Garðveisla í miðjum hörmungum

Það er óhætt að segja að við Íslendingar göngum nú í gegnum makalausar hremmingar. Stórþjóð og vinaþjóð, að við töldum, Bretar, leggjast lágt gagnvart okkur með framferði sínu og hafa með því nánast gert okkur gjaldþrota. Steingrímur J var vissulega löngu búinn að vara við þessu ástandi en á hann var ekki hlýtt á þeim tíma.

Það sem uppúr stendur í þessari ágjöf allri er samt samstaða okkar Íslendinga. Samstaða sem hefur gert okkur að því sem við erum. Við ætlum okkur aðeins eitt, að vinna okkur upp úr þessum hremmingum eins og öllum öðrum og það ætlum við að gera saman. Burt séð frá allri pólitík.

Í Kastljósi kvöldsins léku gömlu félagarnir í Mezzoforte sitt fræga lag, Garden Party, lag sem náði hæstu hæðum á vinsældalistum víða um heim og ekki síst í Bretlandi. Það hríslaðist um mig einhver notalegur straumur á meðan ég hlustaði á þá félaga. Lína mín keypti þessa plötu á sínum tíma og var hún í sérstöku uppáhaldi hjá henni enda er hún mikill tónlistarunnandi. 

Við tölum öll sama tungumál og við eigum ekki að gera neitt annað núna en að standa saman og vinna okkur upp úr þessum vanda.

Þarna á þessari stundu voru gömlu félagarnir í Mezzoforte greinilega sameiningartákn okkar hjóna með gamla slagarann sinn sem Bretar m.a. héldu ekki vatni yfir.

Stöndum saman öll sem eitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ég segi það sama, maður datt inn í löngu horfinn tíma.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Já þetta var frábær hljómsveit og líklega var hún sameiningartákn okkar allra.

Verum góð við hvert annað

Þóra Sigurðardóttir, 15.10.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við skulum standa saman við þessi venjulegu, ég neita að standa saman með þeim sem um þessi mál hafa haldið, undanfarin 17 ár eða svo.  Þeir verða að víkja, ef einhver sátt á að nást um framhaldið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: HP Foss

Steingrímur J hefur alla tíð haldið sig við þá skoðun að allt fari til andskotans. Loksins rætast hans spár.

"Oft ratast kjöftugum satt á munn" var stundum sagt og er í ætt við að þeir gusi mest sem grynnst vaði.

HP Foss, 16.10.2008 kl. 08:36

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Var að mestu fjarverandi í fallinu mikla, en rétt náði neyðarávarpi Geirs. Ótrúleg staða sem komin er upp, en satt og rétt að samstaða er það sem þarf. Ætla ekki að slá neinn öðrum fremur til riddara í viðvörunarferlinu sem aldrei var annað en ferli. Það er ekkert mál að vera vitur eftir á, en það reddar engu. Andskotans rugl að þetta fékk að fara svona.

Halldór Egill Guðnason, 18.10.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband