Hringtorg fá nöfn

Á síðasta fundi Atvinnu- og ferðamálanefndar Mosfellsbæjar var samþykkt sú tillaga að efna til samkeppni á meðal bæjarbúa um að finna nöfn á þau hringtorg sem liggja á þjóðvegi eitt í gegnum Mosfellsbæ. Fá bæjarfélög státa af eins mörgum hringtorgum og Mosfellsbær.

Góður sveitungi minn og bloggvinur (Sigurður Hreiðar) bar þessa hugmynd upp við mig fyrir um ári síðan að upplagt væri að fá nöfn á hringtorgin til að auðvelda fólki að rata um bæjarfélagið. Vissulega gefur þetta einnig hverju hringtorgi meiri blæ á allan hátt.

Endilega takið þátt í kosningunni kæru sveitungar um nafngiftir á hringtorgin á mos .is sem hefst fljótlega.

Í fundargerð Atvinnu- og ferðamálanefndar segir: 

4.

200810079 - Samkeppni um nafngiftir á hringtorgum í Mosfellsbæ
 Til máls tóku: KT, GIH, SHj, SDA og SÓJ.Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að standa fyrir samkeppni um nafngiftir á hringtorgunum sjö á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ og óskar nefndin eftir því við framkvæmdastjóra stjórnsýslusvið og kynningarstjóra að undirbúa verkefnið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flott framtak.. 

Óskar Þorkelsson, 23.10.2008 kl. 23:24

2 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Það er miklu mikilvægara að losa þjóðvegina og þar með þjóðina við þessa hringi á hringaveginum. Mislæg gatnamót, hönnuð af fólki sem kann til verka, eru miklu betri. Ef húskofar eru fyrir þá er bara að rífa þá og þá myndast pláss fyrir almennileg umferðarmannvirki.

Marinó Óskar Gíslason, 24.10.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Dunni

Þetta er flott hugmynd. Flest hringtorg og stærri gatnamót bera ákveðin nöfn í Ósló og það er verulega til bóta þegar maður hjálpar vinum og vandamönnum að rata í gegnum síma.

Dunni, 24.10.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gaman að þetta skuli loksins verða að veruleika. Kann ef til vill að kosta að ég verði að venja mig á ný nöfn, því auðvitað er eg fyrir löngu búinn að gefa þessum torgum nöfn og talað um það þannig, en það er lítill fórnarkostnaður, ekki síst nú á nýjustu og verstu tímum. Og Marínó Óskar: Mislæg gatnamót eru fyrirhuguð á flestum þessum gatnamótum en þau eins og annað verða að bíða síns tíma. Þangað til þurfum við nöfn.

Sigurður Hreiðar, 24.10.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband