Sorasíðu lokað

Eins og bloggið er oft skemmtilegt og gott, þá finnast því miður á því, síður aumingja og hugleysingja sem skeiða fram á ritvöllinn í skjóli nafnleyndar, oftar en ekki til þess eins að reyna að koma höggi á einstaklinga og manneskjur á sorglegan og aumkunarverðan hátt.

Sem betur fer er slíkum síðum oft lokað en því miður getur það oft tekið langan tíma og meiðyrðin og ófögnuðurinn hefur oft fengið að standa svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir áður en gripið er í taumana.

Nokkuð oft hef ég skrifað á mínu bloggi um eina slíka síðu sem hefur nú í tæp tvö ár verið haldið úti til þess eins að reyna að koma höggi á mína persónu og mín störf. Síðu sem oftast hefur gengið undir nafninu Varmársamtaka Valdi. 

Lengst af virtist sem þessi síða væri eini málssvari Varmársamtakanna, í það minnsta, tjáði stjórnarfólk þeirra sig jafnvel oftar þar en á sjálfri heimasíðu samtakanna, ýmist undir fullu nafni eða ekki. Lengi vel var þessi síða einnig fyrsti linkur á heimasíðu Varmársamtakanna.

Um leið og ég fagna því að þessari sora og aumingjasíðu hafi verið lokað, þá eru það jafnframt ótrúleg vonbrigði að fólk sem hefur talað hvað hæst um málefnalega og lýðræðislega umræðu og vill láta taka sig trúanlegt og alvarlega hafi látið hafa sig út í það að leggja nafn sitt við slíkan aumingjaskap og taka þátt í slíkum skrifum og einelti.

Allt saman fullorðið fólk.

Eitt er að skrifa undir nafnleynd og halda úti þesskonar bloggsíðu, annað er að gera það í þeim eina tilgangi að vega látlaust, jafnvel að einu og sömu manneskjunni. Allt til þess eins að vega að heiðri hennar og æru. Það er furðulegt áhugamál og í raun óskiljanleg þráhyggja.

Nú hefur umræddri síðu verið lokað eins og áður segir og það vita allir, að mikið þarf að ganga á til að gripið sé til slíkra ráðstafanna.

Að baki þurfa að liggja mjög alvarleg brot.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona svo sannarlega að fólki læri að hemja sig og haga sér vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: steinimagg

Ég er nú bara hálf orðlaus, loksinns var hælinu lokað, en ætli þau búi bara ekki til aðra skítasíðu, eflaust. Ætli það sé nokkuð hægt að gera fyrir svona fólk, eflaust ekki, allt vonlaust og allir í kringum það hálfvitar.

Kv Hallsteinn

steinimagg, 26.9.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Karl Tómasson

Það vekur mína athygli að aðeins nokkrum mínútum eftir að ég setti þessa færslu mína inn, þá hafa Varmársamtökin nú loks bloggað.

Lengi vel hefur á síðu þeirra staðið sama færslan um trúverðugleika minn sem stjórnmálamanns sem einhverahluta vegna var nú sett ný færsla yfir löngu síðar, seint á föstudagskvöldi.

Er búið að loka aðal lýðræðis- og málefnasíðunni??? 

Skrýtin tilviljun!!!

Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 27.9.2008 kl. 00:09

4 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Þetta var löngu tímabær lokun. Það má undrum sæta að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi. Segir líka kannski svolítið um vefhýsilinn. Það þarf ekki að eyða frekari orðum til þess að lýsa þeim sem staðið hafa á bak við þessa síðu, það er víst nóg búið að fjalla um það. Það sem eftir stendur er vonin um að þetta sé lokun fyrir fullt og allt og að fólk geti farið að vinna og takast á við verkefni sín, á heilbryggðan hátt. Þetta er búinn að vera löng og ströng bárátta, átök og skoðannaskipti eru af hinu góða, svo framarlega sem þau fara fram á réttum vettfangi og með réttum formerkjum. Við skulum vona að fullur sigur sé unninn. HEIMASKÍTSMÁT.

Guðmundur St. Valdimarsson, 27.9.2008 kl. 00:15

5 Smámynd: steinimagg

Já, á heilbryggðan hátt, það er málið.

steinimagg, 27.9.2008 kl. 00:26

6 Smámynd: Hvíti Riddarinn

VÉR MÓTMÆLUM MALBIKUÐUM GÖNGUSTÍGUM Í MOSFELSBÆ

VÉR MÓTMÆLUM NÝJA GERVIGRASVELLINUM VIÐ VARMÁ

VÉR MÓTMÆLUM VEGINUM UPP Í HELGAFELLSLAND

VÉR MÓTMÆLUM NÝJA MIÐBÆJARTORGINU

VÉR MÓTMÆLUM NÝJUM VEGI UPP Í LEIRVOGSTUNGU

VÉR MÓTMÆLUM LÁGAFELLSLAUG

VÉR MÓTMÆLUM NÝJU MENINGARHÚSI OG KIRKJU

VÉR MÓTMÆLUM AÐ ÞESSI MÓTMÆLI KOSTI BÆJARFÉLAGIÐ OG ÞEGNA ÞESS MILLJÓNR 

VÉR MÓTMÆLUM ÞVÍ AÐ ÞETTA SÉU ÓTRÚLEGA LEIÐINLEG MÓTMÆLI

VÉR MÓTMÆLUM ÖLLUM  ÞEIM SEM MÓTMÆLA OKKUR

VÉR MÓTMÆLUM AÐ ÞESSI MÓTMÆLI SÉU EITT ÞAÐ LEYÐINLEGASTA SEM HENT HEFUR MOSFELLSBÆ FYRR OG SÍÐAR

VÉR MÓTMÆLUM AÐ FLITJA Í ANNAÐ OG BETRA BÆJARFÉLAG

VÉR MÓTMÆLUM, VÉR MÓTMÆLUM, VÉR MÓTMÆLUM!!!

Hvíti Riddarinn, 27.9.2008 kl. 00:43

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ill be damned.. er hvíti riddarinn real ?

Óskar Þorkelsson, 27.9.2008 kl. 01:15

8 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekkert og þekki ekkert til pólitíkur í Mosfellsbæ.  En það er dapurlegt í öllum tilfellum þegar nafnleysingjar vega úr launsátri með hauspoka. 

Jens Guð, 27.9.2008 kl. 01:27

9 Smámynd: Jens Guð

  Hvíti riddari  það væri ágætt að brúka y í flytja.  Dregið af flutningi.

Jens Guð, 27.9.2008 kl. 01:29

10 identicon

Sammála þér Karl. Mín persónulega skoðun er sú að það ætti að vera skilyrði fyrir þvi að hafa blogsíðu á mbl.is að þar skrifi menn undir nafni. Reynslan hefur sýnt að mestu meiðyrðin ósvífnin og svívirðingarnar koma jafnan frá þeim sem skrifa í skjóli nafnleyndar.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 01:44

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sammála þér Karl. Mín persónulega skoðun er sú að það ætti að vera skilyrði fyrir þvi að hafa blogsíðu á mbl.is að þar skrifi menn undir nafni. Reynslan hefur sýnt að mestu meiðyrðin ósvífnin og svívirðingarnar koma jafnan frá þeim sem skrifa í skjóli nafnleyndar.

Sigurður Eðvaldsson,

Heyr heyr 

Óskar Þorkelsson, 27.9.2008 kl. 02:04

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég veit ekki hvort maður á að óska þér til hamingju Kalli minn. Er hægt að óska fólki til hamingju með að vera ekki með ígerð í tánni.

Þetta eru góðar fréttir og vonandi að þetta blessaða fólk sé eitthvað að sjá að sér í þessu ótrúlega vanþroska persónuníði, sem kemur veikri og sjálfmiðaðri hugsjón þeirra lítið við. Fólk, sem telur umbótasinna í bæjarfélaginu vera hryðjuverkamenn á meðan það vegur að persónu manna úr launsátri og brýtur rúður í vinnuvélum að næturlagi.

Kannski er þessi hópur að átta sig á smæð sinni og því að þeir hafa nákvæmlega ekkert fylgi í málstað sínum. Á síðu Gunnlaugs B. Ólafssonar, eins af forkólfum þessara samtaka, setur hann upp skoðanakönnun, þar sem hann spyr:"Hver er afstaða þín til lagningu Tunguvegar yfir áósasvæði Mosfellsbæjar?" Valkostir: Hlynntur eða á móti. Niðurstaðan þer er sú að um 83% eru hlynntir og 17% á móti.

Líklega hefur hann búist við hagstæðari niðurstöðu, þegar hann setti þetta fram, en skilaboðin verða varla misskilin. Ég vil svo benda mönnum á að lesa persónulýsingu höfundar á síðunni og spyrja sig hvort svona stórmenni, sem vinnur m.a. að því að sameina sál og líkama að eigin sögn, séu marktæk yfirleitt. (mér sýnist þetta þýða að hann veki fólk upp frá dauðum)

Annars er þetta gleðilegt í alla staði og vonandi hedur þetta fólk friðinn og heldur sína flóamarkaði og grillveislur, sér til skemmtunar. Ekkert að því að mótmæla eða koma með athugasemdir við skipulag, það er lýðræðislegt, en maður  verður að lúta niðurstöðum lýðræðisins líka, þegar það kveður upp dóm sinn. Þar hafa Varmársamtökin flaskað og gripið til persónuníðs þegar málstaður fær ekki hljómgrunn. Slíkt fólk dæmir sig sjálft.

Og Kalli. Ég veit að þú ert reiður þessu fólki, en ég er ekki viss um að það sé rétt að kalla það aumingja. Hér hefur fólk sýnt jafnvægisleysi og farið illa fram úr sér, eins og stundum vill gerast, en virða ber ef það sér að sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2008 kl. 02:15

13 Smámynd: Sævar Einarsson

Hver er munurinn á nafnaleynd og Jóni Jónssyni með ritskoðaðar athugasemdir ? hvor aðilinn er meira marktækur ?

Sævar Einarsson, 27.9.2008 kl. 12:01

14 identicon

Flottar frettir sem berast ad heiman!

Anna, Hviti riddarinn segir sannleikann i thessari færslu og hann er sko med ollum mjalla.

Sævar, thad fer eftir tvi hvad og hvernig er skrifad undir nafnleynd hvort thad a ad lydast eda ekki.

Smilhilsen fra det dejlige Danmark, hvår det er varmt og solen skiner.

Hjordis (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 12:08

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég hef notað netið síðan 1996 og byrjaði að blogga árið snemma árið 2001, þá voru ekki margir byrjaðir að blogga, en samt skiptu þeir einhverjum tugum. Svo sá mbl.is hversu gríðarlega barnaland varð gríðarlega vinsæll spjallþráður og þar var margt viðbjóðslegt sem þar fór fram, fólk lagt í einelti, spjallþræðir um um afbrigðilegt kynlíf (sem ég er ekki að fordæma) en svona lagað átti engan veginn heima á slíkri síðu og það voru ófá skiptinn sem ég sendi stjórnendum þar kvartanir. Síðan ákvað mbl.is að opna blogg kerfi sem ég hef töluverða mikla reynslu af, ég hýsi og rek margar bloggsíður fyrir vini og kunningja, hef fengið lögfræðihótanir vegna skrifa hjá mínum notendum og ég beðinn um að gefa upp raunverulegt nafn á viðkomandi sem ég hef alfarið hafnað nema ég fái ósk um það frá lögreglunni með heimild frá dómara, þá hef ég að sjálfsögðu sent lögreglunni þær upplýsingar, enda er ég með notendaskilmála sem fólkið samþykkir og ekki er hægt að draga hýsingaraðilann til ábyrgðar.

Þetta hefur gengið vel og ástæðan fyrir nafnaleynd er einföld, fólk getur kannski stöðu sinnar vegna ekki komið undir réttu nafni og vill skrifa nafnlaust. Við skulum átta okkur á því að fólk sem skrifar undir réttu nafni getur átt það á hættu vegna sinna persónulegra skoðana og ætlar að skipta um vinnu að atvinnurekandinn smelli sér á google og leitar að nafninu og ef hann finnur persónulegar skoðanir sem honum hugnast ekki og kemur tengdri vinnu ekkert við vilji ekki ráða viðkomandi einstakling. Netið er stærsti gagnabanki í veröldinni og fólk ætti að gera allt til að passa sig á því að gefa sem minnst upp um sig vegna þess að það eru til veikir einstaklingar sem geta með einföldum hætti fundið út allt um viðkomandi og ef þeir eru ósammála um ýmis málefni getur sá sem notar ekki nafnaleynd lent í slæmum málum, ég tala af reynslu í þessum efnum.

Ef ktomm kýs að kalla þá sem vilja skrifa með nafnaleynd aumingja eða hugleysingja, þá skal það líka vera virt að fyrst og fremst er nafnaleynd notuð sem nokkurskonar öryggisvörn fyrir veikum einstaklingum sem er trúandi til alls. Fari sá sem skrifar undir nafnaleynd yfir strikið og brjóti lög þessa lands þá er leitar sá sem varð fyrir því til dómstóla og sá nafnlausi dregin fyrir dóm, það er nefnilega enginn ósýnilegur á netinu þó svo viðkomandi skrifi undir nafnleynd.  

Sævar Einarsson, 27.9.2008 kl. 12:52

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér finnst rökin þín Sævar léttvæg.. 

Óskar Þorkelsson, 27.9.2008 kl. 13:02

17 Smámynd: HP Foss

Það er sitthvað að blogga nafnlaust um eitthvað sem ekki meiðir eða að ráðast ákveðið á nafngreinda einstaklinga. Í tilfelli síðu "valda" er ég sammála Kalla, það voru aumingjar.

Ég hef þá skoðun að ef menn geta ekki sett nafn sitt undir skrif sín, þá eiga þeir að sleppa því að setja það á prent.

HP Foss, 27.9.2008 kl. 13:21

18 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl öll sömul og takk fyrir komuna.

Það eru vissulega leiðinlegt þegar fólk getur ekki haldið úti bloggsíðu og vegna aðdróttana og dónaskaps sem þar er ritaður þykir ástæða til að loka fyrir hana.

Það sem gerir tíðindin hinsvegar stór í þessu tilfelli sem ég skrifaði um hér að ofan, er að á þá síðu hefur linnulaust tjáð sig fólk, ýmist undir fullu nafni eða með nafnleynd, sem hefur verið treyst til að stjórna og vera í forsvari samtaka.

Samtaka sem hafa talið sig málssvara lýðræðis og lýðræðislegrar umræðu. Samtaka sem hafa lagt ofuráherslu á að vera tekin alvarlega og trúanlega og í þeirri baráttu fengið til liðs við sig þekkta listamenn. Mér er til efs að það fólk sem enn er í samtökunum hafi haft hugmynd um umrædda síðu og það sem þar fór fram.

Eitt er að skrifa undir nafnleynd annað að gera það í þeim eina tilgangi að vega látlaust, jafnvel að einu og sömu manneskjunni. Allt til þess eins að vega að heiðri hennar og æru.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 27.9.2008 kl. 13:41

19 Smámynd: Sævar Einarsson

Persónulega tek ég meira mark á skrifum undir nafnleynd heldur en fólki sem bloggar undir réttu nafni og ritskoðar athugasemdir.

Sævar Einarsson, 27.9.2008 kl. 13:48

20 identicon

Karl Tómasson, þú ert nú meiri vælukerlingin.

 Kveðja,

Óli í Hvarfi

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, 270 Mosfellsbæ (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 14:49

21 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þetta er að verða spennandi. 

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 27.9.2008 kl. 16:08

22 identicon

Ertu að segja að ég sé aumingi, rosalega var það sætt af þér.

Hafa flestir sem hefur verið lokað á hér einmitt verið undir fullu nafni.

Ég hef verið á netinu frá 1 degi, ég er á ótal forums um allan heim, hvergi nema á íslandi sveitasímans hefur komið upp krafa um að skrifa undir fullu nafni EVER.
Þeir sem krefjast þess eru að vega að frelsi okkar allra, ótal manneskjur hafa komið upp um ósóma með því að skrifa undir alias.
Þeir sem vilja fullt nafn og svoleiðis.. well flytjið til Kína, þar fáið þið það sem þið sækist eftir.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 16:09

23 identicon

Já það er sorglegt þegar fólk getur ekki skrifað undir nafni...

Brúnkolla (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 16:45

24 identicon

Smá ábending:

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, er núverandi gjaldkeri Varmársamtakanna.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 17:15

25 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst nafnleynd eiga rétt á sér í mörgum tilfellum. Fólk getur verið í þannig afstöðu til dæmis bróðir ráðherra eða eitthvað álíka, maki einhvers sem dæmi. Þeir sem síðan blogga undir nafnleynd eingöngu til að skíta yfir aðra finnst mér mannleysa. Mér finnst ekki einu sinni að það þurfi lögreglu til að nema slíkt brott. Það er því miður margir með mjög harða dóma hér inni, það er ekki verið að dæma skoðun fólks á ýmsum hlutum heldur er verið að niðurlægja fólkið sjálft. Það finnst mér afar lágkúrulegt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.9.2008 kl. 18:05

26 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kærleikur til þín kæri kalli !

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 15:44

27 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl öll og takk fyrir komuna.

Eitt er að skrifa undir nafnleynd, annað að gera það í þeim eina tilgangi að vega látlaust, jafnvel að einu og sömu manneskjunni. Allt til þess eins að vega að heiðri hennar og æru.

Öll skrif þeirra hér sem ekki treysta sér til að gera það undir fullu nafni og áróður þeirra hér á minni síðu um að ég hafi á einhvern hátt verið að veitast að þeim, dæma sig sjálf og eru í raun grátbroslegur útúrsnúningur.

Þegar þessar "kempur" eru svo farnar að auglýsa sínar síður á minni, þá er nú fokið í flest skjól.

Ólafur Helga í Hvarfi og Valdi hafa nú fundið sér nýjan vettvang þar sem sorasíðu þeirra hefur nú verið lokað.

Þegar gripið er til þess ráðs að loka heimasíðu eins og gert var hjá  nafnleysingjunum hjá Varmársamtaka Valda sem færsla mín hér að ofan fjallar um, þá hefur margt þurft að ganga á, það vita allir.

Bloggsíðum er ekki lokað að ástæðulausu. Heldur þegar um mjög alvarleg brot er að ræða. 

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm

Karl Tómasson, 28.9.2008 kl. 16:29

28 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mosfellsbær? Hvar er hann á landinu? Aldrei hef ég heyrt þetta nafn áður á nokkrum bæ..Býr fólk þar eð er þetta eitthvað niðurlagt sjávarpláss?

Óskar Arnórsson, 29.9.2008 kl. 00:15

29 Smámynd: HP Foss

Þetta er nú vonandi yfirstaðið, þannig að menn geti nú farið að vinna sína vinnu ótruflaðir. Fátt er verra en þrætur og að þrátta á blogginu er alveg glatað því margt getur misskilist á netinu sem myndi ekki gerast ef menn ræddu saman augliti til auglitis, þar sem svipbrigði og önnur líkamstjáning, raddstyrkur og fleira slíkt er jú ómögulegt að átta sig á í gegnum netið. Ég held að það sé mun auðveldara að eignast óvini á netinu heldur en vini, vegna þessara þátta.

Kær kveðja
Helgi

HP Foss, 29.9.2008 kl. 09:00

30 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Kalli minn. Vildi bara svara þér beint. Ég sá ekki Quo hérna um árið því miður en húsbóndinn fór bæði kvöldin og sá ykkur. Mér finnst Gildran æði og lögin ykkar mættu heyrast miklu oftar í útvarpi.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:27

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með lokunina Kalli minn.  Það er ekki góð tilfinning að vera lagður í einelti svona opinberlega, og gott mál að þaggað hefur verið í þeim röddum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2008 kl. 12:14

32 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Skrif Karls Tómassonar og félaga hans undir leyninöfnum urðu að því sem nefnt var Mosfellsbæjarmálið fyrir um tveimur árum. Þar kom í ljós að úr tölvu í eigu Karls og fyrirtækis hans höfðu verið sendir mikill fjöldi pósta sem var ætlað að vega að og spilla fyrir opnum umhverfis- og íbúasamtökum í bæjarfélaginu. Vinkona hans og helsti málsvari fór líka mikinn í einhverri "hænsnaskítstengdri" umræðu gegn samtökunum. Í ljósi þessa finnst mér að hefði verið rétt að loka á skrif Karls eins og gert hefur verið á vinkonu hans.

Aðdróttanir Karls um að ég persónulega tengist á einhvern hátt ósiðlegum skrifum undir nafnleynd eru auðvitað ekki svaraverðar í eðli sínu og á vissan hátt hefur maður óhreinkað sig með því að veita slíku andsvar. Hinsvegar er þetta orðið svo langdregið og endurtekið útspil af manni sem að hefur ekki fagra sögu, þegar kemur að skrifum undir nafnleynd. Því fer ég fram á að hann biðji mig opinberlega afsökunar á þessum aðdróttunum um skrif undir nafnleynd. Hann fær frest fram á sunnudagskvöld, en annars verður þess freistað að fá slíkum ósannindum hnekkt fyrir dómstólum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.9.2008 kl. 14:25

33 identicon

Æ, Gunnlaugur, þú ert orðinn eitthvað svo þreyttur.

  1. Síðu Valda var lokað af einhverjum ástæðum, bloggsíðum er ekki lokað af því bara. Vísismönnum hefur ofboðið sú umræða sem fór fram þarna inni.
  2. Síðunni minni var ekki lokað, ég lokaði henni sjálf ótilneydd og óumbeðin. Það er munur á þessu tvennu.
  3. Að ég hafi skrifað um ykkur í Hænsnabúi dauðans er túlkun ykkar hjá Varmársamtökunum. Þið ein (og þá aðallega stjórnarmenn) hafið túlkað söguna sem slíka. Þið og samtökin eruð hvergi nefnd á nafn í sögunni. Kannski þið vitið upp á ykkur eitthvert skítlegt eðli þegar allt kemur til alls, fyrst þið finnið svona mikinn samhljóm með skrifum mínum?
  4. Þú hefur margoft verið beðinn um að ganga fram í því að upplýsa hver Valdi er og stöðva það sem fram fór á síðunni hans. Margoft. Þú hefur ekki, hvorki sem varaformaður Varmársamtakanna né formaður þeirra, sýnt vilja til þess að höggva á þennan hnút. Það hefði mér einmitt þótt vera skylda formannsins, að ganga í að upplýsa hver stæði á bak við þessa síðu sem spillti svo um fyrir samtökunum sem þú situr í formennsku fyrir. Það hefði ekki átt að vera mikið mál fyrir þig, fyrst þú ert saklaus.
  5. Hvort er þér meira virði afkoma og orðspor samtakanna sem þú situr í formennsku fyrir eða umræða inni á síðu sem miðar að því að skíta út og koma höggi á ímyndaða andstæðinga þeirra, en svertir í raun aðeins samtökin hvað mest? 
  6. Það er flott að þú ætlir að kæra, þá kemst loksins á hreint hver Valdi Sturlaugs raunverulega er.  
  7. Annars er málið einfalt, vitir þú í alvöru ekki hver hann er þá skaltu spyrja Ólaf í Hvarfi, gjaldkerann ykkar, hann sagði jú að það væri auðvelt að gera sér grein fyrir hverjir stæðu á bak við síðuna. Þetta sagði hann örfáum dögum áður en hann var kosinn í stjórn VS.
  8. Það voru vinir þínir og félagar á Moggabloggi sem kölluðu málið Mosfellsbæjarmálið. Ekki vegna þess hryllings sem hér átti sér stað heldur í samtali sínu við þig þegar þú varst að reyna að fá ip-tölur birtar. Það er eina skiptið sem málið var kallað þessu nafni. 
  9. Þið senduð síðan mállið í DV og átti það að vera svaka bomba af ykkar hálfu gegn Karli. Það var enginn póstur sem gekk á netinu eins og þið létuð líta út fyrir því það upplýstist um Kristínar þátt Pálsdóttur, stjórnarkonu Varmársamtakanna, í málinu. Hún var milligöngumanneskja og kom öllum gögnunum í DV en hafði sjálf gerst sek um  að skrifa á ótal síður undir ótal nöfnum, stofna blogg undir leyninöfnum, búa til nýtt netfang á bak við hverja einustu færslu sína sem uppspunninn karakter. Aðspurður um þetta kallaðir þú það grín. Það var í þínum huga grín að hún réðist að fólki og sagði það ekki vera til heldur væri það ég að skrifa undir leyninafni. Þetta gerði hún skrifandi sjálf undir leyninafni. Vinstri höndin veit ekki alveg hvað sú hægri gerir hjá ykkur, er það?

Að lokum vil ég upplýsa áhugasama um að nú með jólabókunum kemur út bókin Hænsnabú dauðans, gefin út af Bókaforlaginu Biluðum Búálfum. Þetta verður sjötta bókin sem ég gef út og verður hún væntanlega fáanleg á Bókasafni Mosfellsbæjar. Þangað getur fólk leitað vilji það afla sér upplýsinga um söguna og eins til mín.

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:06

34 Smámynd: Óskar Arnórsson

Af hverju er sorasíðum lokað enn svo er í lagi að gefa út sorablöð? Mér er nákvæmlega sama um hvap fólk skrifar, undir nafni eða ekki.

Allir þeir sem eru fylgjandi lokunum á bloggum eru fylgjandi ritskoðuð. Hrikalegt pakk getur fólk verið og hræsnin alveg yfirgengileg. Minni síðu var lokað um málefni sem ráðherrar eru að tala um í næstu löndum, enn hér eru blaðamenn svo miklar veimiltítur að þeir þora ekki að skrifa um sömu málefni. Fari allir lokunarsinnar til andskotans..

Óskar Arnórsson, 4.10.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband