Það er hugur í okkur þrátt fyrir erfiða tíma

Þessa dagana eru bæjaryfirvöld og embættismenn Mosfellsbæjar að vinna að því og kanna hvernig hægt er að spara og draga saman í rekstri á þann hátt að það bitni sem mynnst á fjölskyldufólki og þeim sem síst meiga við því. þessi vinna er ærin og allir hafa lagst á eitt að reyna að milda höggið eins og best verður á kosið fyrir bæjarfélagið. Þó er það ljóst að í Mosfellsbæ eins og annarsstaðar þarf að skera niður á flestum sviðum til að mæta þeim erfiðu aðstæðum sem yfir okkur ganga þessa dagana.

Þrátt fyrir erfiða tíma er hugur í okkur og við erum öll einhuga um að fara í gegnum þá með eins mikilli reisn og mögulegt er. Halda áfram að verða fyrirmyndar bæjarfélag, þar sem fjölskyldan, skólarnir, menningin og blómlegt íþróttastarf verður ávalt í fyrirrúmi.

Á líflegum aðalfundi okkar Vinstri grænna í Mosfellsbæ sem haldinn var í gær og ég bloggaði um nýlega, ber þess helst að geta að sitjandi stjórn var kjörin að nýju með lófaklappi. Stjórnina skipa: Ólafur Gunnarsson, formaður, Einar Hólm Ólafsson, gjaldkeri, Jóhanna B. Magnúsdóttir, ritari, Högni Snær Hauksson og Bryndís Brynjarsdóttir.

Kjörnir voru tveir nýir varamenn, þau, Gísli Ársæll Snorrason og Alma Lísa Jóhannsdóttir. Gísla Ársæl þekkja flestir Mosfellingar en Alma Lísa flutti í bæjarfélagið ekki alls fyrir löngu. Alma Lísa er varaþingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Við bjóðum Ölmu Lísu sérstaklega velkomna í starfið með okkur.

VG Mos aðalfundur

Myndin er tekin á aðalfundinum í gær. Frá vinstri Högni Snær Hauksson, varaformaður Íþrótta- og tómstundarnefndar, Ólafur Gunnarsson, formaður Vinstri grænna í Mosfellsbæ, Bjarki Bjarnason, fundarstjóri, Karl Tómasson, Ögmundur Jónasson, og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir en þau voru sérstakir gestir fundarins. Þau héldu bæði skemmtilega tölu á fundinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég og fjölskyldan fluttum utan að landi á sínum tíma og völdum að búa í Mosfellsbæ nákvæmlega vegna þeirra gilda sem þú nefnir og áhugaverðrar fjölskyldustefnu bæjarins.  Það má alltaf finna eitthvað sem er athugavert en almennt höfum við ekki orðið fyrir vonbrigðum, hér er frábært að búa. Bærinn og landslagið í kring fegurra en, að mér finnst, fólk geri sér grein fyrir.  Ég vona og treysti því að þú standir heiðursvörð um gildi bæjarins og  gætir þess að skurðarhnífurinn taki í burt "keppina" en ekki "kjötið".  Ekki spara aurinn og kasta krónunni (ef krónu skyldi kalla) svo að það bitni á grunnþjónustuþáttum.  Flatur niðurskurður á einstökum sviðum er barnaleg aðferð og vona ég að þið fallið ekki þess háttar gildru.  Það er hægt að hagræða rekstri án þess að það minnki þjónustu eða bitni á gæðum hennar.  Þetta eru erfiðir tímar fyrir okkur öll hvort sem um rekstur heimilis, fyrirtækis eða sveitarfélags er að ræða.  Á þessum tímum leynast líka tækifæri sem einhverra hluta vegna við sjáum ekki þegar "vel gengur".  Treysti Karl að þú fylgir þessu eftir :)

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: HP Foss

Þessi mynd hefur verið tekin í bakherbergi, líklega af einhverri nefndarvinnu og aðalfundurinn hefur verið í fullum gangi frammi í sal á meðan.

HP Foss, 28.11.2008 kl. 11:00

3 Smámynd: Karl Tómasson

Sælir Einar og Helgi og takk fyrir komuna.

Einar, það er nú sem betur fer þannig eins og þú segir að á þessum tímum leynast einnig tækifæri. Við gerum öll okkar besta.

Helgi minn, þegar fundur er auglýstur kl. 20, þá er ekki gott að koma kl.21.

Bestu kveðjur frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 28.11.2008 kl. 20:49

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleikur til þín kæri kalli

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 22:36

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta var prýðisgóður fundur þóhann hefði mátt vera fjölmennari. En á þessum árstíma eru margir uppteknir og aðrir eru kannski ekki svo mikið að sækja fundi þegar von er á öllum veðrum.

Við Vinstri græn í Mosfellsbæ kappkostum að gera okkar besta. Margt hefur áunnist og hefur stundum gleymst hjá andstæðingum okkar að við höfum komið í veg fyrir meiri einkavæðingu í bæjarfélaginu en Sjálfstæðisflokkurinn vildi. Nú er komin sú staða að þessi sjónarmið hafa reynst rétt og má benda á rekstur íþróttamiðstöðvarinnar við Lágafellsskóla þar sem horfið var frá rekstri byggðan á einkavæðingu. Það gleymist nefnilega oft hjá þeim einkavæðingarmönnum að sitt hvað er þjónusta við íbúa og að unnt sé að græða á henni og hún verði einhverjum aurapúkum að féþúfu. Við höfum ekki góða reynslu af slíku samanber þær hamfarir sem fylgt hefur gjaldþroti íslenska bankakerfisins sem var lengi vel fyrirmynd Sjálfstæðisflokksins í einu og öllu. Eru vítin ekki til að forðast þau?

Nú er þetta ár senn á enda og við tekur nýtt ár sem verður ábyggilega mörgum mjög erfitt. Við sitjum uppi með kolrangar áherslur þrásetinna stjórnvalda undanfarinna ára sem eiga eftir að verða okkur dýrar. En við verðum að sætta okkur við það og vonandi drögum við einhvern lærdóm af sem við getum fært okkur í nyt.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband