Alþýðumönnum á tillidögum fækkar núna

Fátt er grátbroslegra en að sjá og heyra í "alþýðumönnum" á tillidögum. Þeim mun væntanlega fækka núna. Þeim er ekki treystandi. Þeir sáu um það sjálfir.

Fátt er jafn grátbroslegt og tilgerðarlegt snobb viðhlæjenda á tillidögum. Fólks sem telur sig alþýðufólk og leggur allt í sölurnar til að safna atkvæðum og hilli á þann kostnað.

Nú eiga þessir "snillingar" vonandi ekki lengur erindi sem erfiði. Það stendur yfir hreinsun þessa daganna sem má jafnvel ganga betur. Vonandi á hún eftir að bera árangur. Árangur fyrir okkur öll, ekki aðeins fáa útvalda.

Leiksýning

Hin mikla leiksýning
var loks á enda.
Eins og logandi blys
hafði leikur minn risið
í hamslausri gleði
og friðlausri kvöl,
uns hann féll á ný
í skoplegri auðmýkt
til upphafs síns.
Það var lífið sjálft,
það var leikur minn.
Og ég leit fram í salinn
og bjóst við stjórnlausum fögnuði
fólksins.
En þar var enginn.
Og annarleg kyrrð hvíldi yfir
auðum bekkjunum.

Steinn Steinarr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt, er einmitt búin að vera að glugga í Stein Steinarr sem klikkar aldrei, takk fyrir þetta Kalli!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Magnað ljóð. Magnaður Kalli Tomm.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.11.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Meiriháttar ljóð, og á svo vel við þessa dagana Kalli minn. Takk fyrir mig  Hugsaði til þín þegar ég ók gegnum Mosó.  Þú og Mosfellsbær eruð orðin eitt í mínum huga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2008 kl. 12:40

4 Smámynd: Dunni

Merkielgt að Steinn sá fyrir hvað við megum þola 50 árum eftir að hann féll frá.  Magnað kvæði og á svo ótrúlega vel við í dag.

Dunni, 9.11.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband