Mosfellsbær myndar samráðshóp vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.

Bæjarráð 900 +Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti greinargerð á fundi sínum í morgun vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í efnahagslífi þjóðarinnar og samþykkti jafnframt að mynda samstarfshóp aðila í bæjarfélaginu um upplýsingagjöf og ráðgjöf til Mosfellinga.

Þá styður bæjarráð heilshugar þá tilkynningu sem stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) sendi frá sér um samstöðu sveitarfélaganna á svæðinu.
 

Greinargerðin:

Á þeim miklu umbrotatímum sem nú ríkja í þjóðfélaginu vill bæjarráð Mosfellsbæjar leggja á það áherslu að einhugur ríkir hjá bæjaryfirvöldum um að veita góða þjónustu nú sem endranær og halda gjaldskrám óbreyttum að sinni.Á liðnum árum hefur Mosfellsbær greitt niður skuldir og ekki þurft að taka lán. Þessi staðreynd auðveldar bæjaryfirvöldum að takast á við breytt fjármálaumhverfi í landinu. Grunnstoðir bæjarfélagsins eru því sterkar. Haldið verður áfram með þær framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins sem þegar eru hafnar, en hins vegar verður ekki ráðist í nýjar framkvæmdir fyrr en fjármögnun þeirra er tryggð.

 

Samþykktin:

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að mynda samstarfshóp um upplýsingagjöf og ráðgjöf til Mosfellinga, vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem skapast hafa í efnahagslífi þjóðarinnar. Formaður bæjarráðs leiði samstarfshópinn.Þegar hefur verið leitað eftir samstarfi við bankastofnanir, heilsugæslu, kirkju og Rauða krossinn, sem tekið hafa vel í samstarf. Einnig verður leitað samstarfs við Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna. Samstarfshópnum er ætlað að mynda samráðsvettvang aðila í bæjarfélaginu, samhæfa þjónustu og miðla upplýsingum til íbúa um þá aðstoð og ráðgjöf sem þeim stendur til boða frá bæjarfélaginu og öðrum aðilum. Heimasíða bæjarfélagsins mos.is verði m.a. nýtt sem upplýsingaveita í þessum tilgangi og þjónustuver virkjað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög gott mál.

Nú þarf Mosfellsbær sem önnur sveitarfélög landsins að ganga gegnum miklar þrengingar, rétt eins og einstaklingar og fyrirtæki vegna fjármála sinna vegna þessara stórtækustu vandræða sem verða vegna gjaldþrotameðferðar 3ja stærstu banka landsins.

Á þessum vandræðatímum er nauðsynlegt að fara gegnum stöðu fjármála og gera grein fyrir slíku. Hvernig hefur Mosfellsbær komið út úr þessum þrengingum og hvernig stand málin?

Gott væri að bæjaryfirvöld geri grein fyrir þessu en Kalli: Mosi gerir ekki kröfur til þín sem einstaklingur að þú svarir fyrir allt bæjarfélagið. Þetta þarf að gera á opinberum vettvangi.

Nýkominn frá Rússlandi, en af tvennu illu er betra að vera hér en kjur eystra.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.10.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott framtak. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband