þri. 7.10.2008
Bubbi drullusokkur fer sennilega í skólaljóðin þegar upp er staðið eins og allir hinir aumingjarnir
Fátt fer meira fyrir brjóstið á mér en þegar veist er að fólki sem ég veit svo innilega að talar frá hjartanu. Burt séð frá því hvort það hefur grætt eða tapað á hinu eða þessu.
Einhverra hluta vegna hefur til að mynda Bubbi Morthens verið dregin inn í þá umræðu.
Af öllum mönnum, Bubbi Morthens.
Hann hefur verið dregin inn í hana sem einhver svikari og plottari sem hefur þegar upp er staðið einungis verið að hugsa um sinn eigin hag og ekkert annað. Með öðrum orðum talinn ómarktækur drullusokkur.
Er það eitthvað nýtt að Bubbi tali máli þeirra sem minna meiga sín í þjóðfélaginu? Nei, hann hefur gert það frá fyrstu tíð. Átti hann að hætta því þegar hann efnaðist? Átti hann að fela það að hann hefði efnast og nú tapað stórum fjármunum? Mín skoðun er nei.
Bubbi kemur hreint fram, alltaf. Hann má einnig skipta um skoðun og það gerir hann og hefur gert ófeiminn alla tíð. Engin tónlistarmaður hefur lagt jafn mikið af mörkum og Bubbi að tala máli þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og virðum það við hann.
Hversu mikið eða lítið hann hefur grætt, það er aukaatriði. Hann má tjá sig eins og allir aðrir um ástandið og jafnvel meir en margur annar.
Slík umræða sem beint hefur verið gegn Bubba undanfarið er smáborgaraháttur.
Reynum að fíla þessa kalla á meðan þeir eru á lífi, ekki bara í skólaljóðunum hundrað árum síðar.
Það kallast að njóta líðandi stundar.
Athugasemdir
Bubbi er náttúrulega Bubbi og þykir mér vænt um hann sem tónlistarmann og manneskju líka. Hann hefur staðið sig vel, þrátt fyrir mótlæti.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2008 kl. 01:27
Hann er ansi mikið á undan sér blessaður og þyrfti oftar að telja upp að tíu. Hann veit stundum ekki takmörk sín og gleymir því að hann er bara tónlistarmaður og hefur ekki mikla þekkingu á samhengi hlutanna fyrir utan það. Sennilegast eru upphrópanir hans um mótmæli á Austurvelli ekki til að gefa honum jákvætt vægi.
Ég vona að hann sleppi því að blása til slíkra kjánaláta nú á miðvikudag, eins og hann hefur boðað. Það myndi endanlega gera út um trúverðugleika hans. Skítkast og persónuníð í hans garð er í engu réttlætanlegt. Fólk á að hafa lært að taka honum eins og hann er. Hann meinar vel, en skilur ekki alltaf samhengi hlutanna.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2008 kl. 02:18
satt sem þú segir, þetta virðist vera landsósiður á Íslandi að úthúða fólki.
Allir gera í raun það besta sem þeir geta, en geta bara ekki meira en það.
Kærleikur til þín kalli minn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 09:32
Ég opnadi bloggid titt med tad í huga ad æsa mig og láta tig sko heyrada.....
Mikid var ég glöd tegar ég sá annad.
Sammála tér med Bubba enda mikid Bubba fan til margra ára.
kvedja til tín í Mosfellsbæinn
frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 7.10.2008 kl. 10:35
Innilega sammála þér með Bubba.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.10.2008 kl. 10:52
Bubbi sveik náttlega sjálfan sig fyrst og fremst, hann varð eiginlega allt sem hann sönglaði gegn í den.
Mannlegt eðli er þannig að það hlakkar í fólki þegar það sér annað fólk, sérstaklega ríkt fólk fara í fokk.... aþýðumaðurinn Bubbi er löngu búinn að svissa úr stál & hníf yfir í seðla og kort... það er líklega það sem fær suma til þess að æsa sig og gjamma óhóflega.
Nú þarf Bubbi bara að finna rætur sínar aftur... alveg eins og allir aðrir
DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:01
Bubbi á að hætta þessu væli. Hann hefur ekkert vit á þessu og á bara að halda áfram að glamra á gítarinn.
Bubbi er bara að koma sér á famfæri og "minna á sig" á margan hátt!
Hvítur á leik, 7.10.2008 kl. 17:04
Það er algerlega óþolandi þegar fólk geysist fram á ritvöllinn bak við tölvur sínar hvort sem er undir fullu nafni eða undir leyninöfnum með óhróður og dónaskap gagnvart einstaka manneskjum.
Ruddalegt málfar og dónaskapur þessa fólks dæmir sig auðvitað sjálft, það veit hver heilvita maður. Því miður er lítið við þessu að gera en stundum er gripið í taumana sem betur fer þegar ósóminn er orðin yfirgengilegur. Um það eru nokkur dæmi.
Ég skrifaði hér um Bubba í þessari færslu minni sem fær það reglulega óþvegið. Skrifin um hann hér í netheimum vegna ummæla hans og hreinskiptni um sín persónulegu mál eru oftar en ekki sorgleg.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 7.10.2008 kl. 20:55
flott hjá kallinum - ekki lognmollan yfir Bubba boy
Jón Snæbjörnsson, 7.10.2008 kl. 21:04
Ég vil minna á að John F. Kennedy og Héðinn Valdimarsson voru ríkir menn. Átti það að gera þá óhæfa til að taka þátt í þjóðmálum og reyna að þoka málum til betri vegar? Berjast fyrir kjörum verkamanna? Mitt svar er nei.
Við eigum að virða Bubba fyrir það að standa ekki þögull hjá heldur kalla til skoðanabræður sína og systur. Og við eigum ekki að hallmæla honum fyrir það að gera það sem hann heldur að gagnist best þótt einhverjir efist um að það geri gagn.
Það er til nóg af fólki sem þorir ekki að koma hreint fram og finnst þægilegra að gera ekki neitt og taka enga áhættu. Til þess að eitthvað breytist til batnaðar þarf að ýta við hlutunum.
Ómar Ragnarsson, 8.10.2008 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.