Aðalfundur Vinstri grænna í Mosfellsbæ

haus

Næstkomandi miðvikudag, 26. nóvember kl. 20:00 verður aðalfundur Vinstri grænna í Mosfellsbæ haldinn í Hlégarði. Sérstakir gestir verða, Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Ég hvet sem flesta félagsmenn okkar að mæta og um leið leggja okkur lið, nú, að rétt rúmlega hálfnuðu kjörtímabili okkar í meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og með því hafa áhrif á okkar samfélag.

Félagsmenn Vinstri grænna eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr í Mosfellsbæ og það er okkur vissulega mikið ánægjuefni ef þeir blanda sér í starfið með okkur og hafa með því áhrif á allt okkar starf.

Við höfum á okkar fyrsta kjörtímabili í bæjarstjórn Mosfellsbæjar komið mörgum af okkar áherslum í framkvæmd og öll sem eitt, lagt okkur fram um að gera gott samfélag betra.

Mosfellsbær er fallegt bæjarfélag sem státar af frábæru skólastarfi, einstakri útivistarparadís allt um kring, fyrsta flokks íþróttaaðstöðu og mjög fjölbreyttu menningarlífi. Það er án vafa öllum Mosfellingum kappsmál að ekkert verði slakað á svo bærinn geti státað af þessu öllu um ókomna tíð.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Og fer Ömmi með gamanmál. Ha, ha, ha, ha,hahaaa,,æjæjæjjj..... ehemmmm.... Já, þetta verður án efa hinn besti fundur.

HP Foss, 23.11.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Karl Tómasson

Helgi minn.

Það verður tekið vel á móti þér og þínum þegar þið flytjið í Mosfellsbæinn. Það veist þú.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.11.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Hvíti Riddarinn

Eru þið í meirihluta?

Hvíti Riddarinn, 25.11.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Karl Tómasson

Gamli vinur, Hvíti Riddari.

Stuðningur þinn hefur verið ómetanlegur. Sjáumst í kvöld.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 26.11.2008 kl. 13:56

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég kemst ekki en sendi betra helminginn. Ég er orðin svo ferlega pólitísk en hef ekki hug á að festa mig í einhverjum flokki. Ég vona að meirihlutur í Mos. ber gæfu til þess að skera ekki niður í skólamálunum, heldur frekar í t.d umferðamannvirkjum.  Þetta má bíða betri tíma en börnin okkar eiga ekki að gjalda hvernig ástandið er.

Úrsúla Jünemann, 26.11.2008 kl. 14:35

6 identicon

Þið ræðið kannski húsnæðismál kóra, sem eru fleiri í Mosfellsbæ en öðrum bæjum.  Stefnir æfir trúlega í Reykjavík, a.m.k. í vetur.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:46

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hér kemur leirburður úr Brekkulandinu, já eða öllu heldur langleiðina frá Suðurskautinu:

Vinstri Grænir, Hægri Bleikir - Í Mosó vinna saman - Ef saman í kreppu stæðu keikir - Væri það ekki gaman?

Halldór Egill Guðnason, 26.11.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: steinimagg

Varst þú að setja upp jólaseríur ?

steinimagg, 27.11.2008 kl. 10:01

9 Smámynd: HP Foss

Fáir standast forsetanum snúning þegar kemur að seríum.

HP Foss, 27.11.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband