Jólablað Vg í Mosfellsbæ komið út

Jólablað okkar Vinstri grænna í Mosfellsbæ er komið út og að vanda má þar lesa um það sem á daga okkar hefur drifið á árinu sem senn er liðið.

Vg Sveitungi

Hér fyrir neðan er leiðari minn í blaðinu.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Bjart framundan, þrátt fyrir allt

Það eru vissulega erfiðir tímar hjá okkur Íslendingum um þessar mundir en misjafnlega þó. Hundruð einstaklinga og fjölskyldna berjast í bökkum og þeim fjölgar ört þar sem baráttan virðist sérlega erfið. Þá ríður á hjá okkur stjórnmálamönnunum að standa vörð um þá einstaklinga sem standa höllum fæti.

Staða sveitarfélaganna er vissulega einnig misjöfn. Hjá okkur Mosfellingum er hún með skárra móti og jafnvel betri en víðast hvar í kringum okkur. Með ábyrgri stjórnsýslu og öflugum embættismönnum höfum við reynt að fleyta skútunni áfram en um leið höfum við gætt þess að hafa borð fyrir báru. Sú fyrirhyggja kemur sér vel fyrir okkur Mosfellinga um þessar mundir.

Það traust, sem er borið til okkar Vinstri grænna um þessar mundir, er meira á landsvísu en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum nýtur flokkurinn nú mests fylgis allra stjórnmálaflokka á Íslandi.

Stefna Vinstri grænna er skýr og afdráttarlaus. Aðalmarkmið flokksins eru að standa þétt að baki öllum grunngildum samfélagsins. Lykilatriði okkar er mennta- og heilbrigðiskerfi, sem er jafnt fyrir alla, og einlæg umhverfisvernd. Um þá stefnu stöndum við vörð og höfum alltaf gert. En nú er ljóst að við þurfum að skera niður og spara í útgjöldum bæjarfélagsins og framkvæmdum. Góð þverpólitísk samstaða hefur náðst um þær ákvarðanir þar sem allir hafa lagst á eitt.

Það hefur verið ómetanlegt fyrir okkur Vinstri græn í Mosfellsbæ að standa í brúnni í góðu meirihlutasamstarfi og hafa fengið að taka þátt í því að móta mannlegt og fallegt samfélag í Mosfellsbæ. Nú þegar öldurnar ganga yfir okkur öll og tímarnir eru erfiðir ríður á, sem aldrei fyrr, að standa vörð um stefnumál okkar Vinstri grænna og grunngildi samfélagsins.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár, kæru Mosfellingar.

Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Vinstri grænna í Mosfellsbæ. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu kveðjur til þín Kalli.  Fínn leiðari og ánægjulegt að heyra að Mosó sé tiltölulega vel kreppuvarinn.  Hvernig verður blaðinu dreift? Skemmtilegt innlegg hjá þér líka Arnþór.  Menn verða jú að bjarga sér á allan hátt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: HP Foss

Hún er áraleg þessi forsíðumynd hjá ykkur, mér sýnist glitta í skurðgröfu þarna fremst í gillinu, upp á barðinu. Er þetta gil enn í þessari mynd?

HP Foss, 17.12.2008 kl. 23:42

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk fyrir þennan pistil, Kalli. Ég vona bara að grunnskólarnir okkar þurfa ekki að skera mikið niður því góðir skólar eru hornsteinn samfélagsins.

Úrsúla Jünemann, 18.12.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Fínn pistill Karl. Ánægjulegt að heyra að sveitarfélagið okkar standi bara nokkuð keikt, miðað við allt sem á gengur. Nú ríður á að pólitíkusarnir leggi pólitíkina til hliðar og einhendi sér í verkefnin framundan með skynsemina að leiðarljósi. 

Halldór Egill Guðnason, 18.12.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: gudni.is

Sæll Kalli.

Til hamingju með nýja jólablaðið ykkar hjá VG. Það er mjög stílhreint og fallegt. Ég var einmitt að skoða það í gær og bera þau svona svolítið saman nýju jólablöðin hérna í Mosó. Ég var nefnilega sjálfur að vinna að layout uppsetningu á einu þeirra (Mosfellsfréttir fyrir Framsókn). En þetta er afar glæsilegt hjá ykkur.

Jólaflugkveðja, Guðni

gudni.is, 21.12.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband