Þá var hann oftast númer eitt

Í gamla daga þegar ég var áskrifandi og keypti nánast öll tímarit um trommur og trommuleik, þá var trommuleikarinn sem sést í þessu myndbandi, með þessari færslu, nánast alltaf talinn og kosinn sá besti.

Þeir eru enn að þessir snillingar í Kanadísku rokkhljómsveitinni Rush. Trommuleikarinn Neil Peart, gítarleikarinn, Alex Lifeson og bassaleikarinn og söngvarinn Geddy Lee. Þeirra fyrsta hljómplata sem hét Rush kom út árið 1974. Nú eru hljómplöturnar þeirra orðnar 32. Í gamla daga átti ég þær allar sem þá voru komnar út á vínil. Það er liðin tíð, svo gaf ég líka allt vínilplötusafnið mitt.

Hljómsveitin er fyrir margar sakir stórmerkileg. Samstarfið orðið langt og gott og engar mannabreytingar, magnaðir textar, flestir eftir trommarann og einstakur hljóðfæraleikur þeirra allra.

Endilega gefið ykkur tíma til að hlusta þar til trommusólóið hefst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er glæsilegt, einhver magnaðasti slagverksleikari sem maður hefur séð - ég hef verið einlægur aðdáandi Johns heitins Bonhams, en þessi er enn tekniskari, ef það er hægt. Takk fyrir að linka á þetta, Karl.

Sveitamaður (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:17

2 identicon

Vá, ég horfið á þetta fram að trommusólóinu eins og þú baðst um. Frrábært en dauðlangaði að hlusta lengur og ná sólóinu.

Var þetta gott sóló?

Hp foss (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:30

3 identicon

Ég hef ekki hlustað mikið á þessa hljómsveit hingað til en er núna kominn með svolítinn áhuga. Þeir eru allir stórkostlegir hljóðfæraleikarar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Frábær hljómsveit. Sá þá á Wembley í fyrra. Þeir spiluðu í þrjá tíma og hefðu þess vegna mátt spila aðra þrjá. Eiga það mikið af góðum lögum. Peart er einn af bestu trommurum sögunnar af mínu áliti og Geddy Lee er ótrúlegur bassaleikari. Hann spilar ótrúlega flóknar laglínur og syngur á sama tíma og liggur við spilar lúdó!

Takk fyrir þetta

Kristján Kristjánsson, 1.10.2008 kl. 20:46

5 identicon

Var ekki Billy Copham dálitið flottur trommari líka, mig minnir að að hann hafi verið sá besti á sínum tima.

 kveðja

Þorsteinn Sigvaldason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:57

6 identicon

Þorsteinn Sigvaldason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: Karl Tómasson

Sælir kæru bloggvinir og aðrir.

Sveitamaður. Bonham var snillingur eins og ég hef reyndar skrifað um og sannarlega einn af mínum uppáhalds trommuleikurum.

Húnbogi. Endilega hlustaðu á Rush, það er mögnuð hljómsveit.

Kristján. Svo þú hefur séð meistarana, ekki að spyrja að því. Hverja hefur þú ekki séð?

Steini. Copham er sannarlega einn af meisturunum og auðvitað veist þú það gamli tónlistaráhugamaður sem virðist nú samt fara frekar leynt með þann áhuga þinn og visku alla.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 3.10.2008 kl. 22:30

8 Smámynd: HP Foss

Nei, dauði og djöfull sagði frænka, er henni sammála. Hér er allt allt að verða eins, allir verða eins fyrir rest, sprangandi um í þröngum buxum og hlýrabol, ráfandi um eyðisanda í leit að hinu rétta svari. Svari sem löngu er komið fram og var rangt.

HP Foss, 3.10.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband