Kvæði um hund

Það var eitt sinn hundur, horaður, ljótur
og húsbóndalaus að flækjast í borginni,
svo aumur og vesæll og enginn, sem þekkt' hann,
og ekkert, sem veitt' honum huggun í sorginni.

Svo dó hann úr sulti seinni part vetrar,
það var sjálfsagt réttmætt og skynsamlegt af honum,
fyrst heimurinn smáð' hann. - Og hafandi glatað
þeim húsbónda, sem að forsjónin gaf honum.

Sú þraut var að sjálfsögðu þung fyrir hundinn,
en þetta var sjálfskaparvíti hjá honum,
er hann ákvað einn laugardag síðla sumars
að svíkja sinn herra og strjúka frá honum.

Ég ætl' ekki að dæma né áfellast hundinn,
þeir eru svo margir, sem ginu við flugunni,
og lögðust í flæking og hæddu sinn herra,
uns heimurinn lokaði síðustu smugunni.

Steinn portrait-06


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

Steinn er snillingur... gott innlegg um flækingshundinnhúsbóndavaldið er mörgum erfitt

Guðný Bjarna, 13.10.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég er með Stein á borðinu og ætla að lesa hann inn í nóttina. Kveðja úr Vesturbænum

Eyþór Árnason, 13.10.2008 kl. 23:35

3 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott ljóð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 17:32

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru ekki síðustu erindin tvö tekin úr stefnuskrá Samfylkingar?

Árni Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 00:31

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Steinn var snillingur sem margir hafa reynt að stæla.......en engum tekist, hingað til, að neinu marki.

Kveðja úr Álafosskvosinni.

Halldór Egill Guðnason, 18.10.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband