Þarna þarfnast belgurinn greinilega viðgerðar

Fyrir tuttugu árum síðan vann ég með bróður mínum við orgelsmíðar á Blikastöðum. Það var og er mér ógleymanlegur tími. Þar komst ég í náin kynni við hið magnaða pípuorgel og hvernig slíkt undrahljóðfæri er smíðað og verður til.

Ég var svo heppinn að fá að taka þátt í smíði orgelsins í Lágafellskirkju og einnig hinu stóra og glæsilega hljóðfæri í Digraneskirkju.

Ég lærði einnig að laga gömul harmoníum orgel og því tel ég mig hafa vit á því að þetta hljóðfæri sem leikið er á í þessu myndbandi þarfnast greinilega viðgerðar. Ég er hræddur um að organistinn sem þyrfti að leika á þetta hljóðfæri héldi ekki út heila messu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er gaman að gera gamla hluti upp, svo þeir geti gegnt hlutverki sínu áfram. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Magnað! 

Heimir Eyvindarson, 21.10.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir nokkrum árum var í ferðahóp með mér þýskur organisti. Hann var mikill gleðigjafi og lék á ýms orgel í kirkjum á leið um landið. Meira að segja Íslendingar sem heyrðu urðu agndofa.

Í einni timburkirkjunni sýndi hann okkur hvað mikilvægt væri að hljóðfærið væri í góðu samræmi við stærð kirkjunnar og hljómburð hennar. Litlu kirkjunar okkar voru margar hverjar prýddar litlum harmóníum og þessi organisti kvað þessi hljóðfæri vera mjög til síns brúks við hæglátan sálmasöng þar sem ekki væri mikið um margvíslegar fingraævingar organistans.Hann sýndi okkur takmörg orgelsins og þetta var allt mjög athyglisvert.

Nú vil eg taka fram að ætíð fengum við leyfi hjá hlutaðeigandi aðilum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband