Ásláttur hans var engum líkur

Gunnar Jökull var og er óumdeildur snillingur í trommuleik. Hann hefði getað leikið með hvaða rokkhljómsveit sem er. Ásláttur hans var gríðar öflugur en um leið mjög músíkalskur og hljómurinn úr trommusettinu hjá honum var engu líkur.

Hljóðfæri sem tónlistarmenn hafa í höndunum skipta vissulega miklu máli en galdurinn er samt alltaf að lokum þess sem leikur á það að ná því besta fram úr því. Það er ekki sama hvernig spilað er á hljóðfæri, hversu dýr eða fín þau eru.

Trommuleikur Gunnars Jökuls hljómaði alltaf vel.

Ég set hér inn eitt gamalt meistaraverk frá Trúbrot og þarna er að mínu mati ein allra magnaðasta innkoma trommuleikara í lag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnað.  Maðurinn sem fann upp tvöfalda bítið var algjörlega magnaður.  Leiðinlegt hvernig lífið lék hann.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: HP Foss

Þetta er nokkuð gott að kalla en tomm tomm-ið er eitthvað vanstillt, heyrist mér.

HP Foss, 13.12.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: steinimagg

Flott og gott lag en ég hef aldrei kunnað við þetta hörpuspil, alveg óþolandi.

steinimagg, 14.12.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Man eftir hreint ótrúlegri upptöku frá æfingu sem fram fór í silfurtunglinu, en þá var Jökullinn 16 ára. Þessi upptaka var spiluð í Útvarpinu, í einhverjum viðtalsþætti við hann, en þá hafði hann einhverjar hugmyndir um "come back". Gæti hafa verið sent út ca '85-'88. Þarna 16 ára í Tunglinu var hann strax, að ég vil meina, á heimsmælikvarða.

Þorsteinn Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 04:26

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hver er söngkonan ?  Hvað er þarna sem minnir á Trúbrot ?

Gunnar Jökull mun vissulega hafa verið með magnaðri trymblum, en hvað á hann þarna ???

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 04:56

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jökullinn alltaf flottastur!!

Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 09:04

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jökullinn var flottastur.  Elsku karlinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband