Komin með hatt

Esjan

Þá er hún komin með hattinn sinn og tilbúin í hvað sem er. Þessi mynd var tekin kl 7:45 úr Leirvogstungu. Esjan er mörgum hugleikin og í einum texta Gildrunnar, í lagi sem reyndar heitir Vorbragur, segir:

Situr bakvið sundin

Esjan undurfríða

léttist aftur lundin

dýrðar dagar líða

Esja

Þessi mynd er einnig tekin að hausti og úr Leirvogstungu, Esjan er alltaf falleg og aldrei eins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Væri nú skjól af henni....

HP Foss, 30.9.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: steinimagg

Tókst þú þessar myndir alveg sjálfur?

steinimagg, 30.9.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

FLottar myndir :):)  Esju lagið með ykkur er magnað.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

gaman væri að mála þessar myndir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 30.9.2008 kl. 19:58

5 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl kæru bloggvinir.

Helgi, auðvitað er skjól af fjöllum fjallanna á Íslandi.

Hallsteinn, það eru nú fleiri sem kunna að smella af en þú minn kæri.

Ásdís. Takk, takk, takk.

Laugheiður. Þú ert nú alltaf með pensilinn við höndina og hefur örugglega oft fengist við Esjuna.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 30.9.2008 kl. 21:20

6 identicon

 Smá fróðleikur um fjallið sem landsbyggðin öfundar höfuðborgarbúa af.

 Esja (oftast skrifað með viðskeyttum greini, Esjan og er oftast þannig í daglegu talmáli) er fjall sem stendur við Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Útsýni yfir fjallið hefur í gegnum tíðina haft áhrif á fasteignaverð á svæðinu, og til er fólk sem segist geta spáð fyrir um veðrið út frá litunum í fjallinu. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði. Esja er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi.

Hæsti kambur á Esju miðri, séð úr Reykjavík, heitir Kerhólakambur.

kveðja

 Þorsteinn 

Þorsteinn Sigvaldason (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 21:38

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég hugsa oft til esjunnar, sem er svo falleg og ég sýni stolt hinum nýju löndum mínum !

kærleikur og öll Ljós til þín kæri kalli

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.10.2008 kl. 06:45

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ísköld fegurð.  Brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 09:44

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Ef það er einhvers sem ég sakna úr sveitinni minni þá er það Esjan, öfunda þig að hafa hana í túnfætinum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.10.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband