Jólastjarnan komin á tréð

Jólastjarna 1

Eftir nokkuð líflegan verslunarleiðangur í dag og m.a. kaup á jólatré, var mesti spenningurinn hjá Birnu að koma því inn í hús og byrja að skreyta það.

Á heimili foreldra minna var vaninn að taka jólatréð ekki inn fyrr en á Þorláksmessu og lengi vel man ég eftir að hafa ekki séð það fyrr en á aðfangadag og þá í fullum skrúða.

Þennan sið höfðum við einnig lengi vel, ég og mín fjölskylda en höfum nú undanfarin ár tekið jólatréð inn nokkrum dögum fyrir jól og skreytt það með börnum okkar.

Í kvöld var stóri dagurinn hjá Birnu og tilhlökkunin var greinilega mikil.

Jólastjarna 2

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg mynd af fallegri stúlku.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

æ en sætt

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.12.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: steinimagg

Alveg furðuleg þessi árátta hjá íslendingum að skreyta jólatréð á miðju hausti.

steinimagg, 20.12.2008 kl. 23:58

4 identicon

Skemmtileg stund hjá ykkur. Bestu jólakveðjur frá mér og mínum á Skaganum. LS

Lárus (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 11:08

5 Smámynd: Hvíti Riddarinn

Þetta er nú eitthvað annað en stanslausa stressið og geðveikin í bænum!

Hvíti Riddarinn, 21.12.2008 kl. 15:56

6 Smámynd: HP Foss

Sammála Jenný, góð mynd og dóttirin eftirmynd mömmu sinar.

HP Foss, 21.12.2008 kl. 18:57

7 Smámynd: HP Foss

sinnar

HP Foss, 21.12.2008 kl. 18:57

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Innilegar jólakveðjur frá "Argenínuútibúi" Brekkulandsins til ykkar allra í Leirvogstungunni.  Sjáumst hress og kát á næsta ári.

Halldór Egill Guðnason, 21.12.2008 kl. 21:27

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Argentínuútibúinu" átti þetta nú að vera hjá mér.

Halldór Egill Guðnason, 21.12.2008 kl. 21:30

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt !

Gunni er úti núna að saga af fætinum og ætlar að setja það inn.  Ég sit og er að skrifa jólabréf til vina og ættingja, næ aldrei jólakortunum. Ætli stelpurnar skreyti það ekki á morgun , Sól og Lilja barnabarn.

Kærleiksknús til þín og þinna kæri Kalli og takk fyrir yndislega vináttu á liðnu ári.

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2008 kl. 22:06

11 Smámynd: steinimagg

Ég fæ ekki að vera með mitt stórkostlega USA gervitré, alvöru skal það vera í ár.

Jólakveðja úr Bollatanganum

steinimagg, 22.12.2008 kl. 23:07

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ljúfar myndir.

Jólakvedjur frá Jyderup

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 09:51

13 identicon

Gleðileg jol     B  START

Brynjar Klemensson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 15:44

14 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Gleðileg jól frændi!

Þráinn Árni Baldvinsson, 24.12.2008 kl. 01:35

15 Smámynd: Dunni

Sendi þér og fjölskylddu þinni bestu jóla og nýársóskir héðan úr konungsríkinu handan hafsins.   Takk fyrir skemmtileg bloggkynni á árinu.

Kveðja

Dunni 

(Guðni Ölversson)

Dunni, 24.12.2008 kl. 14:09

16 Smámynd: gudni.is

Kalli, ég óska þér innilega gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Bestu þakkir fyrir samskiptin á liðnu ári. Takmark mitt á nýju ári er að koma þér með mér í flugtúr og reyna að lækna þig af flughræðslu.

Jólakveðja úr Mosó,
Guðni

gudni.is, 24.12.2008 kl. 15:48

17 Smámynd: steinimagg

Frændi, taktu með þér myndavél þegar þú ferð í flugtúrinn með Guðna, það er víst alveg magnað.

steinimagg, 24.12.2008 kl. 17:26

18 Smámynd: Karl Tómasson

Við þökkum ykkur öllum góðar kveðjur og vináttuna, bæði hér og með tölvupósti.

Hafið það öll sem allra best um jólin.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm, Línu, Óla og Birnu.

Karl Tómasson, 24.12.2008 kl. 17:34

19 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Gleðilega hátíð.

Guðmundur St. Valdimarsson, 24.12.2008 kl. 22:50

20 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

flott stelpa að skreyta jólatréið ,gleðileg jól  og hafið það gott um áramótirn.kveðja að norðan

Laugheiður Gunnarsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:39

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilega hátíð Kalli minn, skemmtilegar myndir af þér og dótturinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2008 kl. 18:48

22 Smámynd: steinimagg

Ef þig langar að tromma núna


leggstu á bæn og treystu á trúna


hikaðu ekki þó settið sé stórt


því kjuðinn rennur um loftið hljótt

steinimagg, 30.12.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband