mig hafa það að missa af júró.

Þetta eru einir mögnuðustu tónleikar sem ég hef séð í sjónvarpinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir þetta..

Óskar Þorkelsson, 2.1.2009 kl. 19:01

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Viðurkennirðu að hafa tekið júróið fram yfir Þursana? Þú ert alveg svellkaldur :-)

Björgvin R. Leifsson, 2.1.2009 kl. 19:58

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gleðilegt nýtt ár!

Þessi tónlistaþáttur var hreint frábær. Okkar tónlistarfólk eru snillingar upp til hópa! Mætti biðja um meira af svipuðu.

Milli jóla og nýjárs sýndi Sjónvarpið einhverja þá vitlausustu bandarísku þvælu undir því yfirskini að um mynd um sjóræningja væri að ræða. Oft kemur til sýninga í einni bunu allt að 3 og jafnvel 4 bandarískar galsa- , hasar- og ruglmyndir rétt eins og forsvarsmenn Sjónvarpsins telji að Íslendigar séu fífl upp til hópa og gerum akkúrat engar kröfur um gæði. Við verðum að fá gott og vandað efni, helst sem mest innlent en auðvitað er margt ágætt sjónvarpsefni sem á boðstólum er og sækja má til Evrópu og þá einkum Norðurlandanna.

Mætti biðja annað hvort um endursýningu á góðu efni eða ef blankheitin eru að gera alveg út um rekstur Sjónvarpsins þá mætti biðja einfaldlega um stillimyndina í staðinn.

Með ósk um gott ár þó fyrirsjáanlegt það verði erfitt. Kannski það geti orðið okkur mörlandanum léttara ef ríkisstjórnin sýni einhverja ábyrgðartilfinningu og boði til nýrra kosninga. Þá verður komi tími til að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.1.2009 kl. 20:35

4 identicon

Toppmenn.  "Gæti eins verið" mín uppáhaldsplata, frábær.  Man þegar þeir héldu tónleika í Dynheimum á Akureyri við útgáfu þeirrar plötu og c.a. 30 manns mættu.  Spiluðu samt fullt prógam.  Stilltu sér svo upp við útidyrnar og tóku í spaðann á öllum í lokin.  Fórum síðan að Stuðmannast.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:44

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Var að ná mér í diskinn frá hljómleikunum. Ótrúlega þétt og gott sánd

hilmar jónsson, 3.1.2009 kl. 00:03

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Já, Þursarnir eru bara flottir !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 07:56

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Gæðastöff.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.1.2009 kl. 09:35

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta voru algjörlega töfrandi tónleikar. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 10:14

9 Smámynd: HP Foss

Er ekki sammála Mosa, hef gaman af þessum myndum um sjóræningjana, börnin mín hafa afskaplega gaman af þeim en bendi honum á að hægt er að slökkva á sjónvarpinu hafi maður ekki gaman af efninu, frekar en að óska stillimyndar.

Stórkostlegir tónleikar Þursaflokksins, sé mest eftir að hafa ekki verið aðdáandi þeirra á sínum tíma.  Það vantar algerlega band í dag sem hefur burði til að búa til tónlist sem hlustandi er á, ekkert band á Íslandi í dag gerir almennilega tónlist, allt snýst um ámáttlegt væl Sigurrósarmanna, tónlist sem mest líkist útburðavæli, fullt af fólki hlustar á þessi ósköp en ég er þess fullviss að helmingurinn af því fólki hlustar vegna þess að það það heldur að þetta sé flott tónlist, sem er rangt, þetta er léleg tónlist og smekkurinn kallast snobb.

Ég slekk þegar Siggurrós byrjar, læt þeim eftir að hlusta sem vilja.

Þursaflokkurinn fær 10 stig hjá mér fyrir þessa tónleika.

HP Foss, 3.1.2009 kl. 10:36

10 identicon

Þakka þér Helgi Pálsson að segja það sem margir hugsa en fólk heldur að sé ekki í tísku að segja opinberlega.  Hefur "létt" álögum á mörgum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 11:16

11 Smámynd: Eyþór Árnason

Gleðilegt ár Kalli minn og takk fyrir bloggvináttu á árinu gamla. É held að þessir tónleikar flokkist undir eitthvað sem erfitt er að koma orðum að. En það sem vantaði í þessa sjónvarpsgerð eru hinar óborganlegu kynningar Egils á milli laga. Og öll hin lögin. Það er allt á disknum. Kveðja úr Vesturbænum

Eyþór Árnason, 3.1.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband