Alltaf skemmtilegur og mikill ljúflingur

Talandi um góđa söngvara eins og ég gerđi í fćrslunni hér fyrir neđan.

Ţađ var gaman ađ horfa á viđtal sjónvarpsmannsins vinsćla, Jóns Ársćls, viđ Eirík Hauksson söngvara.

Leiđir okkar Gildrufélaga og Eika lágu saman áriđ 1980, ţá var hann í Start og viđ félagarnir í hljómsveit sem viđ kölluđum á ţeim tíma Pass. Skömmu síđar breyttum viđ nafninu í Gildran. Hljómsveitirnar tóku sig saman og auglýstu stórdansleik um verslunarmannahelgina í Félagsgarđi í Kjós.

Til ađ gera langa sögu stutta, ţá mislukkađist ţetta ćvintýri okkar algerlega. Ţađ komu bókstaflega engir til ađ hlýđa á okkur og varđ stórtap á ţessu ćvintýri okkar. Vissulega vorum viđ allir miđur okkar en ţetta gerđi ţađ ađ verkum ađ viđ félagarnir áttum saman nćturlangt spjall. Viđ spjölluđum um lífiđ og tilveruna. Ţetta var góđ og ógleymanleg stund og tengdumst viđ ţá böndum og vináttu, sem allt frá ţeirri helgi hefur veriđ órjúfanleg.

Síđan ţá höfum viđ allir félagarnir í Gildrunni og Start margsinnis ruglađ okkar reitum saman og spilađ saman viđ hin ýmsu tćkifćri, stór og smá. Dabbi Karls trommari, Sigurgeir Sigmunds gítarleikari, Jonni Ólafs bassaleikari, Nikki Róberts hljómborđsleikari, Eiki Hauks söngvari og Pétur Kristjánsson söngvari, skipuđu hljómsveitina Start á ţessum tíma. 

Start og Gildran 1010

Start og Gildran.

Efri röđ frá vinstri: Sigurgeir Sigmunds, Kristján Edelstein, Pétur Kristjáns,  Nikki Róberts,  Dabbi Karls og Eiki Hauks. Neđri röđ frá vinstri: Billi Start, Frikki Hall, Kalli Tomm, Biggi Haralds og Jonni Ólafs.

Sigurgeir gekk síđar til liđs viđ Gildruna og Jonni Ólafs bassaleikari spilađi međ okkur Bigga í tćp tvö ár í 66 og inn á eina plötu. Billi Start varđ einn af okkur Gildrumönnum og ţvćldist međ okkur um land allt í árarađir. Pétur, heitinn, Kristjáns og Eiríkur tróđu upp međ okkur Gildrufélögum í hálft ár á Hótel Íslandi á mörgum frábćrum tónleikum og Eiríkur Spilađi og söng međ okkur félögunum í Gildrunni og Gildrumezz nokkra ógleymanlega tónleika. Međal annars á fjölmennasta dansleik sem haldin hefur veriđ í Mosfellsbć. Ţá var reyst viđ Álafoss föt bezt risatjald og haldnir tónleikar og dansleikur sem eru mörgum enn í góđu minni.

Eiríkur, eins og allir vita sem ţekkja hann, er mikill öđlings drengur, hann hefur náđ hćstu hćđum hérlendis og í Noregi og sá frami stafar ekki einungis af frábćrri söngrödd hans heldur örugglega ekki síđur af ţeirri manneskju sem hann hefur ađ geima.

Eiríkur gantađist međ ţađ í ţćttinum hjá Jóni Ársćls ađ hann syngi í mónó í dag eftir erfiđa sjúkdómsbaráttu sína. Ég hafđi sérstaklega gaman ađ ţví ađ heyra hann segja ţetta ţví viđ göntuđumst oft međ ţađ ég og Eiki ţegar viđ spiluđum og sungum saman ađ viđ vćrum í stereó ţegar viđ vćrum saman komnir tveir. Báđir vinirnir búnir ađ ganga í gegnum sömu baráttu. 

Gildrumezz

Myndin er tekin rétt áđur en viđ fórum á sviđ til ađ spila á stórkostlegum og yfirpökkuđum tónleikum á Akureyri. Gildran ásamt Eiríki Haukssyni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Eiki er eđall..

Gulli litli, 22.9.2008 kl. 08:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og ţarna eru myndir af vini okkar hjóna honum Jonna Ólafs.  Pétur Kristjánsson ljúflingur líka.  Ći, nostalgían fer međ mig á flug.

Eiki er flottur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2008 kl. 09:21

3 identicon

Segi eins og Jenný vinkona mína. Ţađ hríslast um mann einhver nostalgíutilfinning ađ lesa upprifjun eins og ţessa. Ég kynntist Eika fyrst ţegar viđ stunduđum nám á sama tíma í KHÍ, síđan auđvitađ í kringum Gleđibankaćvintýriđ. Öđlingur, ljúflingur eru orđ ađ sönnu. takk fyrir skemmtilega sögu - og ekki eru myndirnar síđri

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráđ) 22.9.2008 kl. 11:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Virkilega gaman ađ ţessari upprifjun Kalli minn.  Ég man vel eftir Start, og sérstaklega sjónvarpsútsendingu međ ţeim.  Pétur Kristjáns kom svo hér árlega síđustu árin til ađ vera međ geisladiskaútsölu í Félagsheimilinu í Hnífsdal.  Hann heilsađi mér alltaf međ nafni og var svo yndislegur mađur.  

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 23.9.2008 kl. 10:31

5 Smámynd: Karl Tómasson

Sćl veriđ ţiđ kćru bloggvinir.

Jenný Anna. Ekki vissi ég ađ ţiđ hjónin vćruđ vinafólk Jonna Ólafs. Jonni er ekki einungis einn alskemmtilegasti bassaleikari landsins, heldur einnig óborganlegur húmoristi. Pétur heitinn var náttúrulega algerlega einstök manneskja.

Anna, ţá hefur ţú vćntanlega einnig veriđ í skóla međ Steinari bróđur mínum.

Ásthildur, ţađ er rétt hjá ţér. Pétur Kristjáns var allra, alla tíđ og ţađ muna margir eftir viđmóti hans um land allt ţegar hann var međ geisladiska markađina sína.

Bestu kveđjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Bestu kveđjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.9.2008 kl. 22:48

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Flottir strákar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.9.2008 kl. 23:30

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gaman ad lesa tennann pistil og myndirnar eru ćdislegar.

Takk takk.

kvedja frá danaveldi.

Gudrún Hauksdótttir, 24.9.2008 kl. 11:25

8 identicon

Sćll Kalli, minn kćri vinur-svo og adrir bloggarar. Mér var bent á thennan pistil thinn og vard forvitinn. Verd ad játa ad ég hef ekki séd tháttinn hans Jóns Ársćls ennthá, en thad fór vel á med okkur og ég er bara nokkud bjartsynn á ad vel hafi tekist til. Annars er allt beautiful hérna hinum megin vid "fjördinn". Ennthá 15-19 stiga hiti og sól núna sídustu daga. Reikna med ad ég verdi eitthvad á fartinni fram og til baka í framtídinni eins og verid hefur hingad til, og alla vega ćtla ég ad halda einhverja afmćlistónleika 4.júlí á nćsta ári, thegar "litli ljúfurinn" verdur fimmtugur. Á thó eftir ad velja stadinn, en blogga mig kannski aftur inn thegar ég veit meir. Ef einhverjir vilja fylgjast med "gamla manninum"  thá er margt ad skoda og sjá á <eirikur.info>

Kossar og knús... Eiki Hauks

Eiríkur Hauksson (IP-tala skráđ) 25.9.2008 kl. 14:35

9 Smámynd: Karl Tómasson

Sćll Eiki minn. Mikiđ var gaman ađ heyra frá ţér. Ţátturinn var frábćr eins og viđ var ađ búast.

Ţađ verđur gaman ađ fylgjast međ framvindu mála varđandi afmćlistónleika ţína ţann 4. júlí nćstkomandi. Ég held ađ ţađ bíđi fleiri en ţig grunar eftir ţeim.

Annars er allt gott ađ frétta héđan kćri vinur. Verđum í sambandi.

Biđ ađ heilsa Helgu.

Bestu kveđjur úr Mosó frá Kalla Tomm. 

Karl Tómasson, 25.9.2008 kl. 21:31

10 Smámynd: steinimagg

Ţađ er ekkert smá, bćđi kossar og knús frá Eika, flott.

steinimagg, 25.9.2008 kl. 22:04

11 identicon

Ég horfđi á ţáttinn og var mjög ánćgđur. Ég hef tvisvar sinnum heimsótt vin minn Eirík til Noregs og ţví ţekkti ég allt umhverfiđ vel sem sjá mátti í ţćttinum.

Ţađ var gaman ađ sjá Eika og Ken Hensley saman í Noregi í  fyrra sumar.

Hvernig vćri nú ađ Gildran og Eiríkur slćgju saman í púkk eina ferđina en.

Bestu kveđjur frá Billa Start

Billi Start (IP-tala skráđ) 25.9.2008 kl. 22:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband