lau. 6.12.2008
Var ţetta frćga jólalag samiđ í Mosó?
Ég set hér inn eina ársgamla fćrslu ţví brátt mun nú gamla Brúarlandshúsiđ fá ađ nýju sitt gamla hlutverk, ađ vera skólahús.
Á stríđsárunum voru fjölmargir hermenn, bandarískir og breskir međ sínar bćkistöđvar í Mosfellsbć. Enn í dag má sjá merki ţess t.d. á Ásunum viđ Ţingvallaafleggjara en ţar eru enn rústir af gömlu sjúkrahúsi. Margar sögur hafa veriđ skrifađar af hjúkrunarkonu sem starfađi ţar og taliđ er ađ sé ţar en á sveimi.
Á Brúarlandi hjá ömmu Kristínu og afa Lárusi var einnig fjöldi hermanna međ sitt athvarf og hefur mamma sagt mér margar skemmtilegar sögur frá ţeim tíma. Ţá var mamma lítil stelpa, hún er nćst yngst í stórum systkinahópi. Brúarland er eitt fallegasta hús okkar Mosfellinga og frá ţessu gamla skólahúsi eiga margir Mosfellingar fallegar og góđar minningar.
Nú ári eftir ađ ég skrifađi ţessa fćrslu mína er ţetta gamla fallega hús ađ fá sitt gamla hlutverk aftur.
Nýlega sagđi góđur vinur minn mér skemmtilega sögu, hafđa eftir föđur sínum, ađ einn af ţeim hermönnum sem hafi veriđ í Mosfellsbć á ţessum tíma hafi veriđ Lee Roy Anderson. Lee Anderson samdi skömmu síđar eitt frćgasta og fallegasta jólalag allra tíma sem ég lćt hér fylgja međ í stórkostlegum flutningi Ellu Fitzgerald. Njótiđ vel.
Ţessi mynd af gamla Brúarlandi er fengin frá Sigurđi Hreiđari. Hann á stórt og mikiđ safn ljósmynda og er mikil fróđleiksnáma um gamla tíđ í Mosfellssveit.
Athugasemdir
Frábćrt ađ sjá ţessar fréttir um gamla Brúarlandshúsiđ og verđandi menntaskóla í Mosó. Hvernig vćri ađ gera jólaland ( hátíđ ) í Álafosskvosinni og tengja hana í ( viđ ) gamla Brúarlandshúsiđ í Mosó í hverjum desember ár hvert, og hafa Lee Anderson svífandi ţar yfir međ sínu fallega jólalagi ásamt heitu kakó og jólasmákökum. Bara smá hugmynd sem gćti gert smá jóla - lukku í hjörtum okkar, fyrir jól ár hvert.
Guđbjörg Elín Heiđarsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:41
Til hamingju Mosfellingar - en verđur ţetta bráđabirgđahúsnćđi ekki strax of lítiđ nćsta haust? Svo er eftir ađ sjá hverjar efndirnar verđa hjá íhaldinu sbr. trakteringarnar, sem Fjallabyggđ hefur fengiđ.
Björgvin R. Leifsson, 6.12.2008 kl. 10:54
Gaman ađ ţessu!
Ţráinn Árni Baldvinsson, 9.12.2008 kl. 18:37
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.